Innherji

Sakar SKE um „í­hlutun í­hlutunnar vegna“ en sé ekki að gæta hags­muna al­mennings

Hörður Ægisson skrifar
Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Síldarvinnslunnar, skaut föstum skotum á Samkeppniseftirlitið á aðalfundi fyrr í dag. Hann spurði hvort önnur lögmál giltu um erlend sjávarútvegsfyrirtæki hér á landi, og hvort eftirlitsstofnanir beiti sér síður gegn þeim.
Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Síldarvinnslunnar, skaut föstum skotum á Samkeppniseftirlitið á aðalfundi fyrr í dag. Hann spurði hvort önnur lögmál giltu um erlend sjávarútvegsfyrirtæki hér á landi, og hvort eftirlitsstofnanir beiti sér síður gegn þeim. Vísir/Vilhem

Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Síldarvinnslunnar, gagnrýnir harðlega starfshætti Samkeppniseftirlitsins, sem rannsakar núna eignatengsl félagsins og Samherja, og spyr hvaða hagsmuni stofnunin er að verja hér á landi og hvaða samkeppni hún telur sig standa vörð um. Hann segir eftirlitið gera sjávarútvegsfélögum erfitt um vik á erlendum mörkuðum í samkeppni við risavaxna keppinauta samhliða því að íslensku fyrirtækin verða alltaf hlutfallslega minni og minni.


Tengdar fréttir

Síldarvinnslan blæs til sóknar og samlegðar

Kaup Síldarvinnslunnar á Vísi eru um margt merkileg. Ekki aðeins vegna stærðargráðunnar – heildarkaupverðið nemur 31 milljarði að teknu tilliti til vaxtaberandi skulda að upphæð 11 milljarða – heldur eins að þau eru að meirihluta (70%) fjármögnuð með hlutabréfum í Síldarvinnslunni. Eigendur Vísis munu þannig verða fimmti stærsti hluthafinn í útgerðarrisanum fyrir austan með liðlega 8,5 prósenta hlut þegar viðskiptin klárast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×