HM í fótbolta 2026

HM í fótbolta 2026

HM í fótbolta karla fer fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó dagana 11. júní til 19. júlí 2026.

Leikirnir




    Fréttamynd

    „Ég taldi þetta vera einu leiðina“

    Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, getur vart beðið eftir fyrsta heimaleik sínum með liðið í undankeppni HM í næsta mánuði. Hann tekur undir orð fyrrverandi landsliðsþjálfara Íslands sem sagði nálgun Arnars í byrjun helst til of bratta.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ís­land

    Heimir Hallgrímsson er efins um að Ísland eigi möguleika á að komast á HM í Norður-Ameríku á næsta ári en fylgist spenntur með. Hann hefur átt samtöl við landsliðsþjálfarann Arnar Gunnlaugsson um starfið og hvetur hann til góðra verka.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Frank Mill er látinn

    Þýski fótboltaheimurinn syrgir nú einn af leikmönnum sem færðu Þjóðverjum heimsmeistaratitilinn fyrir 35 árum síðan.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ætla að spila HM-leikina meira innan­húss næsta sumar

    Mikill hiti og hvert þrumuveðrið á fætur öðru settu mikinn svip á heimsmeistarakeppni félagsliða í fótbolta sem lauk í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Margir höfðu í framhaldinu áhyggjur af HM landsliða í Bandaríkjunum á næsta ári en FIFA hefur fundið lausnina.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    FIFA opnar skrif­stofu í Trump turni

    Samband Gianni Infantino, forseta FIFA, og Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, verður sífellt nánara. FIFA hyggst opna nýja skrifstofu í New York og verður síðarnefndi forsetinn leigusali Alþjóðaknattspyrnusambandsins.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Tíu sem gætu stolið senunni á HM 2026

    Á sunnudag hefst HM félagsliða karla í knattspyrnu. Mótið fer fram í Bandaríkjunum en HM landsliða fer fram á næsta ári í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Því ákvað miðillinn The Athletic að taka saman hvaða tíu leikmenn gætu stolið senunni á HM á næsta ári.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    For­setinn gaf öllum nýja bíla

    Úsbekar verða með á HM í fótbolta á næsta ári en þetta í fyrsta sinn sem landslið Úsbekistan kemst í úrslitakeppni HM í knattspyrnu. Forseti landsins var heldur betur þakklátur fyrir þennan sögulega árangur.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Bað þjóðina um að fyrir­gefa þeim

    Fyrir áratug þá var Síle stórveldi í suðuramerískri knattspyrnu en nú er öldin önnur. Í þessum landsliðsglugga kom það endanlega í ljós að Síle verður ekki með á heimsmeistaramótinu í fótbolta á næsta ári.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Hollendingar skoruðu átta

    Það verður ekki sagt að Holland hafi átt í teljandi vandræðum með Möltu þegar þjóðirnar mættust í undankeppni HM karla í knattspyrnu sem fram fer á næsta ári. Lokatölur í Groningen 8-0 Hollendingum í vil.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Næstum því ótrú­leg endur­koma Wa­les í Belgíu

    Wales kom næstum því til baka eftir að lenda 3-0 undir í Belgíu þegar þjóðirnar mættust í undankeppni HM karla í knattspyrnu. Þá bjargaði norski framherjinn Erling Haaland sínum mönnum í Eistlandi á meðan Færeyjar unnu endurkomusigur á Gíbraltar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Tuchel lét ensku landsliðsmennina heyra það

    Enska landsliðið er á toppi síns riðils í undankeppni HM með fullt hús og hreint mark en frammistaðan hefur þó ekki verið að heilla marga. Einn af þeim sem er ósáttur er sjálfur landsliðsþjálfarinn.

    Fótbolti