KSÍ svarar Fram fullum hálsi: „Þennan málflutning er ekki hægt að sætta sig við“ KSÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir vísa yfirlýsingu Fram til föðurhúsana. Framarar eru ósáttir við meðferðina á máli þeirra gagnvart KSÍ hvernig var skorið úr hvaða lið fara upp úr fyrstu deild karla. Íslenski boltinn 16. desember 2020 18:13
Nýliðarnir ráða þjálfarann sem yfirmann knattspyrnumála Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur verið ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Keflavík, nýliðum Pepsi Max deildarinnar sumarið 2021. Íslenski boltinn 16. desember 2020 18:01
Þýskt félag með Karólínu í sigtinu Þýskt félag vill fá Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, leikmann Breiðabliks og íslenska landsliðsins. Íslenski boltinn 16. desember 2020 16:30
Segir Ara Frey ekki vera á leiðinni á Hlíðarenda Edvard Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, tók fyrir það að félagið væri í viðræðum við landsliðsmanninn Ara Frey Skúlason um að spila með félaginu í Pepsi Max deildinni næsta sumar. Íslenski boltinn 16. desember 2020 16:01
Fylkir missir fyrirliðann til Svíþjóðar Berglind Rós Ágústsdóttir er gengin í raðir Örebro frá Fylki. Hún skrifaði undir tveggja ára samning við sænska félagið. Íslenski boltinn 16. desember 2020 15:01
Tilkynning frá Fram: „Gera verður þá kröfu til KSÍ að allir fái sömu málsmeðferð“ Knattspyrnudeild Fram birti rétt í þessu fréttatilkynningu til þess að útskýra á hvaða grundvelli félagið hefur ákveðið að vísa ágreiningsmáli við KSÍ til áfrýjunardómstóls ÍSÍ. Íslenski boltinn 16. desember 2020 14:05
Skúbb í Sportinu í dag: Ari Freyr í viðræðum við Val Rikki G. sagði frá því í hlaðvarpsþættinum Sportinu í dag að landsliðsbakvörðurinn Ari Freyr Skúlason sé mjög líklegur til að snúa aftur á heimaslóðir sínar í Val fyrir komandi tímabil í Pepsi Max deildinni. Íslenski boltinn 16. desember 2020 12:30
Fram áfrýjar til dómstóla ÍSÍ Knattspyrnudeild Fram hefur ákveðið að áfrýja úrskurði áfrýjunardómstóls KSÍ í máli Fram gegn stjórn sambandinu til dómstóla Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Fótbolti 16. desember 2020 10:51
Íslenskar getraunir gefa íþróttafélögum landsins sextíu milljónir Íslenskar getraunir ákváðu í dag að gefa rúmlega 60 milljónir íslenskra króna í sérstakan styrk til afreksdeilda í fót-, hand-, og körfubolta. Sport 15. desember 2020 20:46
Ólafur Karl aftur í Stjörnuna Sóknarmaðurinn Ólafur Karl Finsen hefur skrifað undir samning við Stjörnuna og mun leika með liðinu í Pepsi Max deild karla á næstu leiktíð. Íslenski boltinn 15. desember 2020 18:06
KSÍ styrkir félögin í landinu um 70 milljónir: ÍBV og Þróttur R. fá mest samanlagt Knattspyrnusamband Íslands gaf það út í dag að sambandið myndi styrkja aðildarfélög landsins um 70 milljónir króna. Var þetta samþykkt á stjórnarfundi KSÍ þann 10. desember síðastliðinn. Fótbolti 15. desember 2020 12:31
Hólmfríður aftur á Selfoss eftir stutta Noregsdvöl Hólmfríður Magnúsdóttir er gengin í raðir Selfoss á ný eftir stutta dvöl hjá Avaldsnes í Noregi. Hún samdi til eins árs við Selfoss. Íslenski boltinn 11. desember 2020 13:52
Framkvæmdastjóri KA segir ímynd íslenskrar knattspyrnu vera laskaða Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, telur að ímynd íslenskrar knattspyrnu sé löskuð eftir umræðuna í kringum kvennalandsliðið undanfarið. Íslenski boltinn 11. desember 2020 13:01
Hlín í atvinnumennskuna Hlín Eiríksdóttir, landsliðskona í fótbolta, hefur samið við sænska úrvalsdeildarliðið Piteå. Íslenski boltinn 11. desember 2020 11:56
KR skoðar sín mál en Fram virðist ekki ætla að halda áfram KR-ingar ætla að skoða sín mál og hafa ekki tekið ákvörðun með framhaldið eftir að áfrýjunardómstóll KSÍ staðfesti úrskurð aga- og úrskurðarnefndar. Þá var máli Fram vísað frá og virðist sem Fram ætli ekki lengra með málið. Fótbolti 11. desember 2020 07:01
Arnar hefur rætt við forráðamenn KSÍ: „Ef einhver býður mér að taka við íslenska A-landsliðinu þá segi ég já“ Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ og þjálfari U21 árs landsliðsins, hefur áhuga á því að gerast A-landsliðsþjálfari. Segir Arnar að hann hafi rætt við forráðamenn KSÍ líkt og aðrir kandídatar. Þetta sagði hann í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum í kvöld. Fótbolti 10. desember 2020 18:17
Undanþágubeiðni KSÍ einnig samþykkt Knattspyrnusamband Íslands fékk undanþágubeiðni samþykkta svo lið í næstefstu deild, Lengjudeildinni, mega hefja æfingar. Íslenski boltinn 10. desember 2020 17:00
Heimavöllurinn stækkar við sig | Forsala á Lyon-treyju Söru Bjarkar Heimavöllurinn er að færa út kvíarnar og hefur nú opnað sína eigin vefsíðu. Á síðunni er hægt að kaupa treyju Evrópumeistarans Söru Bjarkar Gunnarsdóttur. Hægt er að fá áritaða Lyon-treyju frá landsliðsfyrirliðanum þangað til á miðnætti í kvöld. Fótbolti 10. desember 2020 07:01
KSÍ dæmt í hag í málum KR og Fram gegn stjórn sambandsins Áfrýjunardómstóll Knattspyrnusambands Íslands hefur staðfest úrskurð aga- og úrskurðarnefndar í máli KR gegn stjórn KSÍ. Þá var máli Fram gegn stjórninni vísað frá. Íslenski boltinn 9. desember 2020 14:18
Arnór Smárason í Val Arnór Smárason hefur skrifað undir tveggja ára samning við Val. Hann kemur til Íslandsmeistaranna frá Lillestrøm. Íslenski boltinn 9. desember 2020 12:00
Eiður Aron aftur í ÍBV Miðvörðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson er snúinn aftur í raðir ÍBV. Þetta kom fram í fréttatilkynningu sem Eyjamenn sendu út nú rétt í þessu. Íslenski boltinn 8. desember 2020 18:46
Misjafnt eftir félögum hvort bæði karlar og konur megi æfa vegna nýju reglnanna Breytingar á sóttvarnareglum leggjast misvel í íþróttahreyfinguna. Hjá sumum félögum má meistaraflokkur karla æfa en ekki meistaraflokkur kvenna, og öfugt. Sport 8. desember 2020 15:35
Æfingabanni aflétt í efstu deildum Íþróttafólk í efstu deildum fékk góðar fréttir eftir ríkisstjórnarfund í dag. Sport 8. desember 2020 11:56
Niðurstaða í málum KR og Fram liggur fyrir á morgun eða hinn Niðurstaða áfrýjunardómstóls KSÍ í málum KR og Fram ætti að liggja fyrir á morgun eða hinn. Íslenski boltinn 8. desember 2020 11:48
Jón Þór bíður eftir fundi með KSÍ og stelpunum Framtíð Jóns Þórs Haukssonar sem þjálfara A-landsliðs kvenna er talin hanga á bláþræði í kjölfar framkomu þjálfarans gagnvart leikmönnum eftir frækinn sigur á Ungverjalandi í vikunni. Með sigrinum tryggði landsliðið sér sæti á Evrópumótinu 2022. Íslenski boltinn 5. desember 2020 23:21
Arnar um að Kári verði áfram: Jákvætt fyrir mig, klúbbinn og hann sjálfan Miðvörðurinn Kári Árnason skrifaði undir nýjan samning við Víking í dag. Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Kára sem og Arnar Gunnlaugsson, þjálfara Víkinga. Íslenski boltinn 4. desember 2020 22:16
Hefði verið skelfilegt og skilið eftir óbragð í munninum að enda þetta svona Kári Árnason skrifaði í dag undir framlengingu á samningi sínum við Víking. Varnarjaxl íslenska landsliðsins og Víkings gat ekki látið þetta vonbrigða ár verið sitt síðasta á ferlinum. Fótbolti 4. desember 2020 19:45
Örvar í Kórinn Örvar Eggertsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við HK. Hann kemur til liðsins frá Fjölni sem hann lék með í sumar. Íslenski boltinn 4. desember 2020 14:11
Kári Árnason búinn að skrifa undir nýjan samning við Víkinga Kári Árnason og Þórður Ingason skrifuðu í dag undir eins árs samning við Víking og verða því með Fossvogsliðinu í Pepsi Max deild karla sumarið 2021. Íslenski boltinn 4. desember 2020 12:01
Rakel hefur leikið sinn síðasta landsleik Síðasti landsleikur Rakelar Hönnudóttur var leikurinn sem tryggði Íslandi sæti á EM 2022. Fótbolti 4. desember 2020 11:44