Simpson jafnaði vallarmetið og leiðir með fimm höggum Bandaríkjamaðurinn Webb Simpson jafnaði vallarmetið á Sawgrass vellinum þegar hann fór hringinn á 63 höggum á öðrum degi Players mótsins í golfi sem er hluti af PGA mótaröðinni. Hann leiðir mótið þegar keppni er hálfnuð. Golf 12. maí 2018 08:56
Tapaði Mickelson veðmáli? Phil Mickelson gat ekkert á Players-meistaramótinu í gær en þrátt fyrir það er lítið talað um spilamennsku hans. Það eru allir að tala um klæðnaðinn sem hann var í. Golf 11. maí 2018 13:00
Hef lært margt á stuttum tíma og á eftir að læra heilan helling Guðrún Brá Björgvinsdóttir er á sínu fyrsta tímabili sem atvinnukylfingur. Hún komst í gegnum niðurskurðinn í fyrsta sinn á LETA-mótaröðinni um síðustu helgi. Golf 11. maí 2018 10:45
Sex deila forystunni á Players | Tiger á pari Fyrsta hring á Players-mótinu er lokið. Tiger Woods fékk örn en það dugði ekki til að komast undir parið. Golf 11. maí 2018 08:10
Birgir Leifur einu höggi yfir pari Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson lék fyrsta hringinn á Rocco Forte mótinu í Sikiley á einu höggi yfir pari. Golf 10. maí 2018 17:30
Tiger spilar með Mickelson og Fowler Players-meistaramótið hefst á hinum frábæra Sawgrass-velli á morgun. Þetta mót er oft kallað fimmta risamótið. Ráshópur dagsins er með Tiger Woods, Phil Mickelson og Rickie Fowler. Golf 9. maí 2018 15:00
Konur á Evrópumótaröðinni verða að vinna hlutastarf til að eiga í sig og á Reyndur kylfingur á Evrópumótaröð kvenna í golfi hefur verulegar áhyggjur af stöðu mála. Golf 9. maí 2018 10:30
Ólafía: Góð spilamennska eftir erfiða tíma undanfarið Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, rak heldur betur af sér slyðruorðið þegar hún lék á Volunteers of America Texas Classic-mótinu, sem er hluti af LPGA-mótaröðinni í golfi kvenna, um helgina. Golf 8. maí 2018 09:30
Ólafía bætti stöðu sína á peningalistanum Er komin upp í 107. sæti listans mikilvæga. Golf 7. maí 2018 13:00
Ólafía Þórunn í 32. sæti Ólafía Þórunn Kristinsdóttir endaði í 32. sæti á Volunteers of America mótinu sem fór fram í Texas um helgina en slæmt veður hafa mikil áhrif á mótið. Golf 7. maí 2018 10:00
Day tók gullið á Wells Fargo | Tiger kláraði hringina fjóra Jason Day kom, sá og sigraði á Wells Fargo meistaramótinu sem fór fram um helgina en mótið er hluti af PGA-mótaröðinni. Tiger Woods var með um helgina og spilaði ágætlega. Golf 7. maí 2018 08:00
Ólafía lék 35 holur á 36 holu móti á einum degi Ólafía Þórunn Kristinsdóttir kláraði síðustu holuna sína á Sjálboðaliðamótinu í Texas í dag. Hún var á meðal 30 efstu þegar hún kom í hús. Golf 6. maí 2018 14:54
Ólafía þurfti að ljúka keppni vegna myrkurs Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í 21.-35. sæti á Texas Classic mótinu eftir að hafa lokið aðeins sautján holum af átján á sínum öðrum hring í nótt. Golf 6. maí 2018 09:30
Ólafía: Síðustu dagar búnir að vera áhugaverðir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir segir að síðustu dagar hafa verið áhugaverðir og var ánægð með sína spilamennsku er hún ræddi við blaðamenn í dag. Golf 5. maí 2018 22:27
Ólafía í toppbaráttunni eftir stórkostleg golf Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, er í toppbarátunni á Volunteers of America-mótinu sem fer fram í Texas um helgina. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni. Golf 5. maí 2018 19:57
Ólafía spilar bara 36 holur í Texas Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og aðrir kylfingar munu einungis spila 36 holur á Volunteers of America-mótinu sem fer fram í Texas um helgina en slæmt veður hefur riðlað dagskrá mótsins svo um munar. Golf 4. maí 2018 21:27
Ólafía gat ekkert spilað í gær vegna veðurs Fresta varð leik á LPGA-mótaröðinni vegna veðurs í gær. Golf 4. maí 2018 09:30
Rory: Mér er alveg sama um Opna breska því Masters er aðalmótið Einn besti kylfingur heims, Rory McIlroy, segir að eina risamótið sem skipti máli sé The Masters. Það er einmitt eina risamótið sem McIlroy hefur ekki unnið. Golf 3. maí 2018 16:45
Ólafía opnar sig um síðustu vikur: „Vandamálið kom frá hausnum“ Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, íþróttamaður ársins 2017, hefur ekki byrjað tímabilið á LPGA mótaröðinni vel og aðeins náð í gegnum niðurskurðinn á tveimur af átta mótum á mótaröðinni. Hún opnaði sig um síðustu daga og vikur í Facebook færslu í gærkvöld. Golf 3. maí 2018 08:00
Einn besti kvenkylfingur allra tíma á leið til Íslands Hin sænska Annika Sörenstam er á leið til Íslands í næsta mánuði en hún er öllum golfáhugamönnum að góðu kunn. Golf 2. maí 2018 20:00
Ólafía úr leik í Kaliforníu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, er úr leik á Mediheal-meistaramótinu sem fram fer í Kaliforníu þessa helgina en slæmur gærdagur setti Ólafíu í erfiða stöðu. Golf 27. apríl 2018 23:30
Ólafía ekki í stuði í nótt Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fór ekki vel af stað á LPGA-móti sem fer fram í San Francisco í Bandaríkjunum. Golf 27. apríl 2018 08:00
Valdís Þóra náði sér ekki á strik Valdís Þóra Jónsdóttir lauk keppni á Lalla Meryem-mótinu nú fyrr í dag en hún endaði í þriðja neðsta sæti. Golf 22. apríl 2018 14:15
Valdís Þóra í 57.sæti Valdís Þóra Jónsdóttir lauk þriðja hringnum sínum á Lalla Meryem-mótinu nú rétt í þessu en hún er eins og er í 57. sæti af 63 kylfingum. Golf 21. apríl 2018 12:15
Ólafía komst ekki í gegnum niðurskurð Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur lokið keppni á LA Open golfmótinu á LPGA-mótaröðinni í Los Angeles eftir að hafa verið sex höggum frá niðurskurði í nótt. Golf 21. apríl 2018 10:00
Hræðileg byrjun hjá Ólafíu í LA Hrikaleg byrjun fór illa með Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur á fyrsta hring á Hugel-JTBC mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni í golfi. Ólafía lauk leik á fjórum höggum yfir pari. Golf 19. apríl 2018 20:53
Valdís í toppbaráttu í Morokkó Valdís Þóra Jónsdóttir er í toppbaráttu í Lalla Maryem bikarnum sem er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi, sterkustu mótaröð Evrópu, eftir fyrsta hring mótsins í Morokkó í dag. Golf 19. apríl 2018 19:16
Golfhringur vina endaði með hnífstungu Ástrali á miðjum aldri hefði betur sleppt því að fara í golf með tveimur vinum sínum eftir að þeir voru búnir að fá sér nokkra gráa. Golf 17. apríl 2018 23:30
Fékk fugl í bókstaflegri merkingu og missti af niðurskurðinum Atvinnukylfingurinn Kelly Kraft lenti í ótrúlegu atviki á PGA-móti síðasta föstudag. Golf 16. apríl 2018 23:00
Ólafía náði sér ekki á strik á Havaí Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, átti mun betri dag á Lotte-meistaramótinu sem spilað er á Havaí en Ólafía spilaði skelfilega í gær. Ólafía endaði á einu höggi yfir pari í dag og samtals tíu yfir. Golf 12. apríl 2018 22:11