Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

British Airways leggur júmbó-þotunni

Breska flugfélagið British Airways hefur ákveðið að leggja öllum Boeing 747 júmbó þotum sínum. Til þessa hefur ekkert annað flugfélag í heiminum notað jafnmargar júmbó þotur í flugáætlun sinni

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Nýjar reglur sóttvarnalæknis minnka álagið um hátt í 40%

Um fjörutíu prósent færri þurfa að fara í skimun á landamærunum með nýjum reglum sóttvarnalæknis. Frá og með deginum í dag bætist Danmörk Noregur, Finnland og Þýskaland á lista yfir svokölluð „örugg lönd“ en ferðamenn sem koma þaðan eru undanþegnir skimunum.

Innlent
Fréttamynd

Icelandair hefur um þrjár vikur til að ná samningum fyrir 30 milljarða hlutafjárútboð til björgunar félaginu

Icelandair hefur aðeins rúma tuttugu daga til að ganga frá samingum við lánadrottna, Boeing verksmiðjurnar og flugfreyjur áður en fyrirhugað hlutafjárútboð til björgunar félaginu fer fram í byrjun ágúst. Samninganefndir fyrirtækisins og flugfreyja komu saman til fyrsta fundar í dag eftir að flugfreyjur kolfelldu nýgerðan kjarasamning.

Innlent
Fréttamynd

Vondaufur um að fundahöld skili nokkru

Forstjóri Icelandair Group segir stöðuna sem upp er komin eftir að félagsmenn FFÍ kolfelldu kjarasamning við flugfélagið ekki vera góða. Tilgangslaust er að mati forstjórans að funda um málið, lengra verði ekki komist í samningsátt.

Innlent