Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Kristján Már Unnarsson skrifar 29. ágúst 2019 20:24 Airbus-breiðþota Air Greenland á flugvellinum í Kangerlussuaq, sem áður hét Syðri-Straumfjörður. Bombardier-vél Flugfélags Íslands sést fyrir framan. Þetta er eini flugvöllur Grænlands í dag sem tekur við þotum í áætlunarflugi. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, þetta sé bara byrjunin en Grænlendingar áforma jafnframt gerð átta annarra flugvalla. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Þar sem Grænland er án vegakerfis og óraunhæft að byggja það upp telja grænlensk stjórnvöld flugvallagerðina vera mikilvægustu innviðauppbyggingu landsins.Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Staða innviðanna núna er ekki allt of góð. Með þessu erum við að hugsa um framtíðina,“ segir Kim Kielsen um flugvallaverkefnið í viðtali við Stöð 2. Flugvöllurinn í Kangerlussuaq er sá eini á Grænlandi fyrir stórar farþegaþotur en hann hefur þann stóra ókost að vera fjarri þéttbýlisstöðum. Með samningum við dönsk stjórnvöld í fyrrahaust tryggði Kim fjármögnun nýrra millilandaflugvalla í Nuuk og Ilulissat, sem Grænlendingar telja lykilinn að aukinni ferðaþjónustu og fiskútflutningi með flugi.Flugvöllurinn í Nuuk eftir stækkun, samkvæmt teikningu. Flugbrautin fer úr 950 metrum upp í 2.200 metra.Grafík/Kalaalit Airports.„Við viljum gjarnan að fleiri ferðamenn komi til okkar. Við viljum fá fleiri tækifæri til að selja fisk til umheimsins með hraðari hætti. Og við viljum gjarnan að það verði auðveldara fyrir okkur að komast á milli hinna ýmsu búsvæða á Grænlandi,“ segir Kim. Gerð 2.200 metra flugbrauta í Nuuk og Ilulissat verða í fyrsta áfanga og stefnt að því að framkvæmdir hefjist í haust og fljótlega hefst jafnframt gerð nýs innanlandsvallar í Qaqortoq.Grafísk mynd af flugvellinum í Ilulissat eftir stækkun. Ef grannt er skoðað sést að Grænlendingar gera ráð fyrir flugvélum frá Icelandair og Air Iceland Connect.Grafík/Kalallit Airports.„Þetta verða ekki síðustu flugvellir sem verða byggðir á Grænlandi. Við erum einnig að skoða byggingu nokkurra smærri flugvalla.“ Grænlendingar stefna þannig að gerð átta annarra innanlandsvalla, eða alls ellefu flugvalla, vítt og breytt um landið. Auk vallanna þriggja er verið að skoða flugvallagerð í Tasiilaq og Ittoqqortoormiit á austurströndinni, í Nanortalik og Narsaq á Suður-Grænlandi, og loks gerð fjögurra valla á svæðinu í kringum Diskó-flóa á vesturströndinni; í Kangaatsiaq, Qasigiannguit, Qeqertarsuaq og Uummannaq.Í fyrsta áfanga verður gerð flugvalla í Ilulissat, Nuuk og Qaqortoq, sem merktir eru með bláum lit. Jafnframt er verið að skoða gerð átta annarra flugvalla á stöðum sem merktir eru með rauðum lit.Grafík/Hafsteinn Þórðarson.Kim Kielsen er bjartsýnn á framtíð Grænlands. „Hún er björt og það hefur hún alltaf verið,“ segir leiðtogi Grænlendinga. Hér má sjá viðtalið: Fréttir af flugi Grænland Tengdar fréttir Kielsen tryggði flugvallagerð og fyrsta þjóðveg Grænlands Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi og leggja fyrsta þjóðveg landsins, samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Kim Kielsen, en ráðherralistinn var kynntur í dag. 5. október 2018 21:00 Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15 Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum. 18. september 2018 20:45 Danskur verktaki fær flugvelli á Grænlandi Danska verktakafyrirtækið Munck Gruppen varð hlutskarpast í útboði um gerð nýrra flugvalla í Nuuk og Ilulissat á Grænlandi. Framkvæmdir hefjast í haust. 14. júlí 2019 10:45 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, þetta sé bara byrjunin en Grænlendingar áforma jafnframt gerð átta annarra flugvalla. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Þar sem Grænland er án vegakerfis og óraunhæft að byggja það upp telja grænlensk stjórnvöld flugvallagerðina vera mikilvægustu innviðauppbyggingu landsins.Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Staða innviðanna núna er ekki allt of góð. Með þessu erum við að hugsa um framtíðina,“ segir Kim Kielsen um flugvallaverkefnið í viðtali við Stöð 2. Flugvöllurinn í Kangerlussuaq er sá eini á Grænlandi fyrir stórar farþegaþotur en hann hefur þann stóra ókost að vera fjarri þéttbýlisstöðum. Með samningum við dönsk stjórnvöld í fyrrahaust tryggði Kim fjármögnun nýrra millilandaflugvalla í Nuuk og Ilulissat, sem Grænlendingar telja lykilinn að aukinni ferðaþjónustu og fiskútflutningi með flugi.Flugvöllurinn í Nuuk eftir stækkun, samkvæmt teikningu. Flugbrautin fer úr 950 metrum upp í 2.200 metra.Grafík/Kalaalit Airports.„Við viljum gjarnan að fleiri ferðamenn komi til okkar. Við viljum fá fleiri tækifæri til að selja fisk til umheimsins með hraðari hætti. Og við viljum gjarnan að það verði auðveldara fyrir okkur að komast á milli hinna ýmsu búsvæða á Grænlandi,“ segir Kim. Gerð 2.200 metra flugbrauta í Nuuk og Ilulissat verða í fyrsta áfanga og stefnt að því að framkvæmdir hefjist í haust og fljótlega hefst jafnframt gerð nýs innanlandsvallar í Qaqortoq.Grafísk mynd af flugvellinum í Ilulissat eftir stækkun. Ef grannt er skoðað sést að Grænlendingar gera ráð fyrir flugvélum frá Icelandair og Air Iceland Connect.Grafík/Kalallit Airports.„Þetta verða ekki síðustu flugvellir sem verða byggðir á Grænlandi. Við erum einnig að skoða byggingu nokkurra smærri flugvalla.“ Grænlendingar stefna þannig að gerð átta annarra innanlandsvalla, eða alls ellefu flugvalla, vítt og breytt um landið. Auk vallanna þriggja er verið að skoða flugvallagerð í Tasiilaq og Ittoqqortoormiit á austurströndinni, í Nanortalik og Narsaq á Suður-Grænlandi, og loks gerð fjögurra valla á svæðinu í kringum Diskó-flóa á vesturströndinni; í Kangaatsiaq, Qasigiannguit, Qeqertarsuaq og Uummannaq.Í fyrsta áfanga verður gerð flugvalla í Ilulissat, Nuuk og Qaqortoq, sem merktir eru með bláum lit. Jafnframt er verið að skoða gerð átta annarra flugvalla á stöðum sem merktir eru með rauðum lit.Grafík/Hafsteinn Þórðarson.Kim Kielsen er bjartsýnn á framtíð Grænlands. „Hún er björt og það hefur hún alltaf verið,“ segir leiðtogi Grænlendinga. Hér má sjá viðtalið:
Fréttir af flugi Grænland Tengdar fréttir Kielsen tryggði flugvallagerð og fyrsta þjóðveg Grænlands Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi og leggja fyrsta þjóðveg landsins, samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Kim Kielsen, en ráðherralistinn var kynntur í dag. 5. október 2018 21:00 Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15 Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum. 18. september 2018 20:45 Danskur verktaki fær flugvelli á Grænlandi Danska verktakafyrirtækið Munck Gruppen varð hlutskarpast í útboði um gerð nýrra flugvalla í Nuuk og Ilulissat á Grænlandi. Framkvæmdir hefjast í haust. 14. júlí 2019 10:45 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Kielsen tryggði flugvallagerð og fyrsta þjóðveg Grænlands Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi og leggja fyrsta þjóðveg landsins, samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Kim Kielsen, en ráðherralistinn var kynntur í dag. 5. október 2018 21:00
Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30
Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15
Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum. 18. september 2018 20:45
Danskur verktaki fær flugvelli á Grænlandi Danska verktakafyrirtækið Munck Gruppen varð hlutskarpast í útboði um gerð nýrra flugvalla í Nuuk og Ilulissat á Grænlandi. Framkvæmdir hefjast í haust. 14. júlí 2019 10:45