„Ég vona að ég sé ekki jinxa neitt fyrir næsta leik“ Hafdís Renötudóttir átti mjög góðan leik í markinu þegar Framkonur urðu fyrstar til að taka stig af Valsliðinu í Olís deild kvenna í vetur. Hún vildi samt meira út úr leiknum. Handbolti 9. desember 2022 12:31
Gat farið í finnska herinn en endaði í finnska handboltalandsliðinu Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, leikmaður Fram, er spenntur fyrir því að fá tækifæri með finnska handboltalandsliðinu. Hann leikur með því á æfingamóti í Lettlandi í byrjun janúar. Handbolti 9. desember 2022 11:00
Aron tekur aftur upp bareinska þráðinn Aron Kristjánsson stýrir Barein á heimsmeistaramótinu í handbolta karla í næsta mánuði. Þetta verður þriðja heimsmeistaramótið í röð þar sem Íslendingur verður við stjórnvölinn hjá Barein. Handbolti 9. desember 2022 09:59
Lemstraður eftir ferilinn og þarf að fara í mjaðmaskipti Ásgeir Örn Hallgrímsson er allur lurkum laminn eftir handboltaferilinn. Hans bíða mjaðmaskipti á næsta ári. Handbolti 9. desember 2022 09:01
Aron skoraði fjögur í tapi gegn sínum gömlu félögum Aron Pálmarsson og félagar hans í Álaborg þurftu að sætta sig við sex marka tap er liðið heimsótti fyrrum félag Arons, Barcelona, í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld, 32-26. Handbolti 8. desember 2022 21:23
Tólf íslensk mörk í öruggum sigri Gummersbach Íslendingalið Gummersbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar, vann öruggan sex marka sigur er liðið heimsótti Erlangen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 31-37. Hvorki fleiri né færri en tólf íslensk mörk litu dagsins ljós í leiknum. Handbolti 8. desember 2022 19:41
Öruggur Meistaradeildarsigur Bjarka og félaga Bjarki Már Elísson og félagar hans í Telekom Veszprém unnu öruggan tíu marka sigur er liðið tók á móti Wisla Plock í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld, 32-22. Handbolti 8. desember 2022 19:21
Seinni bylgjan telur Hörð ekki eiga möguleika: „Það er ekkert hjarta í þessu liði“ Sérfræðingar Seinni bylgjunnar eru sammála um að lið Harðar muni falla úr Olís deild karla þó enn sé síðari hluti tímabilsins eftir. Farið var yfir slakan varnarleik liðsins í síðasta þætti Seinni bylgjunnar. Handbolti 8. desember 2022 11:00
Ótrúlegt mark Ómars vekur athygli Ómar Ingi Magnússon er í hörkuformi fyrir komandi heimsmeistaramót þar sem Ísland hefur leik eftir rúman mánuð. Glæsimark hans í Meistaradeildinni í gærkvöld hefur vakið athygli. Handbolti 8. desember 2022 10:00
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - Valur 20-20 | Jafntefli í háspennuleik Íslandsmeistarar Fram urðu fyrsta liðið til að taka stig af Val í Olís deild kvenna í handbolta í kvöld. Stigið er þó súrsætt þar sem Fram var með unninn leik í höndunum þegar örfáar sekúndur voru eftir. Handbolti 7. desember 2022 23:00
Ágúst: Byrjuðum eins og við værum að hugsa um næsta leik á Spáni Fram og Valur skildu jöfn í háspennuleik 20-20. Þetta var fyrsti leikurinn sem Valur tapar stigi og Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var nokkuð brattur eftir leik. Sport 7. desember 2022 22:15
Ómar Ingi og Gísli Þorgeir allt í öllu hjá Magdeburg Íslenska tvíeykið var einfaldlega óstöðvandi þegar Magdeburg lagði Danmerkurmeistara GOG í Meistaradeild Evrópu í handbolta með tveggja marka mun, 36-43. Samtals skoruðu Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson 19 mörk og gáfu 7 stoðsendingar. Handbolti 7. desember 2022 21:50
Myndband: Haukur fór að því virtist alvarlega meiddur af velli Landsliðsmaðurinn Haukur Þrastarson virtist meiðast illa á hné í leik Pick Szeged og Lomza Kielce í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Neðst í fréttinni má sjá myndband af atvikinu. Handbolti 7. desember 2022 19:21
Bræðurnir fengu báðir að finna fyrir því í gær Valsbræðurnir Arnór Snær Óskarsson og Benedikt Gunnar Óskarsson fengu heldur betur að finna fyrir því í seinni hálfleik í Evrópuleik Valsmanna í Ungverjalandi í gær. Handbolti 7. desember 2022 14:31
„Mér finnst Patti vera í einskismannslandi“ Karlalið Stjörnunnar í Olís deildinni tapaði á móti Aftureldingu í síðasta leik sínum og strákarnir í Seinni bylgjunni höfðu áhyggjur af því að þjálfari liðsins, Patrekur Jóhannesson, fái ekki nógu mikla aðstoð. Handbolti 7. desember 2022 12:01
Kross 11. umferðar: Einar Rafn í sautjánda himni og óðurinn til þagnarinnar Elleftu umferð Olís-deildar karla í handbolta lauk í fyrradag. Hverjir áttu góðan dag og hverjir slæman? Hverjir þurfa að hafa áhyggjur og hvað sagði tölfræðin? Vísir fer yfir umferðina á léttum og gagnrýnum nótum. Handbolti 7. desember 2022 10:00
„Hefðum tekið stigið fyrirfram en ógeðslega pirraðir að hafa ekki unnið“ Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Íslandsmeistara Vals, gat ekki leynt svekkelsi sínu eftir að liðið tapaði niður sjö marka forystu gegn Ferencváros í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Hann segir þó að liðið verði að virða stigið sem þó fékkst. Handbolti 6. desember 2022 23:01
Teitur og félagar einir á toppnum eftir sigur gegn Benidorm Teitur Örn Einarsson og félagar hans í Flensburg gerðu góða ferð til Benidorm þar sem liðið vann öruggan sex marka sigur gegn heimamönnum í Evrópudeildinni í handbolta, 32-38. Fyrr í kvöld máttu Kristján Örn Kristjánsson og félagar hans í PAUC þola óvænt tap gegn sænska liðinu Ystads í sama riðli, 34-36. Handbolti 6. desember 2022 21:20
„Héldum ekki nógu vel á spilunum þegar við vorum komnir með forskot“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Valsmanna, var hálf niðurlútur eftir að liðið missti frá sér sjö marka forskot gegn Ferencváros í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Hann segir að leikjaálagið hafi ekki haft áhrif á sína menn. Handbolti 6. desember 2022 20:16
„Þetta var leikur sem við áttum að taka“ Hornamaðurinn Stiven Tobar Valencia var eðlilega súr eftir að Valsmenn gerðu 33-33 jafntefli gegn Ferencváros í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Valsmenn náðu mest sjö marka forskoti í leiknum, en Ungverjarnir jöfnuðu metin úr vítakasti þegar leiktíminn var liðinn. Handbolti 6. desember 2022 20:02
Umfjöllun: Ferencváros - Valur 33-33 | Valsmenn köstuðu frá sér sigrinum í Búdapest Valur gerði 33-33 jafntefli við Ferencváros í B-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld. Ungverjarnir jöfnuðu metin með marki úr vítakasti eftir að leiktíminn var runninn út. Handbolti 6. desember 2022 19:40
HM ekki í hættu hjá Viktori Gísla Aðdáendur íslenska karlalandsliðsins í handbolta geta varpað öndinni léttar því allar líkur eru á því að Viktor Gísli Hallgrímsson verji mark þess á HM í Svíþjóð og Póllandi í byrjun næsta árs. Handbolti 6. desember 2022 12:23
Ræddu bleika fílinn í herberginu: Er SB skrípaþáttur eða skemmtiþáttur? Erlingur Birgir Richardsson, þjálfari ÍBV í Olís deild karla í handbolta, vill ekki gefa Vísi eða Stöð 2 Sport viðtöl eftir leiki Eyjamanna og segir ástæðuna vera að Seinni bylgjan sé skrípaþáttur. Strákarnir í Seinni bylgjunni ræddu þetta mál í gær. Handbolti 6. desember 2022 10:32
Gunnar Malmquist og Sigurður slíðra sverðin Fyrr í dag var greint frá því að Sigurður Bjarnason, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, stjakaði við Gunnari Malmquist Þórssyni, leikmanni Aftureldingar, eftir leikinn gegn Stjörnunni í Olís-deild karla í gær, sunnudag. Handbolti 5. desember 2022 23:30
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - FH 32-37 | Áttundi sigur FH í röð staðreynd FH gerði góða ferð á Selfoss og vann þar fimm marka sigur í Olís deild karla í handbolta, 32-37. FH hefur þar með unnið átta leiki í röð, en Selfyssingar hafa tapað fjórum af seinustu fimm. Handbolti 5. desember 2022 22:25
Einar eftir að Fram komst aftur á sigurbraut: „Hrikalega bjartsýnn á framhaldið“ Fram vann gríðarlega mikilvægan sigur í kvöld. Einar Jónsson, þjálfari Fram, var mjög ánægður með að fá tvö stig í kvöld þegar lið hans lagði ÍR í Breiðholti í Olís deild karla í handbolta. Fram hafði tapað þremur leikjum í röð og sigurinn þar af leiðandi extra sætur. Handbolti 5. desember 2022 22:00
Umfjöllun og viðtöl ÍR - Fram 27-31 | Eftir þrjá tapleiki í röð komst Fram loks á sigurbraut Það voru Frammarar sem sóttu tvö stig í Breiðholtið þegar þeir unnu heimamenn í ÍR, 27-31, í frábærum handboltaleik í Olís-deild karla í kvöld. Fram hafði tapað þremur leikjum í röð á heimavelli en sneri við blaðinu og sótti loks sigur. ÍR-ingar hafa verið gríðarlega sterkir á heimavelli í vetur en slæmur kafli í upphafi leiks varð þeim að falli. Handbolti 5. desember 2022 21:45
„Varnarlega gátum við gert betur en mér er eiginlega alveg slétt sama“ Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var að vonum ánægður eftir fimm marka sigur sinna mann gegn Selfyssingum í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 32-37. Hann segir að lokatölurnar gefi ekki rétta mynd af leiknum, enda var jafnt á öllum tölum fram á lokamínútur leiksins. Handbolti 5. desember 2022 21:35
Viktor Gísli þurfti að fara meiddur af velli Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson meiddist á olnboga í leik Nantes og Sélestat í frönsku úrvalsdeildinni um liðna helgi. Rétt rúmur mánuður er í þangað til HM í handbolta hefst en mótið fer fram í Svíþjóð og Póllandi. Handbolti 5. desember 2022 19:46
Guðmundur Bragi með tæp tíu mörk að meðaltali í leik eftir þjálfaraskiptin Haukamaðurinn Guðmundur Bragi Ástþórsson hefur verið rjúkandi heitur að undanförnu. Hann er með tæp tíu mörk að meðaltali í leik eftir að Haukar skiptu um þjálfara í síðasta mánuði. Handbolti 5. desember 2022 16:01