Svigrúm lífeyrissjóða til fjárfestinga erlendis verður aukið verulega á næstu árum Heimildir íslensku lífeyrissjóðanna til fjárfestinga í erlendum gjaldmiðlum verður rýmkað nokkuð á komandi árum þannig að lögbundið hámark erlendra eigna verður fært úr því að mega vera að hámarki 50 prósent af heildareignum sjóðanna upp í 65 prósent. Mun þessi breyting taka gildi í fimmtán jafn stórum skrefum á árunum 2024 til 2038. Innherji 9. mars 2022 16:33
Ein mesta gjaldeyrissala í meira en áratug til að sporna gegn veikingu krónunnar Seðlabanki Íslands beitti ítrekuðum inngripum á gjaldeyrismarkaði í dag til að vega á móti miklum þrýstingi til lækkunar á gengi krónunnar en hún féll engu að síður í verði um liðlega 1,5 til 1,9 prósent gagnvart evrunni og Bandaríkjadal. Innherji 7. mars 2022 17:57
Vægi erlendra eigna stóru sjóðanna hélt enn að aukast þótt krónan hafi styrkst Hlutfall erlendra eigna tveggja stærstu lífeyrissjóða landsins, sem eru með eignir upp á samanlagt meira en 2.500 milljarða króna, jókst enn frekar á árinu 2021. Á fjórum árum hefur hlutfallslegt vægi slíkra eigna hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR) og Lífeyrissjóði verslunarmanna (LIVE) hækkað um eða yfir 40 prósent og færst stöðugt nær lögbundnu hámarki sem kveður á um að erlendar fjárfestingar lífeyrissjóða megi ekki vera meiri en sem nemur helmingi af heildareignum þeirra. Innherji 28. febrúar 2022 19:00
Verðbólga eykst í 6,2 prósent Ársverðbólga mælist nú 6,2% en hún var 5,7% í janúar. Tólf mánaða verðbólga mældist síðast hærri í mars 2012 þegar hún var 6,40%. Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í febrúar 2022, hækkar um 1,16% frá janúar og vísitalan án húsnæðis um 1,26%. Viðskipti innlent 25. febrúar 2022 09:06
Allir studdu 75 punkta vaxtahækkun, óttast „hringrás verðlags- og launahækkana“ Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands viðraði áhyggjur af „mögulegum annarrar umferðar áhrifum af verðhækkun innfluttrar vöru og launahækkunum“ á fundi sínum í byrjun þessarar mánaðar. Afleiðingarnar gætu birst í meiri og almennari verðhækkunum á vöru og þjónustu til þess að bregðast við auknum innfluttum verðbólguþrýstingi og hærri launakostnaði sem gæti „framkallað hringrás verðlags- og launahækkana.“ Innherji 23. febrúar 2022 16:45
Verðbólga gæti farið í 7 prósent ef ekki tekst að hemja íbúðaverð í bráð Nýjar tölur um hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu eru til þess fallnar að „lyfta upp“ verðbólguspám fyrir næstu mánuði og með þessu áframhaldi gæti verðbólga farið upp í 7 prósent áður en hún tekur að hjaðna. Þetta segir Konráð S. Guðjónsson, aðalhagfræðingur sjóðastýringarfélagsins Stefnis. Innherji 16. febrúar 2022 13:26
Bankarnir vænta aukinnar verðbólgu í febrúar, Arion með dekkstu spána Spár greiningadeilda bankanna um næstu verðbólgumælingu liggja á bilinu 5,8 prósent og 6,1 prósent á ársgrundvelli. Útlit er fyrir að innfluttur verðbólguþrýstingur verði þrálátari en áður var talið og að áfram verði spenna á fasteignamarkaði. Innherji 14. febrúar 2022 14:38
Sátt verði að ríkja um fyrirtæki sem rekin eru í þágu þjóðar Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir að það sé hennar helsta verkefni að reka bankann vel, tryggja aðgengi að fjármálaþjónustu á sanngjörnum kjörum en líka að tryggja að eign þjóðarinnar rýrni ekki í verði. Viðskipti innlent 10. febrúar 2022 13:47
Raunhæfar aðgerðir til handa heimilum Vaxandi verðbólga veldur eðlilega ákveðnum áhyggjum og það mun skipta máli hvernig brugðist verður við þeirri stöðu. Það er því rétt að fara yfir stöðuna eins og hún er. Það er ljóst að kaupmáttur launa hefur ekki verið hærri í mjög langan tíma. Skoðun 10. febrúar 2022 09:30
Seðlabankastjóri segir „algjör öfugmæli að tala um neyðarástand“ „Það þýðir ekki að tala um mikilvægi þess að ná niður verðbólgunni í einu orðinu en í því hinu að boða aðgerðir sem búa til brennsluefni fyrir hana með því að auka neysluna,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri í viðtali við Innherja. Innherji 9. febrúar 2022 19:55
Seðlabankastjóri segir komandi kjarasamninga ráða úrslitum Verðbólga er þrálátari en fyrri spár Seðlabankans gerðu ráð fyrir og mun ekki nálgast tveggja komma fimm prósenta markmið hans fyrr en eftir þrjú ár. Seðlabankastjóri segir komandi kjarasamninga ráða miklu um hversu mikið vextir þurfi að hækka til viðbótar á komandi misserum. Innlent 9. febrúar 2022 13:18
Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður 75 punkta stýrivaxtahækkun Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækkaði í morgun stýrivexti um 0,75 prósentustig, úr 2,0 prósent í 2,75 prósent. Viðskipti innlent 9. febrúar 2022 09:01
Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,75 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,75 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr tveimur prósentum í 2,75 prósent. Viðskipti innlent 9. febrúar 2022 08:30
Endurtekin og endurnýtt umræða um evruna ESB-þingmenn á Alþingi nýta nú tækifærið og reyna að tengja umræðuna um efnahagsstöðuna hérlendis við aðild að Evrópusambandinu og upptöku evrunnar. Gamalkunnar möntrur um kosti evrunnar og kjöraðstæður á evrusvæðinu eru rifjaðar upp og þá er ástæða til að rifja upp gamalkunn sannindi til andsvara. Skoðun 5. febrúar 2022 07:31
Samfylkingin á villigötum Verðtrygging er mannanna verk, ekki náttúrleg þótt hún virðist haga sér þannig. Þegar henni var komið á hér á landi var um neyðarástand um að ræða. Það átti að tryggja sparifé landsmanna, lánsfé og laun. Vextir voru ekki frjálsir og vandinn óx, en núna erum við á öðrum stað á öðrum tíma. Skoðun 4. febrúar 2022 14:30
Ætlar Seðlabanki nú að fara að „tappa blóði af fólki”!? Það er mat undirritaðs, að vinnubrögð Seðlabanka séu á ýmsan hátt gamaldags og slitin, þó undir ungri forystu sé, og, að þar vanti oft heildarsýn - skilning, vilja og getu - til nútímalegrar nálgunar og skapandi, lausna sinnaðra vinnubragða. Skoðun 3. febrúar 2022 10:30
Seðlabankinn beitir enn inngripum til að hægja á stöðugri hækkun krónunnar Ekkert lát er á áframhaldandi gengisstyrkingu krónunnar, sem hefur hækkað um meðal annars meira en 3 prósent gagnvart evrunni frá áramótum, en Seðlabanki Íslands beitti gjaldeyrisinngripum fyrr í dag – í þriðja sinn á þessu ári – í því skyni að reyna að hægja á henni. Innherji 2. febrúar 2022 18:21
Segja neyðarástand ríkja á húsnæðismarkaði og krefjast aðgerða vegna verðbólgu Miðstjórn ASÍ segir neyðarástand ríkja á húsnæðismarkaðnum og krefst þess að stjórnvöld grípi þegar í stað til aðgerða til að bæta stöðu þeirra sem verst verða fyrir barðinu á verðbólgunni, sem nú mælist. Neytendur 2. febrúar 2022 15:02
Langflestir telja taumhald peningastefnunnar of laust Mikill meirihluti markaðsaðila á skuldabréfamarkaði telur að taumhald peningastefnu Seðlabanka Íslands sé of laust um þessar mundir, eða 76 prósent aðspurðra, samkvæmt nýrri könnun bankans. Í nóvember var hlutfallið 56 prósent. Innherji 2. febrúar 2022 10:32
Dansinn við íslensku krónuna Þegar íslensk vara eða þjónusta er seld erlendis, þar sem framleiðslukostnaður er að mestu eða öllu leyti í íslenskum krónum, þá skapast oft á tíðum vandamál í rekstri útflutningsfyrirtækja. Það er gömul saga og ný að gengissveiflur í bland við háan innlendan kostnað, einkum launakostnað, hafa skert samkeppnishæfni og sjálfbæran rekstur útflutningsgreina. Skoðun 1. febrúar 2022 15:01
Segir verðbólguna tilkomna vegna mistaka stjórnvalda í hagstjórn Þingmaður Samfylkingarinnar segir verðbólguna tilkomna vegna mistaka stjórnvalda í hagstjórn undanfarinn áratug. Þingmaður Viðreisnar segir að stjórnvöld þurfi að horfa til sértækra skammtímaaðgerða fyrir þá hópa sem verða fyrir barðinu á vaxtahækkunum. Viðskipti innlent 30. janúar 2022 19:08
Hækkandi húsnæðisverð vegi þyngst Hækkun verðbólgu er ekki séríslenskt fyrirbæri heldur færist hún einnig í aukana erlendis, segir aðalhagfræðingur Landsbankans. Frá aldamótum hafi dregið verulega úr sveiflum hér á landi þó að verðbólga hafi verið óstöðugari á Íslandi en í okkar helstu viðskiptalöndum. Neytendur 30. janúar 2022 13:35
Beitti inngripum til að hægja á styrkingu krónunnar í annað sinn á árinu Seðlabanki Íslands greip inn á gjaldeyrismarkaði í gær þegar hann keypti gjaldeyri til að vega á móti gengishækkun krónunnar en hún hafði þá styrkst um hátt í eitt prósent í viðskiptum dagsins þegar bankinn kippti henni til baka, samkvæmt heimildum Innherja. Innherji 29. janúar 2022 11:03
Óttast frekari hækkun verðbólgu Fjármálaráðherra og forsætisráðherra segja mikla hækkun verðbólgu að undanförnu mikið áhyggjuefni. Sama staða sé uppi á teningnum úti í heimi en taka verði hækkun hérlendis alvarlega. Innlent 29. janúar 2022 11:00
Hækkun húsnæðislána gæti hlaupið á hundruðum þúsunda á ári Hækkun húsnæðislána á ársgrundvelli gæti hlaupið á mörg hundruð þúsund krónum nú þegar verðbólga er í hæstu hæðum og hærri stýrivextir yfirvofandi. Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir að fólk ætti að vera viðbúið því að staðan versni enn frekar. Viðskipti innlent 28. janúar 2022 19:41
Verðbólgan kalli á umbyltingu í húsnæðismálum Forseti Alþýðusambandsins segir mikla hækkun verðbólgu að undanförnu renna frekari stoðum undir breytta stefnu í húsnæðismálum. Byggja þurfi fyrir vinnandi fólk en ekki vertaka. Verðbólga mælist nú 5,7 prósent og hefur ekki verið meiri í áratug. Innlent 28. janúar 2022 13:15
Verðbólga í hæstu hæðum Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því í mars 2012. Viðskipti innlent 28. janúar 2022 09:29
Verðbólga hækkar langt umfram spár greinenda og mælist nú 5,7 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,5 prósent í janúar á þessu ári og mælist tólf mánaða verðbólga núna því 5,7 prósent. Hefur árstaktur verðbólgunnar ekki verið meiri frá því í apríl árið 2012. Innherji 28. janúar 2022 09:22
Útlit fyrir myndarlegan hagvöxt, hjaðnandi verðbólgu og hærri stýrivexti Útlit er fyrir myndarlegan hagvöxt út árið 2024 og hægt hjaðnandi verðbólgu á þessu ári að mati Greiningar Íslandsbanka sem spáir 4,7% hagvexti árið 2022. Gert er ráð fyrir að stýrivextir verði komnir í 3,25% í lok þessa árs og 4,0% í byrjun 2024. Þeir eru nú 2,0% og hækkuðu um 1,25 prósentustig á seinasta ári. Viðskipti innlent 26. janúar 2022 05:00
Vægi erlendra eigna stærstu sjóðanna nálgast óðum fjárfestingarþakið Vægi erlendra eigna tveggja stærstu lífeyrissjóða landsins, sem eru með eignir upp á samanlagt um 2.500 milljarða króna í dag, hefur hækkað um meira en þriðjung frá því í ársbyrjun 2018. Færist það stöðugt nær lögbundnu 50 prósenta hámarki sem erlendar fjárfestingar sjóðanna mega vera sem hlutfall af heildareignum þeirra. Innherji 12. janúar 2022 09:07