„Það er dálítið í land en þetta er allt að koma“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. desember 2021 22:02 Skarphéðinn Steinarsson, ferðamálastjóri, segir enn mikla óvissu í faraldrinum. Vísir/Egill Farþegum sem fara um Keflavíkurflugvöll hefur fjölgað töluvert á milli ára. Ferðamálastjóri býst við að fjöldi ferðamanna nálgist eðlilegt horf á næsta ári. Enn sé þó mikil óvissa um þróunina vegna faraldursins. Rúmlega 2,1 milljón manna fóru um Keflavíkurflugvöll frá 1. janúar til 27. desember, samkvæmt bráðabirgðatölum Isavia fyrir desember, og fjölgar um tæplega 760 þúsund frá því í fyrra. Ferðamálastofa gerir ráð fyrir að um 700 þúsund ferðamenn hafi komið til landsins á þessu ári. „Þetta ár er betra en það síðasta, við erum að sjá fram á að það séu um 700 þúsund ferðamenn á þessu ári og voru innan við 500 þúsund á því síðasta,“ segir Skarphéðinn Steinarsson, ferðamálastjóri. „Það er hins vegar hvergi nærri þeim tölum sem við sáum fyrir Covid, árið 2019 voru hér tæplega tvær milljónir ferðamanna, þannig að það er dálítið í land en þetta er allt að koma,“ segir Skarphéðinn. Væntingar hafa staðið til þess að þegar líða fari á vorið fari ferðaþjónustan að taka við sér og hafa vísbendingar bent til þess. Enn er þó mikil óvissa í faraldrinum og ómögulegt að segja hvað tekur við. „Við áttum svo sannarlega ekki von á þessu sem hefur verið að gerast í kringum ómíkron, það er einhver samdráttur í kringum það, hins vegar hefur bókunarfyrirvari verið að styttast svo mikið að það er ekki víst að þetta hafi nein teljandi áhrif þegar við komum fram á vor og sumar,“ segir Skarphéðinn. Fjöldi farþega hefur verið að aukast stöðugt það sem af er ári. Í sumar fjölgaði farþegum til að mynda um 50 prósent og í haust fjölgaði þeim um allt að 65 til 70 prósent. „Þetta er þróun sem við gerum ráð fyrir að haldi áfram og almennt er talið í heiminum að ferðaþjónustan verði komin á par við það sem hún var fyrir Covid árið 2024,“ segir Skarphéðinn. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kórónuveiran setur strik í reikning ferðalanga Samgöngur um allan heim hafa gengið erfiðlega nú um hátíðarnar þar sem kórónuveiran hefur sett stórt strik í reikninginn. Fjöldi er á faraldsfæti til að heimsækja vini og ættingja en af þeim hafa margir þurft að eyða jólahelginn á flugvöllum víðsvegar um heim. 27. desember 2021 06:51 Spá 1,3 milljón ferðamanna á næsta ári Erlendir ferðamenn voru ríflega 75 þúsund í nóvember sem er svipaður fjöldi og fyrir sex árum en tuttuguföldun miðað við síðasta ár. Sem fyrr eru Bandaríkjamenn fjölmennastir en Bretar og fólk frá vesturhluta meginlands Evrópu sækir í sig veðrið. Ferðafólk hingað til lands verður líklega nærri 700 þúsundum í ár en sá fjöldi gæti tvöfaldast á næsta ári. 10. desember 2021 11:11 Faraldurinn hafi ekki jafn mikil áhrif og áður á hegðun Íslendinga Núverandi bylgja faraldurins virðist ekki hafa mikil áhrif á hegðun ferðamanna og er lítið um afbókanir þrátt fyrir uppsveiflu í fjölda smitaðra. Forstjóri Play segir það sérstaklega eiga við um Íslendinga sem voru óöruggir í sumar þegar fjórða bylgja faraldursins reið yfir en þeir eru nú rólegri og yfirvegaðri. 16. nóvember 2021 11:45 Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Rúmlega 2,1 milljón manna fóru um Keflavíkurflugvöll frá 1. janúar til 27. desember, samkvæmt bráðabirgðatölum Isavia fyrir desember, og fjölgar um tæplega 760 þúsund frá því í fyrra. Ferðamálastofa gerir ráð fyrir að um 700 þúsund ferðamenn hafi komið til landsins á þessu ári. „Þetta ár er betra en það síðasta, við erum að sjá fram á að það séu um 700 þúsund ferðamenn á þessu ári og voru innan við 500 þúsund á því síðasta,“ segir Skarphéðinn Steinarsson, ferðamálastjóri. „Það er hins vegar hvergi nærri þeim tölum sem við sáum fyrir Covid, árið 2019 voru hér tæplega tvær milljónir ferðamanna, þannig að það er dálítið í land en þetta er allt að koma,“ segir Skarphéðinn. Væntingar hafa staðið til þess að þegar líða fari á vorið fari ferðaþjónustan að taka við sér og hafa vísbendingar bent til þess. Enn er þó mikil óvissa í faraldrinum og ómögulegt að segja hvað tekur við. „Við áttum svo sannarlega ekki von á þessu sem hefur verið að gerast í kringum ómíkron, það er einhver samdráttur í kringum það, hins vegar hefur bókunarfyrirvari verið að styttast svo mikið að það er ekki víst að þetta hafi nein teljandi áhrif þegar við komum fram á vor og sumar,“ segir Skarphéðinn. Fjöldi farþega hefur verið að aukast stöðugt það sem af er ári. Í sumar fjölgaði farþegum til að mynda um 50 prósent og í haust fjölgaði þeim um allt að 65 til 70 prósent. „Þetta er þróun sem við gerum ráð fyrir að haldi áfram og almennt er talið í heiminum að ferðaþjónustan verði komin á par við það sem hún var fyrir Covid árið 2024,“ segir Skarphéðinn.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kórónuveiran setur strik í reikning ferðalanga Samgöngur um allan heim hafa gengið erfiðlega nú um hátíðarnar þar sem kórónuveiran hefur sett stórt strik í reikninginn. Fjöldi er á faraldsfæti til að heimsækja vini og ættingja en af þeim hafa margir þurft að eyða jólahelginn á flugvöllum víðsvegar um heim. 27. desember 2021 06:51 Spá 1,3 milljón ferðamanna á næsta ári Erlendir ferðamenn voru ríflega 75 þúsund í nóvember sem er svipaður fjöldi og fyrir sex árum en tuttuguföldun miðað við síðasta ár. Sem fyrr eru Bandaríkjamenn fjölmennastir en Bretar og fólk frá vesturhluta meginlands Evrópu sækir í sig veðrið. Ferðafólk hingað til lands verður líklega nærri 700 þúsundum í ár en sá fjöldi gæti tvöfaldast á næsta ári. 10. desember 2021 11:11 Faraldurinn hafi ekki jafn mikil áhrif og áður á hegðun Íslendinga Núverandi bylgja faraldurins virðist ekki hafa mikil áhrif á hegðun ferðamanna og er lítið um afbókanir þrátt fyrir uppsveiflu í fjölda smitaðra. Forstjóri Play segir það sérstaklega eiga við um Íslendinga sem voru óöruggir í sumar þegar fjórða bylgja faraldursins reið yfir en þeir eru nú rólegri og yfirvegaðri. 16. nóvember 2021 11:45 Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Kórónuveiran setur strik í reikning ferðalanga Samgöngur um allan heim hafa gengið erfiðlega nú um hátíðarnar þar sem kórónuveiran hefur sett stórt strik í reikninginn. Fjöldi er á faraldsfæti til að heimsækja vini og ættingja en af þeim hafa margir þurft að eyða jólahelginn á flugvöllum víðsvegar um heim. 27. desember 2021 06:51
Spá 1,3 milljón ferðamanna á næsta ári Erlendir ferðamenn voru ríflega 75 þúsund í nóvember sem er svipaður fjöldi og fyrir sex árum en tuttuguföldun miðað við síðasta ár. Sem fyrr eru Bandaríkjamenn fjölmennastir en Bretar og fólk frá vesturhluta meginlands Evrópu sækir í sig veðrið. Ferðafólk hingað til lands verður líklega nærri 700 þúsundum í ár en sá fjöldi gæti tvöfaldast á næsta ári. 10. desember 2021 11:11
Faraldurinn hafi ekki jafn mikil áhrif og áður á hegðun Íslendinga Núverandi bylgja faraldurins virðist ekki hafa mikil áhrif á hegðun ferðamanna og er lítið um afbókanir þrátt fyrir uppsveiflu í fjölda smitaðra. Forstjóri Play segir það sérstaklega eiga við um Íslendinga sem voru óöruggir í sumar þegar fjórða bylgja faraldursins reið yfir en þeir eru nú rólegri og yfirvegaðri. 16. nóvember 2021 11:45