Fáum við að sjá bestu útgáfuna af Aroni á EM? Aron Guðmundsson skrifar 8. janúar 2024 08:30 Aron Pálmarsson í leik með íslenska landsliðinu á móti Færeyjum í nóvember en fyrirliði íslenska liðsins þarf að eiga gott mót ætli íslenska liðið sér að komast í umspil Ólympíuleikanna. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Aron Pálmarsson, ein af burðarásum íslenska landsliðsins í handbolta, segir langt síðan að hann hafi verið í eins góðu formi og nú, nokkrum dögum fyrir fyrsta leik Strákanna okkar á EM. Það að hann sé ekki að spila í einni af sterkustum deildum í heimi muni ekki hafa áhrif á hans framlag á komandi stórmóti. Íslenska landsliðið hefur leik á Evrópumótinu í Þýskalandi í Munchen á föstudaginn kemur þegar að liðið tekst á við landslið Serbíu. Því næst fylgja leikir í riðlakeppninni gegn Svartfjallalandi og Ungverjalandi. Í Sportsíldinni á Stöð 2 Sport fyrir áramót. Þar sem að íþróttaárið 2023 var gert upp og spáð í árið 2024 var Dagur Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður Íslands og nú landsliðsþjálfari Japan, spurður að því hvort íslenska þjóðin gæti átt von á því að sjá það besta frá Aroni Pálmarssyni, sökum þeirrar staðreyndar að fyrir yfirstandandi tímabil sneri hann aftur heim úr atvinnumennsku til FH og spilar nú í Olís deildinni þar sem að leikjaálagið er minna heldur en í þeim deildum sem Aron hefur vanist að spila í á sínum atvinnumannaferli undanfarin ár. „Mér finnst það bara mjög líklegt,“ sagði Dagur sem er hokinn af reynslu úr handboltaheiminum aðspurður um Aron. „Ég held að hann sé bara í góðu standi. Hann er búinn að vera glíma við smá meiðsli í vetur en síðustu leikir hafa verið mjög flottir hjá honum. Þá er hann með annað hlutverk innan liðsins núna. Hann þarf ekki að bera þetta allt uppi, það eru fleiri sem að draga vagninn. Bara mjög spenanndi. Og á æfingu íslenska landsliðsins á dögunum, áður en að liðið hélt af landi brott fyrir Evrópumótið í Þýskalandi, lá beinast við að spyrja Aron sjálfan að þessu. „Ég reyni að taka það jákvæða út úr þessu og talaði líka um það þegar að ég samdi við FH á sínum tíma. Maður er búinn að vera í miklu álagi síðustu fjórtán ár með félagsliðum og landsliði líka. Ég lít klárlega á þetta þannig,“ segir Aron aðspurður um það hvort minna leikjaálag með FH sé honum í hag. „Það er langt síðan að ég hef verið í eins góðu formi. Ég hef haft meiri tíma til þess að hugsa um sjálfan mig. FH er búið að hugsa vel um mig sömuleiðis. Auðvitað er þetta minna leikjaálag en að sama skapi er ég ekki að spila í einni af sterkustum deildum í heimi. Ég næ þó alveg að eiga vel við það. Ég er að koma mjög spenntur og í góðu standi inn á þetta stórmót. Það hefur engin áhrif á mig í hvaða deild ég er að spila. Ég mun alveg geta sýnt mitt besta í janúar.“ EM 2024 í handbolta Olís-deild karla FH Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira
Íslenska landsliðið hefur leik á Evrópumótinu í Þýskalandi í Munchen á föstudaginn kemur þegar að liðið tekst á við landslið Serbíu. Því næst fylgja leikir í riðlakeppninni gegn Svartfjallalandi og Ungverjalandi. Í Sportsíldinni á Stöð 2 Sport fyrir áramót. Þar sem að íþróttaárið 2023 var gert upp og spáð í árið 2024 var Dagur Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður Íslands og nú landsliðsþjálfari Japan, spurður að því hvort íslenska þjóðin gæti átt von á því að sjá það besta frá Aroni Pálmarssyni, sökum þeirrar staðreyndar að fyrir yfirstandandi tímabil sneri hann aftur heim úr atvinnumennsku til FH og spilar nú í Olís deildinni þar sem að leikjaálagið er minna heldur en í þeim deildum sem Aron hefur vanist að spila í á sínum atvinnumannaferli undanfarin ár. „Mér finnst það bara mjög líklegt,“ sagði Dagur sem er hokinn af reynslu úr handboltaheiminum aðspurður um Aron. „Ég held að hann sé bara í góðu standi. Hann er búinn að vera glíma við smá meiðsli í vetur en síðustu leikir hafa verið mjög flottir hjá honum. Þá er hann með annað hlutverk innan liðsins núna. Hann þarf ekki að bera þetta allt uppi, það eru fleiri sem að draga vagninn. Bara mjög spenanndi. Og á æfingu íslenska landsliðsins á dögunum, áður en að liðið hélt af landi brott fyrir Evrópumótið í Þýskalandi, lá beinast við að spyrja Aron sjálfan að þessu. „Ég reyni að taka það jákvæða út úr þessu og talaði líka um það þegar að ég samdi við FH á sínum tíma. Maður er búinn að vera í miklu álagi síðustu fjórtán ár með félagsliðum og landsliði líka. Ég lít klárlega á þetta þannig,“ segir Aron aðspurður um það hvort minna leikjaálag með FH sé honum í hag. „Það er langt síðan að ég hef verið í eins góðu formi. Ég hef haft meiri tíma til þess að hugsa um sjálfan mig. FH er búið að hugsa vel um mig sömuleiðis. Auðvitað er þetta minna leikjaálag en að sama skapi er ég ekki að spila í einni af sterkustum deildum í heimi. Ég næ þó alveg að eiga vel við það. Ég er að koma mjög spenntur og í góðu standi inn á þetta stórmót. Það hefur engin áhrif á mig í hvaða deild ég er að spila. Ég mun alveg geta sýnt mitt besta í janúar.“
EM 2024 í handbolta Olís-deild karla FH Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira