Veruleg hækkun raungengis áskorun fyrir atvinnugreinar í alþjóðlegri samkeppni

Veruleg hækkun raungengisins á mælikvarða hlutfallslegrar launaþróunar á fyrri árshelmingi er til marks um hversu ólík þróun launa hefur verið annars vegar hér á landi og hins vegar í okkar helstu viðskiptaríkjum. Sú þróun er áskorun fyrir atvinnugreinar sem eru í beinni samkeppni á heimsmarkaði, til að mynda ferðaþjónustuna sem er enn að glíma við eftirköst Covid-19 heimsfaraldursins.