Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

„Þurfum að fara láta þetta falla fyrir okkur núna“

„Það er eiginlega erfitt að einhvernveginn setja það í orð skilurðu, maður er einhvernveginn ekki alveg búinn að átta sig á tilfinningunum eftir leikinn þannig ég þarf eiginlega bara að fá að þessa pass við þessari spurningu“, sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, sem var eðlilega enn að jafna sig eftir að hafa dottið út úr 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins gegn Stjörnunni þar sem eina mark leiksins kom á þriðju mínútu uppbótartíma.

Fótbolti
Fréttamynd

Frá Manchester til Monza

Omari Forson neitaði nýjum samning hjá Manchester United og hefur nú samið við Monza sem endaði í 12. sæti Serie A á Ítalíu.

Fótbolti
Fréttamynd

Will Still vill stilla á­fram upp í Frakk­landi

Will Still hefur tekið við störfum sem aðalþjálfari RC Lens eftir að hafa verið látinn fara frá Stade de Reims. Ensku félögin Sunderland og Norwich sýndu honum mikinn áhuga en hann kaus að halda kyrru fyrir í Frakklandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Hinn eftir­sótti Šeško á­fram hjá Leipzig

Þrátt fyrir að vera eftirsóttur af Arsenal, Chelsea ásamt Manchester og Newcastle United þá hefur hinn 21 árs gamli Benjamin Šeško ákveðið að vera áfram á mála hjá RB Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni.

Fótbolti