Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

Fleiri burðardýr sleppa óséð inn í landið

Talsvert fleiri burðardýr sleppa óséð inn í landið og er þróunin mikið áhyggjuefni að sögn rannsóknarlögreglumanns hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Ný persónuverndarlög kunna að hafa áhrif á þróunina.

Innlent
Fréttamynd

Mikilvægt skref í rétta átt fyrir WOW Air

WOW air hefur náð samkomulagi við fjárfesta, sem keyptu skuldabréf í útboði fyrirtækisins í fyrra, um skilmálabreytingar á skuldabréfunum. Samkomulagið var forsenda fyrir því að fjárfesting Indigo Partners í WOW air næði fram að ganga.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Heimtur úr helju og á leið til Súðavíkur

Í vikunni varð óvenjuleg fjölskyldusameining í Leifsstöð þegar Murtada Al-Saedi frá Írak fékk að sjá eiginkonu sína og fimm börn í fyrsta sinn í þrjú ár. Þau héldu öll að hann væri látinn. Móðir og börn fengu hæli hér á landi fyrir ári og varð verulega brugðið þegar þau fengu óvænt myndsímtal og á skjánum birtist fjölskyldufaðirinn.

Innlent
Fréttamynd

Áfram kyrrsett

Dornier-skrúfuþota flugfélagsins Ernis sætti enn kyrrsetningu í gær. Vika er síðan vélin var kyrrsett af Isavia vegna skulda.

Innlent
Fréttamynd

Fimmtán létust í flugslysi í Íran

Fimmtán fórust er flutningavél brotlenti á flugvellinum í Karaj-borg í Íran í morgun. Flugvélin virðist hafa farið út af flugbrautinni áður en hún fór í gegnum vegg sem aðskilur flugvöllinn og aðliggjandi íbúðarhverfi

Erlent
Fréttamynd

Svarti kassinn fundinn

Stjórnvöld í Indónesíu tilkynntu í nótt að svarti kassinn svokallaði úr farþegaþotu Lion Air sem fórst undan ströndum Jakarta í október er fundinn.

Erlent
Fréttamynd

WOW air sér fram á tug­prósenta far­þega­fækkun

Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, áætlar að flugfélag sitt muni flytja rúmlega 2 milljón farþega til á þriðja tug áfangastaða árið 2019. Er það umtalsverð fækkun frá nýliðnu ári þegar WOW Air flutti um 3,5 milljónir farþega, mesta fjölda í rúmlega 6 ára sögu flugfélagsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skrúfuþota Ernis kyrrsett

Isavia hefur kyrrsett Dornier skrúfuþotu flugfélagins Ernis á Reykjavíkurflugvelli vegna þjónustugjalda sem félagið skuldar.

Innlent
Fréttamynd

Tjón að missa út nýju þotuna

Icelandair hyggst nýta tækifærið og gera breytingar á nýrri Boeing 737 Max 8 vél sem skemmdist þegar hún fauk á Leifsstöð á jóladag. Vélin er ekki ónýt en viðgerðin er flókin.

Innlent