Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Óskar Hrafn hættur störfum sem þjálfari Breiðabliks

Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur tilkynnt starfslok sín hjá Breiðablik. Hann óskaði þess sjálfur að klára riðlakeppni Sambandsdeildarinnar með félaginu en var tilkynnt á föstudag að svo yrði ekki og hann myndi láta af störfum eftir leik Breiðabliks gegn Stjörnunni. 

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Vin­skapur nafnanna settur til hliðar í dag: „Á­byggi­­lega furðu­­legt fyrir hann“

Ragnar Bragi Sveins­son, fyrir­liði Fylkis, segir þægi­legt fyrir sitt lið að vita að það hafi ör­lögin í sínum höndum fyrir mikil­vægan leik gegn Fram í einum af fall­bar­áttuslag dagsins í loka­um­ferð Bestu deildarinnar í fót­bolta. Ragnar Sigurðs­son, þjálfari Fram, er upp­alinn Fylki­s­maður og vinur Ragnars Braga sem telur furðu­lega stöðu blasa við vini sínum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Það er ekkert nægi­lega gott nema sigur“

Matthías Vilhjálmsson er sigurvegari sem þrífst best í umhverfi þar sem sigur er skylda frekar en forréttindi. Matthías er fjölhæfur leikmaður sem líður þó best sem fremsta manni. Flottustu mörk hans á ferlinum eiga nærri öll rætur sínar að rekja á sparkvöll á Ísafirði.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: FH - Þór/KA 0-0 | Fjör en engin mörk í Krikanum

FH og Þór/KA gerðu markalaust jafntefli í lokaumferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í dag. Tækifærin til að skora voru svo sannarlega til staðar og Akureyringar fengu fleiri og betri færi í leiknum. En þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma var Snædís María Jörundsdóttir hársbreidd frá því að tryggja FH-ingum stigin þrjú þegar hún skaut í stöng.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kjóstu leik­mann mánaðarins í Bestu deild karla

Tveir leik­menn frá Val, einn úr KR, einn úr KA og einn úr Stjörnunni eru til­­­nefndir í kjörinu á besta leik­manni ágúst­­mánaðar í Bestu deild karla í fót­­bolta. Til­­kynnt var um til­­­nefningarnar í Stúkunni á Stöð 2 Sport á dögunum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Mér var vel tekið og fyrir það er ég of­­boðs­­lega þakk­látur“

Davíð Smári Lamu­de, þjálfari fót­bolta­liðs Vestra sem á dögunum tryggði sér sæti í Bestu deild karla í fyrsta sinn í sögu fé­lagsins, segist aldrei hafa órað fyrir því að hann myndi stýra liði á Laugar­dals­velli í jafn stórum og mikil­vægum leik og úr­slita­leikur Vestra og Aftur­eldingar í um­spili Lengju­deildarinnar á dögunum var. Hann er þakk­látur Vest­firðingum fyrir góðar mót­tökur á hans fyrsta tíma­bili sem þjálfari Vestra.

Íslenski boltinn