„Gekk einfaldlega allt upp hjá okkur í dag“ Kári Mímisson skrifar 14. maí 2023 22:40 Rúnar Páll var mjög sáttur að leik loknum. Vísir/Diego Fylkir vann glæsilegan 3-1 sigur á Fram í Bestu deild karla. Fyrir leik voru fyrstu bikarhafar Fylkis heiðraðir og strákarnir náðu í þrjú stig fyrir þá hér í kvöld. Rúnar Páll Sigmundsson var að vonum ánægður með sigurinn og sagði að þetta hafi verið einn af þessum leikjum þar sem allt gekk upp. „Það er bara frábært fyrir okkur að geta heiðrað þessa snillinga með góðum sigri. Mér fannst við vera ótrúlega góðir í dag. Fáum á okkur klaufalegt mark í byrjun leiks en síðan fannst mér við bara vera fínir. Við komumst inn í leikinn síðustu 25 mínúturnar í fyrri hálfleik og komum bara ágætlega sáttir inn í hálfleik.“ „Skorum tvö auka frábær mörk í seinni hálfleik. Mörk tvö og þrjú eru algjör snilldar mörk. Einnig var markið í fyrri hálfleik algjör snilld og ótrúlega vel gert. Það var góður heildarbragur á liðinu. Við vörðumst vel og sérstaklega í föstum leikatriðum, Óli ver víti og það gekk einfaldlega allt upp hjá okkur í dag. Ég er bara hrikalega stoltur af liðinu. Það var kærkomið að fá þessi þrjú stig í dag.“ Ólafur Karl Finsen skoraði fyrsta mark Fylkis þegar hann jafnaði leikinn 1-1. Ólafur vippaði boltanum afar fallega yfir nafna sinn Ólaf Íshólm í marki Fram. Rúnar var að vonum ánægður með Ólaf eftir leik. „Þetta var snilldarleg afgreiðsla og þetta er bara Óli Kalli. Hann er svo góður í fótbolta að það hálfa væri nóg. Það er bara snilld að hafa hann hérna í okkar röðum. “ Fram voru betri aðili leiksins framan af og stjórnuðu öllu inni á vellinum. Er þetta eitthvað sem Rúnar hefur áhyggjur af? „Þeir voru kannski meira með boltann en þeir gerðu nú ekkert meira eftir að þeir skoruðu þetta mark. Ég hef engar áhyggjur af því. Við vorum með fínt skipulag. Við fórum aðeins framar og breytum aðeins eftir að þeir skoruðu markið, ýtum Nikulás Val aðeins hærra upp og fórum í 4-4-2. Við það breytist leikurinn smá og við náðum að ýta aðeins hærra á þá. Framararnir sköpuðu sér ekkert í sjálfu sér þó þeir væru meira með boltann. Framararnir eru með gott lið og um leið og við gefum þeim eitthvað svæði eða pláss þá geta þeir sundur spilað þig. Þeir gerðu það ekki í dag við okkur. Mér fannst við bara spila þennan leik í dag ágætlega þrátt fyrir að þeir hafi verið meira með boltann þarna í fyrri hálfleik.“ Þriðja mark Fylkis var einkar glæsilegt og virtist koma beint af æfingasvæðinu. Kom það beint af æfingarsvæðinu? „Nei, það held ég nú ekki. Þetta eru bara góðir fótboltamenn og þeir taka ákvörðunina um að gera þetta svona þá er það bara frábært. Frábær sending frá Bigga og aggresíft hlaup hjá Orra. En nei, nei þetta er ekkert af æfingasvæðinu.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fylkir Tengdar fréttir Leik lokið: Fylkir – Fram 3-1 | Heimamenn komu til baka og sendu KR á botninn Fylkir kom til baka gegn Fram í 7. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu eftir að lenda 0-1 undir. Sigur Fylkis þýðir að KR er komið á botn Bestu deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 14. maí 2023 21:15 Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Þruman skellti í lás og tók forystuna Körfubolti Fleiri fréttir „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Sjá meira
„Það er bara frábært fyrir okkur að geta heiðrað þessa snillinga með góðum sigri. Mér fannst við vera ótrúlega góðir í dag. Fáum á okkur klaufalegt mark í byrjun leiks en síðan fannst mér við bara vera fínir. Við komumst inn í leikinn síðustu 25 mínúturnar í fyrri hálfleik og komum bara ágætlega sáttir inn í hálfleik.“ „Skorum tvö auka frábær mörk í seinni hálfleik. Mörk tvö og þrjú eru algjör snilldar mörk. Einnig var markið í fyrri hálfleik algjör snilld og ótrúlega vel gert. Það var góður heildarbragur á liðinu. Við vörðumst vel og sérstaklega í föstum leikatriðum, Óli ver víti og það gekk einfaldlega allt upp hjá okkur í dag. Ég er bara hrikalega stoltur af liðinu. Það var kærkomið að fá þessi þrjú stig í dag.“ Ólafur Karl Finsen skoraði fyrsta mark Fylkis þegar hann jafnaði leikinn 1-1. Ólafur vippaði boltanum afar fallega yfir nafna sinn Ólaf Íshólm í marki Fram. Rúnar var að vonum ánægður með Ólaf eftir leik. „Þetta var snilldarleg afgreiðsla og þetta er bara Óli Kalli. Hann er svo góður í fótbolta að það hálfa væri nóg. Það er bara snilld að hafa hann hérna í okkar röðum. “ Fram voru betri aðili leiksins framan af og stjórnuðu öllu inni á vellinum. Er þetta eitthvað sem Rúnar hefur áhyggjur af? „Þeir voru kannski meira með boltann en þeir gerðu nú ekkert meira eftir að þeir skoruðu þetta mark. Ég hef engar áhyggjur af því. Við vorum með fínt skipulag. Við fórum aðeins framar og breytum aðeins eftir að þeir skoruðu markið, ýtum Nikulás Val aðeins hærra upp og fórum í 4-4-2. Við það breytist leikurinn smá og við náðum að ýta aðeins hærra á þá. Framararnir sköpuðu sér ekkert í sjálfu sér þó þeir væru meira með boltann. Framararnir eru með gott lið og um leið og við gefum þeim eitthvað svæði eða pláss þá geta þeir sundur spilað þig. Þeir gerðu það ekki í dag við okkur. Mér fannst við bara spila þennan leik í dag ágætlega þrátt fyrir að þeir hafi verið meira með boltann þarna í fyrri hálfleik.“ Þriðja mark Fylkis var einkar glæsilegt og virtist koma beint af æfingasvæðinu. Kom það beint af æfingarsvæðinu? „Nei, það held ég nú ekki. Þetta eru bara góðir fótboltamenn og þeir taka ákvörðunina um að gera þetta svona þá er það bara frábært. Frábær sending frá Bigga og aggresíft hlaup hjá Orra. En nei, nei þetta er ekkert af æfingasvæðinu.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fylkir Tengdar fréttir Leik lokið: Fylkir – Fram 3-1 | Heimamenn komu til baka og sendu KR á botninn Fylkir kom til baka gegn Fram í 7. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu eftir að lenda 0-1 undir. Sigur Fylkis þýðir að KR er komið á botn Bestu deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 14. maí 2023 21:15 Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Þruman skellti í lás og tók forystuna Körfubolti Fleiri fréttir „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Sjá meira
Leik lokið: Fylkir – Fram 3-1 | Heimamenn komu til baka og sendu KR á botninn Fylkir kom til baka gegn Fram í 7. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu eftir að lenda 0-1 undir. Sigur Fylkis þýðir að KR er komið á botn Bestu deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 14. maí 2023 21:15
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó