Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Rekinn eftir að­eins átta leiki við stjórn

Diego Cocca hefur verið rekinn frá Real Valladolid eftir aðeins átta leiki við stjórn. Liðið, sem er í eigu Ronaldo Nazario, situr í neðsta sæti spænsku úrvalsdeildarinnar og leitar nú að þriðja þjálfaranum á tímabilinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Malmö sagt bjóða Arnóri tug­milljóna undirskriftarbónus

Þrjú félög í sænsku úrvalsdeildinni eru sögð keppast um undirskrift Arnórs Sigurðarsonar, sem losnaði undan samningi hjá Blackburn Rovers fyrr í dag. Malmö er talið líklegasta liðið til að landa Arnóri og er sagt tilbúið að borga vel fyrir hans undirskrift.

Fótbolti
Fréttamynd

Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver

Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal var sektað um 65 þúsund pund, rúmar ellefu milljónir króna, vegna viðbragða leikmanna liðsins við rauða spjaldinu sem Myles Lewis-Skelly fékk í leik gegn Wolverhamton Wanderers.

Enski boltinn
Fréttamynd

Arnór laus úr prísund Blackburn

Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson hefur komist að samkomulagi um starfslok við enska B-deildarliðið Blackburn Rovers. Hann er því laus allra mála og getur fundið sér nýtt lið.

Enski boltinn
Fréttamynd

Hetjan Maddi­son: Er hérna til að skapa færi og skora mörk

„Það er alltaf erfitt að vera frá vegna meiðsla. Hvort sem það er einn leikur eða tíu, maður getur ekki beðið eftir að snúa aftur. Ég kom inn í leikinn með það hugarfar að ég ætlaði að gera gæfumuninn,“ sagði James Maddison, markaskorari Tottenham Hotspur í 1-0 sigrinum á Manchester United.

Enski boltinn
Fréttamynd

Juventus í Meistara­deildarsæti

Juventus vann gríðarlega mikilvægan 1-0 sigur á Inter í síðasta leik dagsins í Serie A, efstu deild ítalska fótboltans. Sigurinn þýðir að Juventus er komið í Meistaradeildarsæti á meðan Inter mistókst að komast á topp deildarinnar. 

Fótbolti