Einangraði sig inni á klósetti eftir jákvætt heimapróf í miðju flugi til Íslands Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. desember 2021 08:50 Bandaríski kennarinn dvaldi fimm tíma inn á klósetti Icelandair á leið til Íslands. Skjáskot Hún var afar sérstök, flugferð bandaríska kennarans Marisa Fotieo til Íslands skömmu fyrir jól. Í miðju flugi tók hún Covid-19 heimapróf sem reyndist jákvætt og ákvað hún því að einangra sig inn á klósetti flugvélarinnar til þess að freista þess að vernda aðra farþega. Fotieo sýndi frá einangruninni og dvöl sinni á Íslandi á samfélagsmiðlinum TikTok og hafa fjölmargir bandarískir fjölmiðlar fjallað um Íslandsför hennar. @marisaefotieo Shout out to @Icelandair for my VIP quarantine quarters.. ##luxuryliving ##imsolucky ##covid ##vaccinated ##fyp ##viralvideotiktok ##quarantine I'm So Lucky Lucky - Grandzz Þann 20. desember ferðaðist hún með Icelandair frá Chicago til Íslands. Í viðtali við Today í Bandaríkjunum sagðist hún hafa fundið fyrir eymslum í hálsi í miðju flugi. Hún var með nokkur heimapróf í farteskinu, sér til halds og trausts á ferðalaginu. „Ég fór með heimaprófið inn á klósett og innan tíðar voru tvær rauðar línur,“ segir Fotieo en það gefur til kynna að prófið hafi verið jákvætt vegna Covid-19. Afréð hún þá að einangra sig inn á klósetti það sem eftir lifði flugferðar, sem hún áætlar að hafi verið um fimm tímar. „Það voru 150 farþegar um borð í vélinu og ég óttaðist það mest að smita þá,“ segir hún. Fotieo er einstaklega þakklát í garð flugfreyju Icelandair, Ragnhildar Eiríksdóttur, sem hún segir að hafi gert flugferðina á klósettinu eins þægilega og hægt var miðað við kringumstæður. @marisaefotieo Quarantine: Iceland Edition ##fyp ##quarantine ##omicron ##viralvideo ##imsolucky ##fypage ##winterbreak ##icelandadventure ##nap Suns - Official Sound Studio „Hún gekk úr skugga um að ég fengi allt sem ég þurfti, mat og drykk, og hún var stöðugt að athuga með mig og fullvissa mig um að allt yrði í lagi,“ segir hún. Við komuna til Íslands þurfti Fotieo að dvelja á farsóttarhúsi og segir hún að þar hafi Ragnhildur áfram gengið úr skugga um að dvöl hennar á Íslandi væri ánægjuleg, miðað við aðstæður. „Hún kom með blóm og lítið jólatré með ljósum,“ segir Fotieo. „Það var svo hjartnæmt og hún er bara algjör engill.“ @marisaefotieo UPDATE: We LOVE Rocky from @icelandair.is she makes the world a happier place ##christmas ##sunnyday ##vaccinated ##covid ##quarantine ##fyp ##viralvideo Sunny Day - Ramol Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Samfélagsmiðlar TikTok Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Fotieo sýndi frá einangruninni og dvöl sinni á Íslandi á samfélagsmiðlinum TikTok og hafa fjölmargir bandarískir fjölmiðlar fjallað um Íslandsför hennar. @marisaefotieo Shout out to @Icelandair for my VIP quarantine quarters.. ##luxuryliving ##imsolucky ##covid ##vaccinated ##fyp ##viralvideotiktok ##quarantine I'm So Lucky Lucky - Grandzz Þann 20. desember ferðaðist hún með Icelandair frá Chicago til Íslands. Í viðtali við Today í Bandaríkjunum sagðist hún hafa fundið fyrir eymslum í hálsi í miðju flugi. Hún var með nokkur heimapróf í farteskinu, sér til halds og trausts á ferðalaginu. „Ég fór með heimaprófið inn á klósett og innan tíðar voru tvær rauðar línur,“ segir Fotieo en það gefur til kynna að prófið hafi verið jákvætt vegna Covid-19. Afréð hún þá að einangra sig inn á klósetti það sem eftir lifði flugferðar, sem hún áætlar að hafi verið um fimm tímar. „Það voru 150 farþegar um borð í vélinu og ég óttaðist það mest að smita þá,“ segir hún. Fotieo er einstaklega þakklát í garð flugfreyju Icelandair, Ragnhildar Eiríksdóttur, sem hún segir að hafi gert flugferðina á klósettinu eins þægilega og hægt var miðað við kringumstæður. @marisaefotieo Quarantine: Iceland Edition ##fyp ##quarantine ##omicron ##viralvideo ##imsolucky ##fypage ##winterbreak ##icelandadventure ##nap Suns - Official Sound Studio „Hún gekk úr skugga um að ég fengi allt sem ég þurfti, mat og drykk, og hún var stöðugt að athuga með mig og fullvissa mig um að allt yrði í lagi,“ segir hún. Við komuna til Íslands þurfti Fotieo að dvelja á farsóttarhúsi og segir hún að þar hafi Ragnhildur áfram gengið úr skugga um að dvöl hennar á Íslandi væri ánægjuleg, miðað við aðstæður. „Hún kom með blóm og lítið jólatré með ljósum,“ segir Fotieo. „Það var svo hjartnæmt og hún er bara algjör engill.“ @marisaefotieo UPDATE: We LOVE Rocky from @icelandair.is she makes the world a happier place ##christmas ##sunnyday ##vaccinated ##covid ##quarantine ##fyp ##viralvideo Sunny Day - Ramol
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Samfélagsmiðlar TikTok Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira