Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

FH fær vinstri bakvörð Fram

Nýliðar Fram halda áfram að missa leikmenn úr sínum röðum en vinstri bakvörðurinn Haraldur Einar Ásgrímsson hefur samið við FH um mun leika með félaginu næstu þrjú árin.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Arna Sif aftur til Vals

Arna Sif Ásgrímsdóttir er gengin í raðir Íslandsmeistara Vals frá Þór/KA. Hún þekkir vel til hjá Val eftir að hafa leikið með liðinu árin 2016 og 2017.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Zamora­no í Sel­foss

Hinn 26 ára gamli Gonzalo Zamorano er genginn í raðir Selfyssinga og mun leika með liðinu í Lengjudeild karla í knattspyrnu á næstu leiktíð. Zamorano lék síðast með ÍBV hér á landi og heldur sig við Suðurlandið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fá milljónir í bætur vegna EM-fara

Knattspyrnufélög munu í fyrsta sinn fá bætur vegna þátttöku leikmanna á Evrópumóti kvenna í fótbolta vegna mótsins sem fram fer á Englandi næsta sumar. Ljóst er að þetta mun koma sér vel fyrir Breiðablik og Val, og hugsanlega fleiri íslensk félög.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Áfall fyrir Pétur og Blika

Útlit er fyrir að framherjinn stóri og stæðilegi Pétur Theodór Árnason hafi slitið krossband í hné í þriðja sinn á ferlinum, á æfingu Breiðabliks í gær.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Aron Kristófer gengur í raðir KR

KR-ingar halda áfram að styrkja sig fyrir komandi átök næsta sumar en Aron Kristófer Lárusson hefur samið við félagið til fjögurra ára. Hann kemur frá ÍA en lék þar áður með Þór Akureyri.

Íslenski boltinn