Ísland í alfaraleið Pálmi Freyr Randversson skrifar 30. mars 2021 15:01 Fréttir af strönduðu flutningaskipi í Súesskurði hafa vakið ótal áhugaverðar umræður um stöðu vöruflutninga í heiminum. Ljóst er að skurðurinn er einn lykilþátta siglingakerfisins og þegar umferð um hann stöðvast þá hefur það áhrif á vöruflutninga um allan heim. Óhjákvæmileg afleiðing nýliðinna atburða í Súesskurði er umræður um aðrar siglingaleiðir milli Atlantshafs og Kyrrahafs og í því samhengi er freistandi að hugsa um staðsetningu Íslands. Vöruflutningar til og frá Íslandi eru einn af þeim þáttum sem eru ofarlega í huga Kadeco, þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, ekki síst með tilliti til nálægðar Keflavíkurflugvallar við Helguvíkurhöfn. Í dag er Helguvíkurhöfn fyrst og fremst fraktskipahöfn í tengslum við starfsemi á iðnaðarsvæðinu í Helguvík en þjónar einnig sem löndunarhöfn fyrir uppsjávarskip. Fraktskipum hefur fjölgað mikið í Helguvíkurhöfn á síðustu árum samhliða uppgangi flugvallarins og er gert ráð fyrir áframhaldandi aukningu um ókomna framtíð. Þar er mikið rými til stækkunar og aðeins fjórir kílómetrar frá höfninni til Keflavíkurflugvallar. Þetta skapar mörg tækifæri og gæti verið samkeppnisforskot fyrir Ísland sem flutningaland. Mörg tækifæri eru fyrirséð í rekstri og uppbyggingu iðnaðarsvæðisins í Helguvík ef samspil stórskipahafnar og alþjóðaflugvallar er haft að leiðarljósi. Tækifæri á borð við þessi, ásamt fjölmörgum öðrum, verða á meðal þess sem kallað verður eftir að skoða í alþjóðlegri hönnunar- og hugmyndasamkeppni sem Kadeco stendur fyrir síðar á árinu. Nú þegar hafa margar af helstu hönnunar- og ráðgjafarstofur heims lýst yfir áhuga sínum á að taka þátt og móta þannig sýn fyrir framtíð Suðurnesja og Íslands. Þó svo að flutningaskip á lengd við 17 Hallgrímskirkjur muni kannski seint leggja leið sína um íslenskar hafnir fleygir tækninni fram samhliða auknum kröfum um flutningstíma vara og kolefnisfótspor flutninga. Ísland getur án efa verið í stóru hlutverki í þeirri þróun og er athafnasvæðið við Keflavíkurflugvöll tækifæri sem litið verður til á alþjóðavísu. Höfundur er framkvæmdastjóri Kadeco. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Keflavíkurflugvöllur Súesskurðurinn Skipaflutningar Samgöngur Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Fréttir af strönduðu flutningaskipi í Súesskurði hafa vakið ótal áhugaverðar umræður um stöðu vöruflutninga í heiminum. Ljóst er að skurðurinn er einn lykilþátta siglingakerfisins og þegar umferð um hann stöðvast þá hefur það áhrif á vöruflutninga um allan heim. Óhjákvæmileg afleiðing nýliðinna atburða í Súesskurði er umræður um aðrar siglingaleiðir milli Atlantshafs og Kyrrahafs og í því samhengi er freistandi að hugsa um staðsetningu Íslands. Vöruflutningar til og frá Íslandi eru einn af þeim þáttum sem eru ofarlega í huga Kadeco, þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, ekki síst með tilliti til nálægðar Keflavíkurflugvallar við Helguvíkurhöfn. Í dag er Helguvíkurhöfn fyrst og fremst fraktskipahöfn í tengslum við starfsemi á iðnaðarsvæðinu í Helguvík en þjónar einnig sem löndunarhöfn fyrir uppsjávarskip. Fraktskipum hefur fjölgað mikið í Helguvíkurhöfn á síðustu árum samhliða uppgangi flugvallarins og er gert ráð fyrir áframhaldandi aukningu um ókomna framtíð. Þar er mikið rými til stækkunar og aðeins fjórir kílómetrar frá höfninni til Keflavíkurflugvallar. Þetta skapar mörg tækifæri og gæti verið samkeppnisforskot fyrir Ísland sem flutningaland. Mörg tækifæri eru fyrirséð í rekstri og uppbyggingu iðnaðarsvæðisins í Helguvík ef samspil stórskipahafnar og alþjóðaflugvallar er haft að leiðarljósi. Tækifæri á borð við þessi, ásamt fjölmörgum öðrum, verða á meðal þess sem kallað verður eftir að skoða í alþjóðlegri hönnunar- og hugmyndasamkeppni sem Kadeco stendur fyrir síðar á árinu. Nú þegar hafa margar af helstu hönnunar- og ráðgjafarstofur heims lýst yfir áhuga sínum á að taka þátt og móta þannig sýn fyrir framtíð Suðurnesja og Íslands. Þó svo að flutningaskip á lengd við 17 Hallgrímskirkjur muni kannski seint leggja leið sína um íslenskar hafnir fleygir tækninni fram samhliða auknum kröfum um flutningstíma vara og kolefnisfótspor flutninga. Ísland getur án efa verið í stóru hlutverki í þeirri þróun og er athafnasvæðið við Keflavíkurflugvöll tækifæri sem litið verður til á alþjóðavísu. Höfundur er framkvæmdastjóri Kadeco.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun