Aldrei upplifað hraðari lendingu Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. september 2019 10:35 Þórhildur Sunna gerir því ráð fyrir að komast til Zürich í tæka tíð fyrir framkvæmdarstjórnarfund Evrópuráðsþingsins á morgun. Vísir/vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata, sem var um borð í flugvél Icelandair sem bilaði á leið til svissnesku borgarinnar Zürich í morgun, segir flugstjóra og áhöfn hafa staðið fagmannlega að öryggislendingu vélarinnar á Keflavíkurflugvelli. Hún gagnrýnir þó Icelandair fyrir skort á upplýsingagjöf til farþega eftir lendingu. Farþegaþotan sem um ræðir heitir Grábrók, er af gerðinni Boeing 757-256 og með skráningarnúmerið TF-ISV. Vélin fór af stað frá Keflavík um klukkan 7:20 í morgun og var snúið við skömmu síðar eftir að bilunar varð vart í hægri hreyfli. Viðbúnaður var virkjaður á Keflavíkurflugvelli í kjölfarið og flugvélin lenti á vellinum án vandkvæða um klukkan 8:20. 162 farþegar voru um borð.Þakklát flugstjóra og áhöfn „Við fengum tilkynningu u.þ.b. hálftíma, fjörutíu mínútum eftir að við lögðum af stað að flugstjórinn hefði þurft að slökkva á öðrum hreyfli vélarinnar. Mér fannst ekki alveg skýrt í upphafi hvers vegna það var en ég hef komist að því seinna að það var vegna þess að þeir misstu olíuþrýsting í hægri hreyfli vélarinnar,“ segir Þórhildur Sunna í samtali við Vísi. Flugstjórinn hafi fullvissað farþega um að flugvélin væri hönnuð til að geta flogið og lent við slíkar aðstæður. Allt hafi blessunarlega farið vel. „En ég get nú ekki sagt að ég hafi verið fullkomlega óttalaus. Í fyrsta lagi er ekki þægileg tilfinning að annar af tveimur hreyflum vélarinnar virki ekki en sömuleiðis fannst mér alveg sjást að áhöfnin var ekki algjörlega áhyggjulaus. En þetta tókst vel og flugstjórinn kom okkur heilu og höldnu á staðinn og ég er þakklát fyrir það, og líka áhöfninni fyrir að hafa haldið ró sinni þrátt fyrir allt.“Hér sést ferill vélarinnar í morgun en henni var snúið við skömmu eftir flugtak.Skjáskot/Flight RadarGreip um sig hræðsla meðal farþega í vélinni?„Nei, miðað við svona uppákomur voru allir mjög rólegir. Og ég upplifði enga ofsahræðslu eða neitt slíkt í þessari vél. Það var aldrei þannig ástand í vélinni að manni liði eins og maður væri að hrapa. En þetta var vissulega hraðari lending en ég hef átt að venjast hingað til. En samt sem áður mýkri en margar lendingar sem ég hef átt á Keflavíkurflugvelli sökum veðurs.“Köld kveðja Icelandair til Svisslendinga Þó að lendingin hafi gengið vel segir Þórhildur Sunna að upplýsingagjöf Icelandair til farþega hafi verið ábótavant. Engar upplýsingar um næstu skref hafi fengist við komu í flugstöðina eftir lendingu og farþegar þurft að bíða talsvert eftir því að vera upplýstir. „Mér fannst það mjög leiðinlegt. Sérstaklega gagnvart útlendingunum í fluginu sem kannski þekkja ekki til staðarhátta hér og vita ekki nákvæmlega til hvers var ætlast af þeim, að það væri enginn sem tæki á móti okkur þegar við komum inn í flugstöðina til þess að upplýsa okkur um næstu skref. Mér fannst það óásættanlegt, sérstaklega gagnvart okkar vinum Svisslendingum sem voru á leiðinni heim eftir ferð á Íslandi. Mér fannst það heldur köld kveðja frá Icelandair til þeirra.“ Gert er ráð fyrir að ný vél fljúgi með strandaglópana klukkan 11:25. Þórhildur Sunna gerir því ráð fyrir að komast til Zürich í tæka tíð fyrir framkvæmdarstjórnarfund Evrópuráðsþingsins á morgun, þar sem hún mætir sem formaður laga- og mannréttindanefndar þingsins. Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Flugvél Icelandair snúið við til Keflavíkur vegna bilunar Farþegaþotu Icelandair var snúið við á leið frá Keflavík til borgarinnar Zurich í Sviss í morgun. 2. september 2019 09:18 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata, sem var um borð í flugvél Icelandair sem bilaði á leið til svissnesku borgarinnar Zürich í morgun, segir flugstjóra og áhöfn hafa staðið fagmannlega að öryggislendingu vélarinnar á Keflavíkurflugvelli. Hún gagnrýnir þó Icelandair fyrir skort á upplýsingagjöf til farþega eftir lendingu. Farþegaþotan sem um ræðir heitir Grábrók, er af gerðinni Boeing 757-256 og með skráningarnúmerið TF-ISV. Vélin fór af stað frá Keflavík um klukkan 7:20 í morgun og var snúið við skömmu síðar eftir að bilunar varð vart í hægri hreyfli. Viðbúnaður var virkjaður á Keflavíkurflugvelli í kjölfarið og flugvélin lenti á vellinum án vandkvæða um klukkan 8:20. 162 farþegar voru um borð.Þakklát flugstjóra og áhöfn „Við fengum tilkynningu u.þ.b. hálftíma, fjörutíu mínútum eftir að við lögðum af stað að flugstjórinn hefði þurft að slökkva á öðrum hreyfli vélarinnar. Mér fannst ekki alveg skýrt í upphafi hvers vegna það var en ég hef komist að því seinna að það var vegna þess að þeir misstu olíuþrýsting í hægri hreyfli vélarinnar,“ segir Þórhildur Sunna í samtali við Vísi. Flugstjórinn hafi fullvissað farþega um að flugvélin væri hönnuð til að geta flogið og lent við slíkar aðstæður. Allt hafi blessunarlega farið vel. „En ég get nú ekki sagt að ég hafi verið fullkomlega óttalaus. Í fyrsta lagi er ekki þægileg tilfinning að annar af tveimur hreyflum vélarinnar virki ekki en sömuleiðis fannst mér alveg sjást að áhöfnin var ekki algjörlega áhyggjulaus. En þetta tókst vel og flugstjórinn kom okkur heilu og höldnu á staðinn og ég er þakklát fyrir það, og líka áhöfninni fyrir að hafa haldið ró sinni þrátt fyrir allt.“Hér sést ferill vélarinnar í morgun en henni var snúið við skömmu eftir flugtak.Skjáskot/Flight RadarGreip um sig hræðsla meðal farþega í vélinni?„Nei, miðað við svona uppákomur voru allir mjög rólegir. Og ég upplifði enga ofsahræðslu eða neitt slíkt í þessari vél. Það var aldrei þannig ástand í vélinni að manni liði eins og maður væri að hrapa. En þetta var vissulega hraðari lending en ég hef átt að venjast hingað til. En samt sem áður mýkri en margar lendingar sem ég hef átt á Keflavíkurflugvelli sökum veðurs.“Köld kveðja Icelandair til Svisslendinga Þó að lendingin hafi gengið vel segir Þórhildur Sunna að upplýsingagjöf Icelandair til farþega hafi verið ábótavant. Engar upplýsingar um næstu skref hafi fengist við komu í flugstöðina eftir lendingu og farþegar þurft að bíða talsvert eftir því að vera upplýstir. „Mér fannst það mjög leiðinlegt. Sérstaklega gagnvart útlendingunum í fluginu sem kannski þekkja ekki til staðarhátta hér og vita ekki nákvæmlega til hvers var ætlast af þeim, að það væri enginn sem tæki á móti okkur þegar við komum inn í flugstöðina til þess að upplýsa okkur um næstu skref. Mér fannst það óásættanlegt, sérstaklega gagnvart okkar vinum Svisslendingum sem voru á leiðinni heim eftir ferð á Íslandi. Mér fannst það heldur köld kveðja frá Icelandair til þeirra.“ Gert er ráð fyrir að ný vél fljúgi með strandaglópana klukkan 11:25. Þórhildur Sunna gerir því ráð fyrir að komast til Zürich í tæka tíð fyrir framkvæmdarstjórnarfund Evrópuráðsþingsins á morgun, þar sem hún mætir sem formaður laga- og mannréttindanefndar þingsins.
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Flugvél Icelandair snúið við til Keflavíkur vegna bilunar Farþegaþotu Icelandair var snúið við á leið frá Keflavík til borgarinnar Zurich í Sviss í morgun. 2. september 2019 09:18 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Flugvél Icelandair snúið við til Keflavíkur vegna bilunar Farþegaþotu Icelandair var snúið við á leið frá Keflavík til borgarinnar Zurich í Sviss í morgun. 2. september 2019 09:18