Hvernig næ ég að standa við áramótaheitin? Þessa dagana fara mörg okkar yfir nýliðið ár og velta fyrir sér hvað það er sem við viljum bæta og hverju við viljum breyta í lífi okkar. Fyrsta skrefið til að strengja áramótaheit er að skilgreina hvers vegna markmiðið er mikilvægt og hver hvatningin að baki því er. Hvaða áhrif hefur það á líf þitt að ná því? Heilsuvísir 11. janúar 2018 09:15
Árlegur djúskúr Nova hefur reynst starfsmönnum erfiður Hallgrímur Helgason fékk þau svör að stirðir starfsmenn fyrirtækisins hefðu ekki geta aðstoðað hann almennilega sökum hungurs. Lífið 10. janúar 2018 13:45
Öðlaðist nýtt líf í ræktinni Elísabet Reykdal húðsjúkdómalæknir fann fyrir mikilli þreytu og álagi eftir annasaman tíma í vinnu. Hún hafði þyngst töluvert og var farin að finna fyrir lífsstílsvandamálum. Heilsuvísir 5. janúar 2018 10:30
Ætla að halda „unga fólkinu“ á sjötugsaldri á hreyfingu Hafnafjarðarbær vinnur nú að heilsueflingu bæjarbúa á aldrinum 65 ára og eldri og verður boðið upp á einstaklingsmiðaða þol- og styrktarþjálfun. Innlent 5. janúar 2018 08:39
Er rauðvín raunverulega grennandi? Sýnt hefur verið fram á að mýs sem innbyrða resveratról geta grennst en er hægt að heimfæra þessar niðurstöður á mannfólkið? Heilsuvísir 4. janúar 2018 09:30
Námskeið í núvitund sem geta bætt lífsgæði allra Á Núvitundarsetrinu eru kennd námskeið í núvitund og samkennd fyrir fólk á öllum aldri. Námskeiðin hjálpa fólki að vera meðvitað um hvernig það lifir lífinu og halda innri ró. Niðurstöður rannsókna sýna að þau geta haft víðtæk og jákvæð áhrif á heilsuna. Lífið kynningar 3. janúar 2018 10:45
Kraftur í íslensku hvönninni SagaMedica framleiðir náttúruvörur úr íslenski ætihvönn. Þær geta bætt lífsgæði fólks á ýmsan hátt og vinsældir þeirra hafa aukist mikið á síðustu árum, bæði hér heima og erlendis. Lífið kynningar 3. janúar 2018 10:30
Þjáðist af mjög alvarlegum D-vítamínskorti: „Ég öðlaðist algjörlega nýtt líf“ Halla Guðmundsdóttir, nemi í heilbrigðislíftækni, hafði gengið lengi á milli lækna vegna ýmissa kvilla þegar í ljós kom að hún þjáðist af mjög alvarlegum D-vítamínskorti. Innlent 2. janúar 2018 21:15
Bætir andann og heilsuna að sprikla saman í vinnunni Bjarni Már Ólafsson sjúkraþjálfari segir hreyfingu lykilatriði fyrir heilsuna. Algengustu álagsmeiðslin sem hann fái inn vegna vinnu tengjast hálsi, herðum og baki. Fólk sitji of lengi í sömu stöðu. Heilsuvísir 2. janúar 2018 14:00
Vetrarhlaup! Það er ekkert mál Ekkert mælir á móti því að stunda hlaup yfir vetrartímann. Hafþór Rafn Benediktsson hlaupaþjálfari segir lykilatriði að klæða sig rétt og skoða veðurspána áður en farið út að hlaupa. Heilsuvísir 2. janúar 2018 12:00
Hræðist ekki áskoranir Guðfinnur Vilhelm Karlsson hefur verið blindur frá fæðingu en hann lætur það ekki aftra sér frá því að hreyfa sig reglulega. Hann æfir sund og fer í ræktina að minnsta kosti fjórum sinnum í viku. Heilsuvísir 2. janúar 2018 12:00
Fjölbreyttir yogatímar hjá Hilton Reykjavík Spa Hilton Reykjavík Spa er heilsulind sem veitir fyrsta flokks þjónustu í afslöppuðu og fallegu umhverfi. Meðal þess sem boðið er upp á eru fjölbreyttir yogatímar undir handleiðslu fagmenntaðra kennara með langa reynslu og þekkingu. Lífið kynningar 2. janúar 2018 11:00
Frelsi í eigin líkama hjá Primal Primal Iceland er ný líkamsræktarstöð í glæsilegu húsnæði að Faxafeni 12. Þar er boðið upp á Movement Improvement og Wim Hof námskeið sem og einkatíma, þar sem bæði er unnið í að útrýma verkjum og með æfingamarkmið viðkomandi. Liðleiki og hreyfigeta eru í hávegum höfð. Lífið kynningar 2. janúar 2018 10:15
Aldrei að byrja að veipa Þegar Reyksíminn hóf starfsemi sína árið 2000 var meginþungi lagður á aðstoð við þá sem hætta vildu tóbaksreykingum. Í dag hefur bæst við þörf á aðstoð við þá sem hætta vilja rafreykingum. Heilsuvísir 30. desember 2017 09:00
Sýnir stæltan líkamann ber að ofan í snjónum Leikarinn Ryan Phillippe er greinilega ekki kuldaskræfa. Lífið 28. desember 2017 20:30
Er reykurinn af flugeldum skaðlegur? Þrátt fyrir ákveðinn sjarma eru flugeldar mikil uppspretta svifryks-, brennisteins- og þungmálmamengunar auk þess sem þeir skilja önnur efni eftir sig í umhverfinu. Mörgum eru síðustu áramót í fersku minni. Þá var mikil veðurstilla og skömmu eftir að byrjað var að skjóta upp flugeldum á miðnætti áttum við erfitt með að sjá fallegu ljósasýninguna á himninum. Veðuraðstæðurnar þessa nótt leiddu til þess að sólarhringsstyrkur svifryksmengunar á höfuðborgarsvæðinu 1. janúar 2017 varð rúmlega þrefalt hærri en heilsuverndarmörk segja til um. Og það sem meira er, hæsta hálftímagildi rétt eftir miðnætti jafnaðist á við mælingarnar á Suðurlandi þegar það var eldgos í Eyjafjallajökli og aska feyktist um. Heilsuvísir 28. desember 2017 10:45
Snædís bíður eftir kynleiðréttingaraðgerð: „Loksins fæ ég að vakna með mitt rétta kyn“ Snædís Yrja Kristjánsdóttir er 26 ára transkona. Hún leggst undir hnífinn í lok janúar og fer í kynleiðréttingaraðgerð. Hún getur varla beðið og telur niður dagana. Lífið 27. desember 2017 19:30
Hvað orsakar svifryksmengun á veturna? Rannsóknir hafa sýnt að bæði svifryk og köfnunarefnisdíoxíð getur haft slæm áhrif á heilsuna með því að auka á einkenni meðal einstaklinga sem þjást af hjarta-, æða- eða lungnasjúkdómum. Heilsuvísir 21. desember 2017 14:45
Árangur Rikka G í ræktinni: Tók tvær svefntöflur til að sofna Frá því í september hefur útvarps- og sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal verið einkaþjálfari og aðeins haft einn kúnna. Sá maður heitir Ríkharð Óskar Guðnason, betur þekktur sem Rikki G. Lífið 19. desember 2017 10:30
Gjörbreyttur lífsstíll Lóu: „Ég náði þessum árangri ekki með öfgum“ Ólafía Kristín Norðfjörð sigraði í heimakeppni Biggest Loser en hún léttist um 36,2 prósent af heildarþyngd sinni. Lífið 17. desember 2017 20:00
Hvernig kemst ég hjá því að borða of mikið á aðventunni? Það getur verið lúmskt hvað hollar fæðutegundir eins og þurrkaðir ávextir og hnetur eru orkuríkar og mætti því borða þær í hóflegu magni (lófafylli). Þetta gildir sérstaklega fyrir einstaklinga í kyrrsetuvinnu. Heilsuvísir 14. desember 2017 11:00
Hvernig sýnum við þolendum kynferðisofbeldis stuðning? Það þarf mikinn kjark til að stíga þetta skref. Stuðningur ástvina skiptir miklu máli, að vera virkur hlustandi, að sýna skilning og samkennd og hlusta á frásögn þolandans án þess að grípa fram í eða dæma. Krefjast ekki ítarlegra skýringa heldur leyfa þolandanum að ráða því hverju hann treystir sér til að segja frá og hafa í huga að áfallaminningar eru oft brotakenndar og sumir muna ekki eftir ákveðnum hluta atburðarins. Heilsuvísir 12. desember 2017 09:00
Tíu góð ráð til að halda sér í formi yfir hátíðarnar Þjálfarinn Sigurjón Ernir kynnir lesendur Lífsins einnig fyrir tveimur góðum heimaæfingum. Lífið 11. desember 2017 20:30
Hvað er MDMA? Margir halda að efnið sé öruggt til inntöku en MDMA er lífshættulegt eiturlyf. Það sem er óhugnanlegast við MDMA er að það getur verið lífshættulegt á marga vegu. Heilsuvísir 30. nóvember 2017 12:15
Eignaðist tvö börn með stuttu millibili: „Mér þykir vænna um líkamann“ Leik- og söngkonan Halla Koppel upplifði tvær ólíkar meðgöngur en þyngdist um þrjátíu kíló í bæði skipti. Lífið 24. nóvember 2017 20:30
Hvernig er hægt að halda umhverfisvænni jól? Magn heimilisúrgangs er nátengt neyslu okkar og því er gott að spyrja sig hvað við getum gert til að minnka eigin úrgang. Öll neysla hefur neikvæð umhverfisáhrif og við getum gert ýmislegt til að minnka óþarfa neyslu í kringum jólin. Heilsuvísir 23. nóvember 2017 12:30
"Ekki einu sinni reyna að ljúga að þér að þú munir ekki sukka yfir hátíðarnar” Sölvi Fannar veitir lesendum heilsuráðgjöf í aðdraganda jóla. Lífið 20. nóvember 2017 19:30
Hvaða fita er holl? Það er ekki nóg að forðast mettaða fitu, við þurfum að velja vel hvað við borðum í staðinn. Heilsuvísir 16. nóvember 2017 12:15
„Eina líkamsræktin sem ég hef aldrei skrópað í“ Hópur af konum hittist tvisvar í viku í Kópavogi til að spila brennó. Lífið 15. nóvember 2017 20:30
Léttist um 25 kíló á einu ári: Mikil hvatning í myndunum Hekla Skjaldardóttir ákvað að breyta um lífsstíl og hefur aldrei liðið betur. Lífið 13. nóvember 2017 19:30