Finnur sársauka í hverjum leik og var sagt að hætta en styrkir Blika í Meistaradeild Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2021 16:33 Alexandra Soree mun leika með Breiðabliki í Meistaradeildinni. Instagram/@zandysoree og Hulda Margrét Belgíska landsliðskonan Alexandra Soree hefur fengið undanþágu til félagaskipta í Breiðablik og verður með liðinu í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta sem hefst í næstu viku. Sérfræðingar sögðu að hún þyrfti að hætta í fótbolta þegar hún var unglingur. Blikar taka á móti stórliði PSG næsta miðvikudag og verða þá með tvo nýja leikmenn í sínum hópi; Soree og Karen Maríu Sigurgeirsdóttur sem Blikar kynntu til leiks fyrr í dag. Alexandra Soree, eða Zandy eins og hún er kölluð, á sér merkilega sögu. Þessi 23 ára gamla knattspyrnukona greindist með erfiðan sjúkdóm þegar hún var 16 ára og var sagt að hún yrði að hætta að spila fótbolta. Þess í stað hefur hún spilað í gegnum mikinn sársauka, náð að spila fjóra A-landsleiki fyrir Belgíu og komist að hjá tveimur félögum í bandarísku úrvalsdeildinni. Zandy skrifaði grein um veikindi sín á vefsíðunni Untold Athletes. Þar kemur fram að hún greindist með „segamyndun í djúpum bláæðum“ (e. deep vein thrombosis) eftir högg sem hún fékk á æfingu í febrúar 2015. Síðan þá hefur hún fundið sársauka í öðrum fætinum í hverjum einasta fótboltaleik sem hún hefur spilað. Eftir tvær aðgerðir var ljóst að hún myndi ekki losna við blóðtappa sem höfðu myndast og Zandy hringdi því í þjálfarann sem til stóð að hún myndi spila fyrir í Mið-Flórída háskólanum, til að segja að hún yrði ekki með. Þjálfarinn svaraði ekki og eftir að hafa fylgst með HM 2015 í sjónvarpinu varð Zandy staðráðinn í að halda áfram að spila fótbolta. Gat ekki skokkað út götuna Í grein sinni segir Zandy að það hafi tekið mikið á andlega að halda áfram að spila fótbolta – hún hafi fundið fyrir ótrúlegum sársauka og varla getað skokkað út götuna sína fyrst um sinn. Eftir að hún sneri aftur á fótboltavöllinn, og komst á sífellt hærra stig fótboltans, hafi hún svo þurft að forðast þá hugsun að hún stæðist öðrum ekki snúninginn því þær væru ekki með veikan fót. Andlega glíman hafi á endanum orðið erfiðari en sú líkamlega. Zandy lék í þrjú tímabil í bandaríska háskólaboltanum og fékk svo atvinnumannsamning hjá Orlando Pride árið 2020. Hún samdi við Houston Dash í byrjun þessa árs en sá samningur rann út í sumar og gat Breiðablik því fengið undanþágu til félagaskipta fyrir Zandy fyrir keppni í Meistaradeildinni. Hún er hins vegar ekki gjaldgeng í bikarúrslitaleiknum gegn Þrótti á föstudag. Zandy er frá Bandaríkjunum en einnig með belgískan ríkisborgararétt og lék því með yngri landsliðum Belgíu og svo A-landsliðinu eins og fyrr segir. Fyrsti leikur Breiðabliks í Meistaradeildinni í vetur verður gegn PSG á miðvikudag og standa vonir til að leikurinn fari fram á Kópavogsvelli. Liðið er einnig í riðli með Real Madrid frá Spáni og Kharkiv frá Úkraínu. Riðlakeppnin stendur yfir fram í miðjan desember og komast tvö lið áfram í 16-liða úrslit. Breiðablik Pepsi Max-deild kvenna Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Sjá meira
Blikar taka á móti stórliði PSG næsta miðvikudag og verða þá með tvo nýja leikmenn í sínum hópi; Soree og Karen Maríu Sigurgeirsdóttur sem Blikar kynntu til leiks fyrr í dag. Alexandra Soree, eða Zandy eins og hún er kölluð, á sér merkilega sögu. Þessi 23 ára gamla knattspyrnukona greindist með erfiðan sjúkdóm þegar hún var 16 ára og var sagt að hún yrði að hætta að spila fótbolta. Þess í stað hefur hún spilað í gegnum mikinn sársauka, náð að spila fjóra A-landsleiki fyrir Belgíu og komist að hjá tveimur félögum í bandarísku úrvalsdeildinni. Zandy skrifaði grein um veikindi sín á vefsíðunni Untold Athletes. Þar kemur fram að hún greindist með „segamyndun í djúpum bláæðum“ (e. deep vein thrombosis) eftir högg sem hún fékk á æfingu í febrúar 2015. Síðan þá hefur hún fundið sársauka í öðrum fætinum í hverjum einasta fótboltaleik sem hún hefur spilað. Eftir tvær aðgerðir var ljóst að hún myndi ekki losna við blóðtappa sem höfðu myndast og Zandy hringdi því í þjálfarann sem til stóð að hún myndi spila fyrir í Mið-Flórída háskólanum, til að segja að hún yrði ekki með. Þjálfarinn svaraði ekki og eftir að hafa fylgst með HM 2015 í sjónvarpinu varð Zandy staðráðinn í að halda áfram að spila fótbolta. Gat ekki skokkað út götuna Í grein sinni segir Zandy að það hafi tekið mikið á andlega að halda áfram að spila fótbolta – hún hafi fundið fyrir ótrúlegum sársauka og varla getað skokkað út götuna sína fyrst um sinn. Eftir að hún sneri aftur á fótboltavöllinn, og komst á sífellt hærra stig fótboltans, hafi hún svo þurft að forðast þá hugsun að hún stæðist öðrum ekki snúninginn því þær væru ekki með veikan fót. Andlega glíman hafi á endanum orðið erfiðari en sú líkamlega. Zandy lék í þrjú tímabil í bandaríska háskólaboltanum og fékk svo atvinnumannsamning hjá Orlando Pride árið 2020. Hún samdi við Houston Dash í byrjun þessa árs en sá samningur rann út í sumar og gat Breiðablik því fengið undanþágu til félagaskipta fyrir Zandy fyrir keppni í Meistaradeildinni. Hún er hins vegar ekki gjaldgeng í bikarúrslitaleiknum gegn Þrótti á föstudag. Zandy er frá Bandaríkjunum en einnig með belgískan ríkisborgararétt og lék því með yngri landsliðum Belgíu og svo A-landsliðinu eins og fyrr segir. Fyrsti leikur Breiðabliks í Meistaradeildinni í vetur verður gegn PSG á miðvikudag og standa vonir til að leikurinn fari fram á Kópavogsvelli. Liðið er einnig í riðli með Real Madrid frá Spáni og Kharkiv frá Úkraínu. Riðlakeppnin stendur yfir fram í miðjan desember og komast tvö lið áfram í 16-liða úrslit.
Breiðablik Pepsi Max-deild kvenna Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Sjá meira