Golf

Golf

Fréttir og úrslit úr heimi golfsins.

Fréttamynd

Simpson jafnaði vallarmetið og leiðir með fimm höggum

Bandaríkjamaðurinn Webb Simpson jafnaði vallarmetið á Sawgrass vellinum þegar hann fór hringinn á 63 höggum á öðrum degi Players mótsins í golfi sem er hluti af PGA mótaröðinni. Hann leiðir mótið þegar keppni er hálfnuð.

Golf
Fréttamynd

Tapaði Mickelson veðmáli?

Phil Mickelson gat ekkert á Players-meistaramótinu í gær en þrátt fyrir það er lítið talað um spilamennsku hans. Það eru allir að tala um klæðnaðinn sem hann var í.

Golf
Fréttamynd

Tiger spilar með Mickelson og Fowler

Players-meistaramótið hefst á hinum frábæra Sawgrass-velli á morgun. Þetta mót er oft kallað fimmta risamótið. Ráshópur dagsins er með Tiger Woods, Phil Mickelson og Rickie Fowler.

Golf
Fréttamynd

Ólafía Þórunn í 32. sæti

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir endaði í 32. sæti á Volunteers of America mótinu sem fór fram í Texas um helgina en slæmt veður hafa mikil áhrif á mótið.

Golf
Fréttamynd

Ólafía spilar bara 36 holur í Texas

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og aðrir kylfingar munu einungis spila 36 holur á Volunteers of America-mótinu sem fer fram í Texas um helgina en slæmt veður hefur riðlað dagskrá mótsins svo um munar.

Golf
Fréttamynd

Ólafía úr leik í Kaliforníu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, er úr leik á Mediheal-meistaramótinu sem fram fer í Kaliforníu þessa helgina en slæmur gærdagur setti Ólafíu í erfiða stöðu.

Golf
Fréttamynd

Ólafía ekki í stuði í nótt

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fór ekki vel af stað á LPGA-móti sem fer fram í San Francisco í Bandaríkjunum.

Golf
Fréttamynd

Valdís Þóra í 57.sæti

Valdís Þóra Jónsdóttir lauk þriðja hringnum sínum á Lalla Meryem-mótinu nú rétt í þessu en hún er eins og er í 57. sæti af 63 kylfingum.

Golf
Fréttamynd

Ólafía komst ekki í gegnum niðurskurð

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur lokið keppni á LA Open golfmótinu á LPGA-mótaröðinni í Los Angeles eftir að hafa verið sex höggum frá niðurskurði í nótt.

Golf
Fréttamynd

Hræðileg byrjun hjá Ólafíu í LA

Hrikaleg byrjun fór illa með Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur á fyrsta hring á Hugel-JTBC mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni í golfi. Ólafía lauk leik á fjórum höggum yfir pari.

Golf
Fréttamynd

Valdís í toppbaráttu í Morokkó

Valdís Þóra Jónsdóttir er í toppbaráttu í Lalla Maryem bikarnum sem er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi, sterkustu mótaröð Evrópu, eftir fyrsta hring mótsins í Morokkó í dag.

Golf
Fréttamynd

Ólafía náði sér ekki á strik á Havaí

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, átti mun betri dag á Lotte-meistaramótinu sem spilað er á Havaí en Ólafía spilaði skelfilega í gær. Ólafía endaði á einu höggi yfir pari í dag og samtals tíu yfir.

Golf