Leiguskip Eimskips vélarvana vestur af Reykjanesi Uppfært: Vélar flutningaskipsins eru komnar í gang og siglir það nú fyrir eigin vélarafli. Landhelgisgæslan hefur létt á viðbúnaði sínum en dráttarbáturinn Magni mun fylgja skipinu áleiðis til hafnar í Reykjavík. Innlent 9. janúar 2023 08:43
Flugbransinn: „Þú verður háður þessum bransa má segja frá degi eitt“ „Flugbransinn er gífurlega hraður og er enginn dagur eins. Þú verður háður þessum bransa má segja frá degi eitt,“ segir Sonja Arnórsdóttir framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Play. Atvinnulíf 9. janúar 2023 07:01
Óvíst með skráningu Arctic Adventures eftir kaup fjárfesta á nærri helmingshlut Hópur fjárfesta, leiddur af fyrrverandi forstjóra Arctic Adventures, er að kaupa rúmlega 40 prósenta hlut í íslenska ferðaþjónustufyrirtækinu eftir að hafa nýtt sér forkaupsrétt og gengið inn í tilboð sem fjárfestingafélagið PT Capital frá Alaska gerði í byrjun desember. Kaupsamkomulagið er með fyrirvara um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar en ólíklegt þykir, samkvæmt heimildum Innherja, að boðuð skráning Arctic Adventures á hlutabréfamarkað síðar á árinu verði að veruleika með þeim breytingum sem nú verða á hluthafahópnum. Innherji 9. janúar 2023 07:01
Í þessum hópi ræða menn um bilaða flugvélahreyfla Svo vænt þykir fyrrverandi starfsmönnum Loftleiða um sitt gamla félag að þeir halda úti sérstökum aðdáendaklúbbi. Þar lifir enn gamli Loftleiðandinn þar sem öldungar rifja upp glæsta tíma í flugsögunni. Lífið 7. janúar 2023 21:10
Gengi Marels hækkar í kjölfar verðmats ABN Amro Hollenski bankinn ABN Amro heldur því fram í nýlegri greiningu á Marel að verðlagning félagsins sé orðin „aðlaðandi“ og mælir með kaupum í félaginu. Það sem af er degi hefur gengi bréfa Marels hækkað um tæp þrjú prósent. Innherji 6. janúar 2023 13:05
Íslenski markaðurinn ekki lækkað meira frá því í hruninu Íslenski hlutabréfamarkaðurinn lækkaði um 16,8% á nýliðnu ári sem er mesta lækkun frá því í bankahruninu árið 2008. Lækkunin nam 2,6% í desember síðastliðnum sem er svipað og að meðaltali í helstu viðskiptalöndum. Viðskipti innlent 6. janúar 2023 10:35
Fluttu um 3,7 milljónir farþega á nýliðnu ári Flugfélagið Icelandair flutti 3,7 milljónir farþega á nýliðnu ári, eða um 150 prósent fleiri en árið 2021. Flugframboð félagsins jókst jafnt og þétt á árinu og var það um 91 prósent af framboði ársins 2019 í desember. Viðskipti innlent 6. janúar 2023 08:40
Verður þriðja stærsta sjávarútvegsfyrirtækið mælt í veltu Fyrirhugaður samruni Ísfélags Vestmannaeyja og Ramma á Siglufirði er nýjasti gjörningurinn í þeirri samrunahrinu sem hafin er í íslenskum sjávarútvegi. Mælt í veltu verður sameinað félag þriðja stærsta sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi miðað við rekstrartölur ársins 2021. Innherji 6. janúar 2023 07:55
Eigum að horfa meira til framkvæmdastjóraskipta og nýrra aðila í stjórn „Ég kalla eftir samstarfi við háskólasamfélagið eða aðra rannsóknaraðila því hér er mikið til af raungögnum umfram það sem þekkist víða erlendis og því væri hægt að rannsaka það frá ýmsum hliðum hvort einhver munur er á rekstri fyrirtækja eftir því hvort framkvæmdastjóri er karl eða kona,“ segir Dr. Gunnar Gunnarsson, forstöðumaður Greiningar og ráðgjafar hjá Creditinfo. Atvinnulíf 6. janúar 2023 07:02
Sesselía úr stjórn í nýja framkvæmdastjórastöðu hjá Vodafone Sesselía Birgisdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri sölu-, þjónustu- og markaðsmála Vodafone. Sesselía hefur setið í stjórn Sýnar hf. frá mars 2022 og mun í framhaldinu víkja úr stjórn þess. Fram að aðalfundi 2023 mun varamaður í stjórn verða kallaður inn í hennar stað. Viðskipti innlent 5. janúar 2023 16:55
Bætir við sig þremur áfangastöðum á Jótlandi og einum í Þýskalandi Flugfélagið Play mun frá miðjum júní á næsta ári fljúga sex sinnum í viku milli Keflavíkurflugvallar til Jótlands í Danmörku. Flugferðirnar skiptast á milli þriggja flugvalla – Billund, Árósa og Álaborgar. Þá verður einnig flogið til Düsseldorf í Þýskalandi. Viðskipti innlent 5. janúar 2023 09:05
Ýmsar leiðir til að takmarka tjón áður en hlýna fer um helgina Fjölmargar tjónatilkynningar hafa borist tryggingafélaginu VÍS vegna snjóþyngsla og óttast forvarnarfulltrúi félagsins holskeflu tilkynninga þegar hlýna fer um helgina. Hún fór yfir það hvernig takmarka má tjón. Innlent 4. janúar 2023 20:31
Óttast holskeflu tjónatilkynninga þegar hlýna fer um helgina Töluverður fjöldi tjónatilkynninga hefur borist tryggingafélaginu VÍS síðan um jólin vegna kuldatíðar. Sérfræðingur í forvörnum óttast holskeflu tilkynninga um helgina þegar hlýna fer í veðri og hvetur fólk til að gera ráðstafanir. Innlent 4. janúar 2023 12:30
Hundruð karlmanna forstjórar en sautján ár á milli kvenráðninga „Sautján ár liðu á milli ráðninga á konu í forstjórastól í skráðu félagi á Íslandi. Á sama tíma hafa karlmenn sem gegnt hafa stöðu forstjóra í skráðum félögum skipta hundruðum,“ segir Ásta Dís Óladóttir dósent við Háskóla Íslands og formaður Jafnvægisvogar FKA en nýlega birti hún, auk Þóru H. Christiansen, Sigrúnar Gunnarsdóttur og Erlu S. Kristjánsdóttur, grein í TVE-Tímariti um viðskipti og efnahagsmál þar sem er rýnt er í skýringar á því hvers vegna þróun á ráðningum kvenstjórnenda í forstjórastöður er jafn hægfara og raun ber vitni. Atvinnulíf 4. janúar 2023 07:01
Skásta afkoman hjá Arðgreiðslusjóði Stefnis á erfiðu ári á markaði Nýliðið ár var langt frá því að vera ásættanlegt með tilliti til ávöxtunar á hlutabréfamarkaði. Gengi fjölmargra skráðra félaga í íslensku kauphöllinni lækkaði en mismikið þó. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar (OMXI10) lækkaði um nærri 27 prósent á árinu 2022. Öllum innlendum hlutabréfasjóðum tókst að skila skárri afkomu en Úrvalsvísitalan gerði, þó þeim hafi tekist misvel til, en margir skiluðu lakari ávöxtun en Heildarvísitala Kauphallarinnar sem lækkaði um 16,5 prósent. Innherji 3. janúar 2023 17:30
Ætti að vera „auðsótt“ fyrir markaðinn að ráða við útgáfuþörf ríkissjóðs Áætluð lánsfjárþörf ríkissjóðs á árinu 2023, sem hefur boðað útgáfu ríkisbréfa fyrir samtals um 140 milljarða, ætti ekki að valda miklum erfiðleikum fyrir innlendan skuldabréfamarkað, að sögn sérfræðinga, sem setja samt spurningamerki við litla áherslu á verðtryggða skuldabréfaútgáfu. Frekari sala á eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka mun skipta höfuðmáli um hvort fjárþörf ríkissjóðs verði endurskoðuð til hækkunar eða lækkunar á árinu. Innherji 3. janúar 2023 16:03
Héldu áfram að selja í verðbréfasjóðum þrátt fyrir hækkanir á mörkuðum Hreinar innlausnir fjárfesta í innlendum verðbréfasjóðum á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2022 nema samanlagt yfir 37 milljarðar króna á tímabili sem hefur einkennst af mikilli óvissu og hræringum á mörkuðum um allan heim. Ekkert lát var á útflæðinu í nóvember, meðal annars í hlutabréfasjóðum, sem hafa skroppið saman um 30 milljarða frá því í ársbyrjun 2022. Innherji 3. janúar 2023 07:00
Launahæsti forstjóri landsins fann ástina hjá Kristrúnu Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, og Kristrún Auður Viðarsdóttir, fjárfestingarstjóri hjá Íslandssjóðum, eru á meðal þúsunda Íslendinga sem hafa notið lífsins í sólinni á Tenerife í kringum áramótin og ástarinnar. Lífið 2. janúar 2023 21:46
LSR byggir upp stöðu í fjarskiptafélaginu Nova Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) er orðinn einn allra stærsti hluthafi Nova eftir að hafa sópað upp bréfum í fjarskiptafélaginu á síðustu dögum ársins 2022. Hlutabréfaverð Nova, sem hefur átt undir högg að sækja frá því að það var skráð á markað um mitt síðasta ár, hefur farið hækkandi undanfarnar vikur og ekki verið hærra frá því um miðjan september. Innherji 2. janúar 2023 09:03
Ávöxtun sjóðsins endurspeglar að eignamarkaðir hafa átt erfitt uppdráttar Árið 2022 hefur einkennst af miklum breytingum í hagkerfum heimsins og þar hefur innrás Rússlands í Úkraínu sem hófst í febrúar spilað stóran þátt. Eignamarkaðir hafa átt undir högg að sækja allt árið og virðist sem fáir eignaflokkar hafi farið varhluta af ótryggum ytri aðstæðum. Innherji 1. janúar 2023 14:00
Íslendingar selja sig út úr Edition hótelinu til sjóðs í Abú Dabí fyrir 23 milljarða Hópur íslenskra fjárfesta, að stórum hluta lífeyrissjóðir, hefur formlega gengið frá sölu á liðlega 70 prósenta hlut sínum í Reykjavík Edition-hótelinu í Austurhöfn til sjóðs í eigu fjárfestingarfélagsins ADQ í furstadæminu Abú Dabí. Innherji 31. desember 2022 14:49
Árið á verðbréfamarkaði – raðirnar þéttar Undangengin útboð og öflugar nýskráningar og markvissar umbætur hafa átt helstan þátt því að við erum komin á þennan stað, bæði hvað varðar FTSE flokkunina og aukinn áhuga á markaðnum að öðru leyti. Til að við getum gert enn betur sem og aukið líkur á að færa okkur ofar í gæðaflokkun bæði hjá FTSE og MSCI verður að eiga sér stað áframhaldandi samtal við markaðsaðila og stjórnvöld um markaðsumbætur, sem meðal annars krefjast laga- og reglugerðabreytinga. Umræðan 31. desember 2022 13:00
Ingibjörg og eigendur Eskju kaupa Hótel Selfoss Hið nýstofnaða eignarhaldsfélag JAE, sem er meðal annars í eigu Ingibjargar Pálmadóttur fjárfestis og eigenda útgerðarfyrirtækisins Eskju, hefur gengið frá kaupum á Hótel Selfoss. Áður hafði sama félag fyrr á árinu einnig eignast Hótel Vestmannaeyjar. Innherji 31. desember 2022 10:34
LSR fyrsti af stóru lífeyrissjóðunum sem fjárfestir í Alvotech Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) var í hópi innlendra fjárfesta, ásamt meðal annars þremur öðrum lífeyrissjóðum, sem komu að fjármögnun á líftæknilyfjafyrirtækinu Alvotech fyrr í þessum mánuði með kaupum á skuldabréfum sem eru breytanleg í almenn hlutabréf að einu ári liðnu, samkvæmt heimildum Innherja. Á meðal þriggja langsamlega stærstu lífeyrissjóða landsins – LSR, LIVE og Gildis – er LSR fyrsti sjóðurinn sem kemur að fjármögnun á Alvotech en það er í dag orðið verðmætasta fyrirtækið í Kauphöllinni. Innherji 29. desember 2022 10:31
Hnoðaður til lífs um borð í þotu Icelandair Bandarískur karlmaður var hnoðaður til lífs um borð í þotu Icelandair að kvöldi jóladags, sem var þá á leið frá Íslandi til Seattle í Bandaríkjunum. Svo heppilega vildi til að tveir læknar voru með í för, sem aðstoðuðu flugþjón við að koma manninum til bjargar. Innlent 27. desember 2022 06:16
Hrifinn af því að gefa almenningi hlut ríkisins í Íslandsbanka Fjármálaráðherra segist vera hrifinn af því að dreifa hlutabréfum ríkisins Íslandsbanka til almennings. Hann vill losa um eignarhald ríkisins þegar markaðsaðstæður eru hagfelldar. Fjármálaeftirlitið lýkur ekki við athugun á sölunni á þessu ári. Innlent 25. desember 2022 18:21
Blómaskeið er framundan í fjarskiptum með frekari snjallvæðingu Með frekari snjallvæðingu telur Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova, að blómaskeið sé framundan í fjarskiptum. „Tækifærin eru svo sannarlega til staðar hjá okkur með sterka innviði og með þeim miklu breytingum sem hafa verið undanfarið á fjarskiptamarkaðnum. Nova er sterkt innviðafyrirtæki og það er spennandi og skemmtilegt ár fram undan,“ segir hún. Innherji 25. desember 2022 14:14
Hampiðjan fer í vísitöluna First North 25 við upphaf nýs árs Hampiðjan mun fara í vísitöluna First North 25 við upphaf nýs árs. Um er að ræða vísitölu þeirra fyrirtækja sem eru stærst og mest viðskipti er með á Nasdaq First North og First North Premier mörkuðunum á Norðurlöndunum. Þau lönd sem tilheyra þessum mörkuðum eru Danmörk, Finnland, Ísland og Svíþjóð. Innherji 23. desember 2022 10:10
Alvotech skákar Marel sem verðmætasta félagið eftir 40 prósenta hækkun í dag Markaðsvirði Alvotech hefur rokið upp í dag og er nú meira en Marels sem hefur verið verðmætasta fyrirtækið í Kauphöllinni frá fjármálahruni ef undanskilin eru fáein ár þar sem Össur var líka skráð á markað hérlendis. Innherji 22. desember 2022 11:00
Alvotech færist nær því að fá markaðsleyfi fyrir stærsta lyf sitt í Bandaríkjunum Bandaríska lyfjaeftirlitið (FDA) hefur lokið umsókn Alvotech um markaðsleyfi fyrir líftæknilyfjahliðstæðu með útskiptileika við gigtarlyfið Humira í háum styrk, sem er mest selda lyf í heimi, og staðfest að framlögð gögn íslenska félagsins sýni fram á að allar kröfur séu uppfylltar. Veiting markaðsleyfis í Bandaríkjunum er nú háð fullnægjandi niðurstöðu endurúttektar eftirlitsins á framleiðsluaðstöðu fyrirtækisins í Reykjavík. Innherji 22. desember 2022 09:41