Konur ættu ekki að þurfa að vinna á síðasta mánuði meðgöngu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. apríl 2020 11:00 Auður Bjarnadóttir hefur síðustu 20 ár þjálfað konur á meðgöngu. Aðsend mynd „Ég tala svolítið eins og trúboði enda er ég búin að vera að kenna þetta í 20 ár,“ segir jógakennarinn Auður Bjarnadóttir. Auður er eigandi Jógasetursins þar sem margar konur stunda jóga á meðgöngu og eftir fæðingu og var hún viðmælandi í hlaðvarpinu Kviknar. Nýjasti þátturinn nefnist Kroppurinn og er þar talað um allt sem tengist líkamanum á meðgöngu. Að hennar mati ættu konur ekki að þurfa að vinna á síðasta mánuði meðgöngu eins og venjan er að gera hér á landi. Auður segir að jógað hjálpi konum ekki bara með líkamlega líðan heldur líka hugarfarið og öndun, þetta bæði getur hjálpað þeim mikið í fæðingum. „Líkaminn minn kann að fæða barn. Ef ég hugsa já þá opna ég líkamann ef ég hugsa nei þá loka ég líkamanum. Þetta er ekki flókið en það þarf svolítið að þjálfa þetta og vinna sig inn í þetta.“ Alls konar tilfinningar fara af stað Hún segist reglulega fá að heyra frá konum sem segja að jógað hafi bjargað sér andlega. „Þú kemur inn í tímann, möntrurnar mýkja þig, öndunin opnar þig og svo fara alls konar tilfinningar af stað.“ Auður segir mikilvægt að konur gefi sér þennan tíma á meðgöngu, sérstaklega þegar konur hér vinna almennt mjög lengi og eru jafnvel undir miklu álagi á meðgöngunni. Auður hefði viljað sjá þetta breytast. „Við erum eina landið í Skandinavíu, eina landið sem ég veit um í Evrópu þar sem kona má vinna lengur en átta mánuði á meðgöngu. Þetta gamla íslenska, ofurkonan. Þegar þú ert að bera og næra tvo líkama, komin átta mánuði á leið, þá er eðlilegt að þú sért þreytt. Það er eðlilegt að það hafi áhrif á svefninn, sem er auðvitað hluti af heilsu. Ef þú ert þreytt þá er styttra í spennu, ef þú ert þreytt þá er styttra í kvíðann. Ég vil meina að það geti haft áhrif á kostnað í heilbrigðiskerfinu.“ Hún telur að þetta muni jafnast út því minna verði um inngrip. „Konan er betur hvíld, hún er örugg og henni líður vel. Þetta er stærsta lífsreynslan okkar, allt samfélagið á að styðja við þetta.“ Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum hér fyrir ofan og hefst á mínútu 27:40. Í þættinum ræddi þáttastjórnandinn Andrea Eyland líka við Vigni Bollason kírópraktor í Líf Kírópraktík en hann sérhæfir sig í að hjálpa ófrískum konum. Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland. Kviknar Heilsa Frjósemi Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
„Ég tala svolítið eins og trúboði enda er ég búin að vera að kenna þetta í 20 ár,“ segir jógakennarinn Auður Bjarnadóttir. Auður er eigandi Jógasetursins þar sem margar konur stunda jóga á meðgöngu og eftir fæðingu og var hún viðmælandi í hlaðvarpinu Kviknar. Nýjasti þátturinn nefnist Kroppurinn og er þar talað um allt sem tengist líkamanum á meðgöngu. Að hennar mati ættu konur ekki að þurfa að vinna á síðasta mánuði meðgöngu eins og venjan er að gera hér á landi. Auður segir að jógað hjálpi konum ekki bara með líkamlega líðan heldur líka hugarfarið og öndun, þetta bæði getur hjálpað þeim mikið í fæðingum. „Líkaminn minn kann að fæða barn. Ef ég hugsa já þá opna ég líkamann ef ég hugsa nei þá loka ég líkamanum. Þetta er ekki flókið en það þarf svolítið að þjálfa þetta og vinna sig inn í þetta.“ Alls konar tilfinningar fara af stað Hún segist reglulega fá að heyra frá konum sem segja að jógað hafi bjargað sér andlega. „Þú kemur inn í tímann, möntrurnar mýkja þig, öndunin opnar þig og svo fara alls konar tilfinningar af stað.“ Auður segir mikilvægt að konur gefi sér þennan tíma á meðgöngu, sérstaklega þegar konur hér vinna almennt mjög lengi og eru jafnvel undir miklu álagi á meðgöngunni. Auður hefði viljað sjá þetta breytast. „Við erum eina landið í Skandinavíu, eina landið sem ég veit um í Evrópu þar sem kona má vinna lengur en átta mánuði á meðgöngu. Þetta gamla íslenska, ofurkonan. Þegar þú ert að bera og næra tvo líkama, komin átta mánuði á leið, þá er eðlilegt að þú sért þreytt. Það er eðlilegt að það hafi áhrif á svefninn, sem er auðvitað hluti af heilsu. Ef þú ert þreytt þá er styttra í spennu, ef þú ert þreytt þá er styttra í kvíðann. Ég vil meina að það geti haft áhrif á kostnað í heilbrigðiskerfinu.“ Hún telur að þetta muni jafnast út því minna verði um inngrip. „Konan er betur hvíld, hún er örugg og henni líður vel. Þetta er stærsta lífsreynslan okkar, allt samfélagið á að styðja við þetta.“ Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum hér fyrir ofan og hefst á mínútu 27:40. Í þættinum ræddi þáttastjórnandinn Andrea Eyland líka við Vigni Bollason kírópraktor í Líf Kírópraktík en hann sérhæfir sig í að hjálpa ófrískum konum. Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar Heilsa Frjósemi Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist