Danir grínast með að Ísland vilji bara silfur Sindri Sverrisson skrifar 9. janúar 2024 08:29 Ýmir Örn Gíslason er í stóru hlutverki í auglýsingu TV 2, en textinn passar engan veginn við orð hans. Skjáskot/TV 2 Gullverðlaunin eru frátekin á Evrópumóti karla í handbolta í janúar, fyrir Danmörku. Hin liðin vilja þess vegna bara silfur. Út á þetta gengur bráðskemmtileg auglýsing frá dönsku sjónvarpsstöðinni TV 2 þar sem Ýmir Örn Gíslason er meðal annars í nokkuð stóru hlutverki. Í auglýsingunni er búið að klippa saman leikhlé hjá öðrum liðum en því danska, og setja danskan texta við það sem sagt er í leikhléunum. Textinn passar þó engan veginn við það sem sagt er, heldur er látið eins og öll hin liðin séu bara að tala um hvað þau langi mikið í silfurverðlaunin. Í lokin kemur svo ástæðan; gullið er frátekið fyrir Dani. Til vores svenske venner på @Avkastpodden inkl. @EmilB86 og @ESchalin:Traileren fra dansk TV2 er her. Husk at det er en tv-stations marketingafdeling, der har produceret den.Og husk: Der er stadig danskere tilbage, der har en hukommelse og ser lidt mere nuanceret på det :) pic.twitter.com/A25yMFGis4— Thomas Ladegaard (@thomasladegard) January 8, 2024 Ef danski textinn við þrumuræðu Ýmis væri réttur, hefði hann til að mynda sagt: „Hey! Ekki standa hérna og hvísla um gullverðlaun! Næst verðið þið reknir út í rútu! Við spilum eingöngu um silfrið, allt í lagi?! Svo gleymum við öllu um gullið.“ Frakkarnir eru látnir sætta sig við að gullið sé ekki möguleiki, enda sé enginn í franska landsliðinu eins og Mathias Gidsel, lykilmaður Dana. Hollendingarnir tala um hve stoltar mæður þeirra yrðu af silfri, og Króatar, Spánverjar og Þjóðverjar vilja ekkert annað en silfur. Það verður svo að koma í ljós hvort Danir, ríkjandi heimsmeistarar, taki gullið en þeir urðu síðast Evrópumeistarar árið 2012 og hafa ekki spilað úrslitaleikinn á EM í síðustu fjögur skipti. Veðbankar eru þó sammála um að Danmörk sé langlíklegust til að verða Evrópumeistari. Ríkjandi Evrópumeistarar Svíþjóðar, Frakkland, Spánn, Þýskaland, Ísland og Noregur koma svo næst á eftir. EM 2024 í handbolta Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Út á þetta gengur bráðskemmtileg auglýsing frá dönsku sjónvarpsstöðinni TV 2 þar sem Ýmir Örn Gíslason er meðal annars í nokkuð stóru hlutverki. Í auglýsingunni er búið að klippa saman leikhlé hjá öðrum liðum en því danska, og setja danskan texta við það sem sagt er í leikhléunum. Textinn passar þó engan veginn við það sem sagt er, heldur er látið eins og öll hin liðin séu bara að tala um hvað þau langi mikið í silfurverðlaunin. Í lokin kemur svo ástæðan; gullið er frátekið fyrir Dani. Til vores svenske venner på @Avkastpodden inkl. @EmilB86 og @ESchalin:Traileren fra dansk TV2 er her. Husk at det er en tv-stations marketingafdeling, der har produceret den.Og husk: Der er stadig danskere tilbage, der har en hukommelse og ser lidt mere nuanceret på det :) pic.twitter.com/A25yMFGis4— Thomas Ladegaard (@thomasladegard) January 8, 2024 Ef danski textinn við þrumuræðu Ýmis væri réttur, hefði hann til að mynda sagt: „Hey! Ekki standa hérna og hvísla um gullverðlaun! Næst verðið þið reknir út í rútu! Við spilum eingöngu um silfrið, allt í lagi?! Svo gleymum við öllu um gullið.“ Frakkarnir eru látnir sætta sig við að gullið sé ekki möguleiki, enda sé enginn í franska landsliðinu eins og Mathias Gidsel, lykilmaður Dana. Hollendingarnir tala um hve stoltar mæður þeirra yrðu af silfri, og Króatar, Spánverjar og Þjóðverjar vilja ekkert annað en silfur. Það verður svo að koma í ljós hvort Danir, ríkjandi heimsmeistarar, taki gullið en þeir urðu síðast Evrópumeistarar árið 2012 og hafa ekki spilað úrslitaleikinn á EM í síðustu fjögur skipti. Veðbankar eru þó sammála um að Danmörk sé langlíklegust til að verða Evrópumeistari. Ríkjandi Evrópumeistarar Svíþjóðar, Frakkland, Spánn, Þýskaland, Ísland og Noregur koma svo næst á eftir.
EM 2024 í handbolta Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira