Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Seinni bylgjan: Jóhann Gunnar brast í söng þegar hann sjá mömmumyndirnar

Eyjamenn hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu og mömmu útspil stuðningsmanna félagsins í bikarleiknum á móti FH fór ekki alltof vel ofan í fólk. Strákarnir í Hvítu Riddurunum mættu til leiks með nýja taktík í leikinn á móti Haukum. Þeir héldu sig við mömmurnar en núna voru þeir komnir með sínar eigin mömmur.

Handbolti
Fréttamynd

Erlingur hótaði dómurum

Dómstóll EHF, Evrópska handknattleikssambandsins, sektaði tvo meðlimi hollenska handbolta landsliðsins fyrir óviðunandi og óíþróttamannslega hegðun gagnvart dómurum EHF. Annar þeirra var Erlingur Richardsson, þjálfari liðsins.

Handbolti
Fréttamynd

Gunnar: Við skulum horfa á staðreyndir

Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, játaði því að það hafi oft verið skemmtilegra að vera í Vestmannaeyjum en núna. Lið hans mátti þola átta marka tap, 36-28, og hefur þar af leiðandi tapað síðustu þremur leikjum sínum.

Handbolti
Fréttamynd

Basti: Þetta er pínu súrsætt

Sebastian Alexandersson var ekki alveg viss hvernig sér leið eftir dramatískan eins marks sigur á KA/Þór í Olís deild kvenna í dag. Lokatölur 24-23 þar sem sigurmarkið kom úr vítakasti eftir að leiktímanum var lokið.

Handbolti