

Hollywood
Fréttir af fræga fólkinu úti í hinum stóra heimi.

Brooklyn Nine-Nine-stjarnan lést úr lungnakrabbameini
Bandaríski leikarinn Andre Braugher, frægur fyrir að hafa farið með hlutverk varðstjórans Raymond Holt í vinsælu gamanþáttunum Brooklyn Nine-Nine, lést úr lungnakrabbameini. Hann féll frá þann 11. desember síðastliðinn, 61 árs að aldri.

Brooklyn Nine-Nine-stjarna látin
Bandaríski leikarinn Andre Braugher, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í gamanþáttunum Brooklyn Nine-Nine, er látinn. Hann varð 61 árs gamall.

Cardi B og Offset hætt saman
Rappparið Cardi B og Offset er hætt saman. Þau hafa nokkrum sinnum áður hætt saman en nýlega hefur verið uppi orðrómur um að Offset hafi haldið fram hjá Cardi.

Barbie og Succession með flestar tilnefningar til Golden Globe
Kvikmyndin Barbie er með níu tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna, mest allra kvikmynda. Sú þáttaröð sem fékk flestar tilnefningar er Succession, einnig með níu.

Sniðgekk hávaxna leikara til að spara pening
Leikstjórinn James Cameron réði bara aukaleikara sem voru undir 172 sentimetrar á hæð til að leika í Titanic. Þannig gat hann sparað 750 þúsund dollara, rúmar hundrað milljónir króna, við smíðar á kvikmyndasettinu.

Systir Honey Boo Boo er látin
Anna „Chickadee“ Cardwell er látin, 29 ára að aldri. Cardwell var systir raunveruleikaþáttastjörnunnar Alana Thompson, betur þekkt sem „Honey Boo Boo“.

Leikarinn Ryan O'Neal látinn
Bandaríski leikarinn Ryan O'Neal er látinn 82 ára að aldri.

Forsjárdeila ríkasta manns heims og poppstjörnu
Auðjöfurinn Elon Musk og barnsmóðir hans, tónlistarkonan Grimes, eiga nú í forræðisdeilu um þrjú börn þeirra, sem heita: X AE A-XII, Exa Dark Sideræl, og Tau Techno Mechanicus.

Ragnar ræddi boltann við bresku stjörnurnar
Árlegt jólaboð London bókasafnsins fór fram í gærkvöldi. Helena Bonham Carter, leikkona og forseti bókasafnsins, hélt teitið og þar var Ragnar Jónasson, rithöfundur, meðal gesta og hitti hann ýmsar breskar stórstjörnur.

Selena Gomez sögð í sambandi með vini Justin Bieber
Söng- og leikkonan Selena Gomez er sögð hafa staðfest samband sitt við tónlistarmanninn Benny Blanco á samfélagsmiðlum í vikunni. Blanco er góður vinur fyrrverandi kærasta Gomez, Justin Bieber, og hafa þeir nokkrum sinnum gert tónlist saman.

Karl kóngur taldi sig kannast við Portman úr gömlu Star Wars
Karl Bretakonungur spurði leikkonuna Natalie Portman hvort hún hafi verið í gömlu Star Wars-myndunum þegar The Phantom Menace var frumsýnd. Portman var átján ára þarna og er fjórum árum yngri en fyrsta Star Wars-myndin sem kom út árið 1977.

Flutti úr landi eftir rifrildið við Kim og Kanye
Bandaríska söngkonan Taylor Swift segist hafa neyðst til að flytja af landi brott og upplifað sem svo að ferillinn sinn væri á enda eftir opinberar deilur sínar við þau Kim Kardashian og Kanye West árið 2016.

P. Diddy kærður fyrir þátttöku í hópnauðgun
Bandaríski rapparinn og frumkvöðullinn Sean Combs, betur þekktur sem P. Diddy, hefur verið kærður fyrir þátttöku í hópnauðgun. Nauðgunin átti sér stað árið 2003 og var fórnarlambið sautján ára gömul stelpa.

Ísland í aðalhlutverki í nýrri stiklu True Detective
Nýjasta stiklan úr þáttunum True Detective er frumsýnd á Vísi í dag. Fjöldi Íslendinga kom að gerð þáttanna sem verða frumsýndir þann 15. janúar næstkomandi. Þættirnir verða sýndir samtímis í Bandaríkjunum hjá HBO og á Íslandi á Stöð 2.

Enn einn Skarsgårdinn á skjánum
Ossian Skarsgård, fjórtán ára sonur sænska stórleikarans Stellan Skarsgård fer með hlutverk í jóladagatali sænska ríkisútvarpsins í ár. Hann segir leiklistina heilla.

Billie Eilish komin út úr skápnum
Tónlistarkonan og Óskarsverðlaunahafinn Billie Eilish opinberaði á dögunum að hún laðist að konum. Hún segist almennt ekki hrifin af skilgreiningum en er þó glöð að þetta sé komið út.

Telur það ekki eftir sér að vera kúltúrbarn
Sean Astin, þekktastur fyrir að hafa leikið Sóma Gamban í geysivinsæla Hringadrottinssöguþríleiknum, segist glaður sætta sig við að vera kallaður kúltúrbarn.

Love Island stjarna situr fyrir hjá íslensku fyrirtæki
Breska Love Island stjarnan Leah Taylor situr fyrir hjá íslenska skartgripamerkinu 1104 by MAR. Dagmar Mýrdal, sem er eigandi merkisins, segir um að ræða mikinn heiður.

Sebastian Stan mun leika Donald Trump
Bandaríski leikarinn Sebastian Stan mun fara með hlutverk Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í væntanlegri ævisögumynd um milljarðamæringinn. Myndin mun bera heitið The Apprentice, í höfuðið á raunveruleikaþáttum forsetans fyrrverandi.

Cheers og ER leikkonan Frances Sternhagen látin
Bandaríska leikkonan Frances Sternhagen, sem er þekktust fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Cheers og ER, er látin 93 ára að aldri.

Ballið búið hjá þríeykinu vinsæla
Þeir Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May eru sagðir hafa tekið upp síðasta þátt sinn af The Grand Tour, bílaþáttaröð streymisveitunnar Amazon Prime. Síðustu rúma tvo áratugi hafa þeir verið meðal vinsælustu sjónvarpsmanna heimsins.

Tiffany Haddish handtekin
Leikkonan og uppistandarinn Tiffany Haddish var handtekin í vikunni í Los Angeles í Bandaríkjunum, grunuð um ölvunarakstur. Hún var handtekin grunuð um sama brot á síðasta ári.

Ásökunum gegn frægum rigndi inn á lokametrunum
Undanfarna daga hefur fjöldi frægra Bandaríkjamanna verið sakaðir um fyrir kynferðisbrot. Í gær var greint frá slíkum ásökunum á hendur borgarstjóra New York-borgar Eric Adams, og í dag er greint frá meintum brotum rapparans Sean „Diddy“ Combs.

Jamie Foxx neitar sök
Bandaríski leikarinn Jamie Foxx neitar því að hafa kynferðislega áreitt konu í New York fyrir átta árum. Konan hefur höfðað mál á hendur Foxx.

Málið áfram og Rocky á yfir höfði sér allt að níu ára fangelsi
Dómari í Los Angeles úrskurðaði í gær að ákæruvaldið hefði næg sönnunargögn til að draga tónlistarmanninn ASAP Rocky fyrir dóm fyrir að hafa skotið á æskuvin sinn og samstarfsmann fyrir utan hótel í Hollywood árið 2021.

Shakira semur um skattalagabrotin
Kólumbíska poppstjarnan Shakira hefur gert dómssátt við saksóknara um meint skattalagabrot hennar á Spáni, en réttarhöld í málinu voru í þann mund að hefjast.

Er vinsælasta jólalag sögunnar stolið?
Tiltölulega óþekktur sveitasöngvari í Bandaríkjunum krefst þess að Mariah Carey greiði sér 20 milljónir dala í skaðabætur. Hann hafi nefnilega samið jólalagið All I Want For Christmas Is You sex árum áður en Mariah Carey gaf lagið út.

Ashley Judd refsað fyrir að vitna gegn Weinstein
Bandaríska kvikmyndaleikkonan Ashley Judd segir að henni sé enn refsað fyrir að hafa greint frá kynferðislegu áreiti kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein sem samanlagt hefur verið dæmdur í tæplega fjörutíu ára fangelsi fyrir kynferðisofbeldi gegn konum.

Aðdáandi Taylor Swift lést á tónleikum
23 ára aðdáandi Taylor Swift lést á tónleikum poppstjörnunnar í Ríó de Janeiró í Brasilíu í gærnótt.

Laufey leikur fyrir Jimmy Kimmel
Íslenska djasstónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir kom fram í spjallþætti Jimmy Kimmel Live í gærkvöldi.