Hollywood

Hollywood

Fréttir af fræga fólkinu úti í hinum stóra heimi.

Fréttamynd

Lauf­ey naut lífsins með Ariönu Grande

Stórstjarnan Laufey Lín átti viðburðaríkan sunnudag. Hún skellti sér á körfuboltaleik með Los Angeles Lakers, fór á forsýningu á kvikmyndinni Wicked og hékk með Ariönu Grande.

Tónlist
Fréttamynd

Nammimaðurinn er allur

Bandaríski leikarinn Tony Todd er látinn, 69 ára að aldri. Todd er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Nammimaðurinn í hryllingsmyndunum Candyman.

Lífið
Fréttamynd

Efni sem veldur upp­köstum, yfirliðum og ei­lífri æsku

Hvað gerir Hollywood-stjarna þegar hún er ekki nógu ung og sæt til að vera lengur á skjánum? Hún neitar að sætta sig við örlög sín og reynir hvað hún getur til að verða ung á ný, sprautar sig jafnvel með dularfullu efni án þess að hugsa út í mögulegar aukaverkanir.

Gagnrýni
Fréttamynd

Þver­tekur fyrir að typpið hafi verið stækkað

Leikarinn Barry Keoghan þvertekur fyrir það að hafa verið með gervityppi við tökur á kvikmyndinni Saltburn. Í lokaatriði myndarinnar dansar Oliver Quick, karakter Keoghan, um nakinn og segir leikarinn að honum hafi ekki þótt það neitt óþægilegt.

Lífið
Fréttamynd

Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi

Það vantaði ekki upp á glæsileikann á galakvöldi safnsins LACMA í Los Angeles borg um helgina þegar stórstjörnur komu saman í sínu fínasta pússi. Margir hverjir klæddust nýjustu tískustraumunum frá tískuhúsinu Gucci, þar á meðal Kim Kardashian, sem skartaði líka gömlum fjólubláum krossi frá Díönu prinsessu við mjög fleginn hvítan kjól. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Segist aldrei myndu deita Depp

Camille Vasquez lögmaður Hollywood stjörnunnar Johnny Depp segir að hún myndi aldrei deita leikarann. Tilefnið er þrálátur orðrómur þess efnis að þau séu nú að stinga nefjum saman.

Lífið
Fréttamynd

Tjáði sig ó­vænt um sína fyrr­verandi

Ben Affleck hrósaði fyrrverandi eiginkonu sinni Jennifer Lopez í hástert í viðtali um væntanlega kvikmynd þeirra Unstoppable. Þar fer Lopez með hlutverk og Affleck er framleiðandi.

Lífið
Fréttamynd

Dawson's Creek leikari með krabba­mein

Bandaríski leikarinn James Van Der Beek hefur verið greindur með ristilkrabbamein. Van Der Beek er hvað þekktastur fyrir leik sinn í unglingaþáttunum Dawson‘s Creek og kvikmyndinni Varsity Blues. Hann er 47 ára gamall. Hann greindi frá greiningunni í viðtali við tímaritið People.

Lífið
Fréttamynd

Repúblikanar önugir yfir ó­væntu at­riði Harris í SNL

Kamala Harris mælist með óvænt forskot á Donald Trump í ríki sem hann hefur hingað til unnið örugglega í forsetakosningum. Sagnfræðingur og fyrrverandi diplómati í Bandaríkjunum telur að úrslit kosninganna gætu sveiflast afgerandi í aðra hvora áttina. Óvænt atriði með Harris í skemmtiþætti hefur reitt repúblikana til reiði.

Erlent
Fréttamynd

Margot Robbie orðin mamma

Leikkonan Margot Robbie og Tom Ackerley eignuðust dreng í síðasta mánuði. Um er að ræða fyrsta barn þeirra hjóna sem hafa verið gift frá 2016.

Lífið
Fréttamynd

Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu?

Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu er há og hringlaga, skreytt elegant svörtum slaufum, miðað við val á kökum raunveruleikastjarnanna, Ástrósar Traustadóttur og Kylie Jenner. Báðar birtu mynd af sambærilegum kökum á Instagram í tilefni merkra tímamóta í lífi þeirra.

Lífið
Fréttamynd

Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna

Líkt og flestir vita fór hrekkjavökuhátíðin fram síðastliðinn fimmtudag. Stjörnurnar  Hollywood eru ekki undanskildar og halda hátíðlega upp á hrekkjavökuna ár hvert og keppast um að klæðast flottasta búningnum.

Lífið
Fréttamynd

Hollywood stjarna til liðs við Lauf­eyju

Íslenska tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir hefur sett sinn einstaka svip á jólalagið vinsæla „Santa Baby,“ sem var skrifað af Joan Javits og upprunalega flutt af Eartha Kitt árið 1953. Laufey sett lagið í djass-búning og fékk bandaríska Hollywood leikarann Bill Murray til liðs við sig. 

Lífið
Fréttamynd

Þurft að horfa í­trekað á mynd­bönd Jennifer Lopez

Fyrrverandi Playboy fyrirsætan Rachel Kennedy segir að tónlistarmaðurinn Sean Combs, betur þekktur sem Puff Daddy, hafi neytt hana til að horfa síendurtekið á tónlistarmyndbönd með tónlistarkonunni Jennifer Lopez í einu af alræmdum partýum hans árið 2000. Þar var reyndar enginn utan hans sjálfs.

Lífið
Fréttamynd

Brady í á­falli yfir barn­eignum Bündchen

Bandaríska NFL goðsögnin Tom Brady gat ekki ímyndað sér að fyrrverandi eiginkona hans og ofurfyrirsætan Gisele Bündchen myndi eignast barn með núverandi kærasta sínum Joaquim Valente. Hann er sagður hafa verið gapandi hissa yfir tíðindunum.

Lífið
Fréttamynd

Ó­þekkjan­leg sem frægasta geim­vera í heimi

Ofurfyrirsætan Heidi Klum er þekkt fyrir það að klæðast stórkostlegum búningum á hrekkjavöku sem eru í raun listaverk. Í ár hélt hún í hefðina og mætti með eiginmanni sínum, Tom Kaulitz, í þeirra árlega hrekkjavökupartí í New York í gærkvöldi, klædd upp sem geimveran E.T. úr samnefndri kvikmynd frá árinu 1982.

Lífið
Fréttamynd

Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi

Bandaríski rapparinn Young Thug hefur játað sekt sína í umfangsmiklu máli sem hefur vakið mikla athygli jafnt vestan- og austanhafs. Hann hefur játað sig sekan í liðum sem snúa að brotum á lögum um skotvopnaeign og fíkniefnavörslu.

Tónlist
Fréttamynd

Eyddi Youtube síðu sonarins

Bandaríska athafnakonan Kim Kardashian eyddi Youtube síðu elsta sonar síns hins átta ára gamla Saint West eftir að hann birti tvennar færslur um Kamölu Harris þar sem vísað var til hennar með niðrandi hætti.

Lífið
Fréttamynd

Hafi áður tekið of stóran skammt

Breski söngvarinn Liam Payne hafði áður tekið of stóran skammt eiturlyfja þannig að honum varð að bjarga. Hann er sagður hafa verið í engu ástandi til þess að taka þátt í upptökum á raunveruleikaþáttum Netflix sem fram fóru fyrr á þessu ári.

Lífið
Fréttamynd

Er ein­fald­lega að finna út úr kyn­hneigð sinni

Tónlistarmaðurinn Shawn Mendes opnaði sig á dögunum um innri ferðalag sitt í átt að því að skilja betur hver hann er. Mendes skaust upp á stjörnuhimininn á unglingsárunum og hefur verið í samböndum með stórstjörnum á borð við Camilu Cabello og Hailey Bieber. Stjarnan opnaði sig við aðdáendur sína á dögunum á tónleikum í Colorado þar sem hann sagðist enn vera að finna út úr kynhneigð sinni. 

Lífið
Fréttamynd

Teri Garr látin

Leik- og söngkonan Teri Garr er látin 79 ára að aldri. Hún greindist með MS sjúkdóminn árið 2002 og árið 2006 fékk hún blóðtappa. Teri var tilnefnd til Óskarsverðlaunanna fyrir hlutverk sitt í myndinni Tootsie. Þá lék hún einnig í Young Frankenstein og lék móður Phoebe í þáttaröðinni Friends.

Lífið
Fréttamynd

Bündchen 44 ára og ó­létt

Brasilíska ofurfyrirsætan Gisele Bündchen og þjálfarinn Joaquim Valente, eiga von á sínu fyrsta barni saman. Tímaritið People hefur fengið þetta staðfest.

Lífið
Fréttamynd

Lauf­ey fagnaði með Oli­viu Rodrigo og Chappell Roan

Stórstjarnan og tónlistarkonan Laufey Lín heldur ótrauð áfram ævintýrum sínum vestanhafs þar sem hún hefur slegið í gegn. Helginni eyddi hún í Los Angeles þar sem hún er búsett með engum öðrum en Oliviu Rodrigo og Chappell Roan, sem eru með stærstu tónlistarstjörnum heims í dag. 

Tónlist