Skrautleg áskorun Ístaks að hefja smíði stærsta skóla Grænlands í veirufaraldri Ístaksmenn glíma við einhverja skrautlegustu áskorun í sögu fyrirtækisins; að hefja smíði þrettán milljarða króna skólabyggingar á Grænlandi. Starfsmennirnir þurfa að gangast undir tvöfalt veirupróf og vinnusvæðið í Nuuk er sérstök sóttkví. Innlent 8. maí 2020 21:30
Flugmönnum boðin sömu laun og vinna þá meira, fara á hlutabótaúrræði eða lækka launin sín Flugfélagið Air Atlanta bauð flugmönnum sínum að halda óbreyttum launum og vinna umfram vinnuskyldu, fara á hlutabótaleið stjórnvalda eða taka á sig launalækkun. Forstjórinn segir það gert til að takast á við mikið tekjutap vegna kórónuveirufaraldurs. Viðskipti innlent 8. maí 2020 20:45
Bjarni segir eðlilegt að fyrirtæki skili stuðningi stjórnvalda þegar betur árar Fjármálaráðherra segir til greina komið að fyrirtæki sem nýti sér hlutabætur á uppsagnartíma greiði þær til baka á þremur til fimm árum þegar fyrirtækin fari að skila hagnaði. Innlent 8. maí 2020 19:20
Palli hefði getað valið úr flugvélum Keflavíkurflugvöllur er tómlegur þessa dagana svo vægt sé til orða tekið. Icelandair heldur úti flugi til Stokkhólms, Boston og London en annars er lítið annað en fraktflutningar sem ratar hingað til lands. Innlent 8. maí 2020 15:00
Öryggi farþega og starfsmanna á Reykjavíkurflugvelli Um framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar hefur lengi verið karpað. Skoðun 8. maí 2020 10:30
WOW air ræður framkvæmdastjóra Rússlandsflugs Michele Ballarin, stjórnarformaður nýja WOW air, segir flugfélagið hafa ráðið til sín Dmitry Kaparulin. Viðskipti innlent 7. maí 2020 13:03
1700 farþegar flugu með Icelandair í apríl Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu þar sem segir að þessi fjöldi farþega endurspegli þá stöðu sem nú ríkir í alþjóðaflugi vegna kórónuveirufaraldursins og þeirra ferðatakmarkana sem eru í gildi núna um allan heim. Viðskipti innlent 6. maí 2020 16:52
Samningur ríkisins við Icelandair um flugferðir framlengdur Icelandair heldur áfram að bjóða upp á lágmarksflugferðir til þriggja áfangastaða samkvæmt endurnýjuðu samkomulagi við íslensk stjórnvöld. Alls mun félagið fljúga 22 tvær ferðir til og frá landinu til og með 16. maí. Innlent 6. maí 2020 16:05
Icelandair verði í skötulíki næsta árið Stjórnendur Icelandair Group áætla að starfsemi félagsins verði lítil sem engin næstu 12 mánuðina. Viðskipti innlent 6. maí 2020 07:18
Flytja að meðaltali aðeins sautján farþega í hverju innanlandsflugi Farþegafjöldi í hverju innanlandsflugi bandarískra flugfélaga er að meðaltali aðeins sautján farþegar, 29 ef horft er til alþjóðaflugs sömu flugfélaga. Viðskipti erlent 5. maí 2020 23:30
Icelandair og flugfiskurinn verðmæti Til að tryggja sem hæst verð fyrir íslenskan fisk þurfa íslenskir fisksölumenn að hafa allar klær úti við að finna kaupendur og koma fisknum til þeirra. Skoðun 5. maí 2020 15:00
Frá Abu Dhabi til Íslands með lággjaldafélagi og einu stoppi Lággjaldaflugfélagið Wizz Air mun í sumar hefja flug frá fimm áfangastöðum flugfélagsins í Evrópu til Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Viðskipti erlent 5. maí 2020 10:53
„Það er samfélagsleg nauðsyn að hér sé flugfélag“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir það markmið stjórnvalda og sína eindregnu skoðun að nauðsynlegt sé að hér sé flugfélag sem sé með höfuðstöðvar og að flugsamgöngum sé ekki haldið uppi með tilviljanakenndum hætti. Viðskipti innlent 5. maí 2020 10:39
Skoða sín mál eftir að hafa flogið smekkfullri vél Forsvarsmenn írska flugfélagsins Aer Lingus segjast vera með vinnureglur sínar til skoðunar eftir að vél á vegum félagsins flaug full af farþegum í gær. Erlent 5. maí 2020 08:44
SAS fær ríkisstyrkta lánalínu Sænsk og dönsk stjórnvöld hafa nú heimilað lánalínu til SAS flugfélagsins. Erlent 5. maí 2020 07:15
Icelandair tapaði 30,9 milljörðum Lausafjárstaða Icelandair Group nam 40 milljörðum króna, 281 milljón dollara, í lok mars að því er fram kemur í fyrsta ársfjórðungsuppgjöri félagsins sem birt var í kvöld. Alls tapaði félagið 30,9 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi ársins. Viðskipti innlent 4. maí 2020 18:50
Reyna að bjarga Air France og Norwegian Hluthafar í norska lággjaldaflugfélaginu Norwegian samþykktu í morgun björgunaraðgerðir, en félagið rambar á barmi gjaldþrots um þessar mundir. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti sjö milljarða evra aðstoðarpakka fyrir Air France. Viðskipti erlent 4. maí 2020 12:00
Lægsta gengi hlutabréfa Icelandair frá upphafi Gengi á hlutabréfum í Icelandair í Kauphöll Íslands hefur hrapað um tæp þrjátíu prósent síðan viðskipti hófust í morgun. Viðskipti innlent 4. maí 2020 10:45
Samþykktu björgunaraðgerðir til handa Norwegian Framtíð norska lággjaldaflugfélagsins Norwegian virðist hafa verið tryggð í morgun, í bili í það minnsta. Viðskipti erlent 4. maí 2020 08:30
Framtíð Norwegian ræðst í dag Framtíð norska lággjaldaflugfélagsins Norwegian ræðst í dag en nú stendur yfir fundur hluthafa þar sem þeir taka ákvörðun um hvort reyna skuli björgunaraðgerðir. Viðskipti erlent 4. maí 2020 07:47
Icelandair og staða efnahagsmála í Víglínunni Erfið staða blasir við Icelandair en fyrirtækið þurfti að segja upp rúmlega tvö þúsund starfsmönnum um mánaðamótin í stærstu hópuppsögn lýðveldissögunnar. Innlent 3. maí 2020 16:45
Buffet losar sig við flugfélögin Fjárfestingafélag Warren Buffets, Berkshire Hathaway, hefur selt öll hlutabréf sín í fjórum stærstu flugfélögum Bandaríkjanna. Viðskipti erlent 3. maí 2020 11:37
Stærsti hluti rekstrartaps vegna rýrnunar á viðskiptavild Rekstrartap Icelandair á fyrsta ársfjórðungi nemur ríflega þrjátíu milljörðum króna. Stærsti hluti tapisins er niðurfærsla viðskiptavildar. Gert er ráð fyrir að lausafjárstaða fari undir lágmark á næstu vikum. Þetta kemur fram í bráðabirgðauppgjöri félagsins fyrir 1. ársfjórðung sem birtist í gær Viðskipti innlent 2. maí 2020 13:55
Tekjur Icelandair drógust saman um 16% á fyrsta ársfjórðungi Mikill samdráttur í eftirspurn eftir flugferðum vegna kórónuveirufaraldursins leiddi til þess að tekjur Icelandair drógust saman um 16% á fyrsta ársfjórðungi þess árs. Viðskipti innlent 1. maí 2020 19:50
Höfnuðu tillögu til bjargar Norwegian Kröfuhafar flugfélagsins Norwegian höfnuðu í dag að breyta lánum sínum í hlutafé. Óvissa er því um framtíð félagsins sem rambar á barmi gjaldþrots og glímir við bráðan lausafjárvanda. Viðskipti erlent 1. maí 2020 19:24
Telja ógerning að virða tveggja metra reglu á flugvöllum Forstjóri Heathrow-flugvallar telur „líkamlega ómögulegt“ að virða reglur um félagsforðun á flugvöllum. Flugvellir þurfi að grípa til skimana og farþegar þurfi að ganga með grímur þegar flugsamgöngur færast aftur í aukana. Erlent 1. maí 2020 19:00
Mjög bjartsýnn á að það takist að safna þrjátíu milljörðum í nýtt hlutafé Forstjóri Icelandair Group er bjartsýnn á að það takist að safna hátt í þrjátíu milljörðum í aukið hlutafé. Fyrirtækið verði í lykilhlutverki þegar kemur að því að reisa við efnahag landsins. Stefnt er að hlutafjárútboði um miðjan júní fyrir almenning og fagfjárfesta. Innlent 1. maí 2020 18:39
Leggur til að ríkið láni fyrir hlutabréfum í nýju dótturfélagi Þingmaður Samfylkingarinnar segir eðlilegt að ríkið komi félaginu til hjálpar vegna þeirra þrenginga sem kórónuveirufaraldurinn hafði í för með sér en eigendur verði að takast á við fortíðarvanda félagsins. Innlent 1. maí 2020 13:27
Boeing sagt skoða uppfærðar útgáfur af bæði 757 og 767 Boeing-verksmiðjurnar eru sagðar skoða þann möguleika að hefja framleiðslu nýrrar útgáfu af bæði Boeing 757 og 767-vélunum. Þetta eru þær flugvélartegundir sem Icelandair notar. Innlent 1. maí 2020 11:30
Líf Norwegian hangir á bláþræði Örlög Norwegian voru ákveðin í gær en hluthafar greiddu atkvæði í gærkvöldi um það hvort björgunarpakki sem flugfélagið lagði til yrði samþykktur. Hluthafar áttu fund klukkan 16:00 að staðartíma í gær til að kjósa um pakkann en það liggur fyrir að hlutafé félagsins verði uppurið um miðjan maí. Viðskipti erlent 1. maí 2020 08:49