Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Ríkisstjórn Gabon hefur leyst upp karlalandsliðið sitt í fótbolta og sett það í bann eftir „skammarlega frammistöðu“ á Afríkukeppninni 2025, eins og hún orðar það. Fótbolti 1.1.2026 15:02
Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Blackburn Rovers varð enn á ný að spila án íslenska landsliðsframherjans Andra Lucas Guðjohnsen og það endaði ekki vel, ekki frekar en fyrri daginn. Enski boltinn 1.1.2026 14:26
Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Cristian Romero er búinn að taka einn leik út í banni eftir að hafa fengið rautt spjald gegn Liverpool á dögunum en gæti verið dæmdur í eins leiks bann til viðbótar, hann má samt spila með Tottenham gegn Brentford í kvöld. Enski boltinn 1.1.2026 14:01
Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Árið 2025 var fullt af viðburðaríkum leikjum í ensku úrvalsdeildinni og í tilefni af nýja árinu 2026 hefur allt það besta og skemmtilegasta verið tekið saman á Vísi. Enski boltinn 31. desember 2025 20:00
Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Miðbaugs-Gínea kvaddi Afríkumótið í fótbolta með 3-1 tapi gegn Alsír, án fyrirliðans Carlos Akapo og framherjans Josete Miranda. Þeir voru báðir dæmdir í bann skömmu fyrir leik eftir að hafa áreitt dómara. Fótbolti 31. desember 2025 17:59
„Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Yfirmaður íþróttamála hjá Napoli hrósar danska framherjanum Rasmus Højlund í hástert og reiknar með að festa á honum kaup næsta sumar. Fótbolti 31. desember 2025 16:02
Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Kylian Mbappé setti markamet fyrir Real Madrid á árinu sem er nú að líða en mun byrja nýja árið í endurhæfingu vegna meiðsla sem hann hefur harkað sig í gegnum. Fótbolti 31. desember 2025 13:31
Alls ekki síðasti leikur Semenyo Manchester City virðist vera að ganga frá kaupsamkomulagi við Antoine Semenyo, leikmann Bournemouth, en þjálfarinn Andoni Iraola segir hann ekki hafa spilað sinn síðasta leik fyrir félagið. Enski boltinn 31. desember 2025 11:59
Segir dómarana bara hafa verið að giska Fabian Hurzeler, þjálfari Brighton í ensku úrvalsdeildinni, er allt annað en ánægður með ákvarðanatöku dómaranna í 2-2 jafntefli liðsins gegn West Ham í gærkvöldi. Enski boltinn 31. desember 2025 11:33
Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta Stuðningsmaður Austur-Kongó hefur slegið í gegn á Afríkumótinu í fótbolta fyrir ótrúlega þrautseigju. Maðurinn stendur eins og stytta í heilan fótboltaleik, til heiðurs Patrice Lumumba, sjálfstæðishetju þjóðarinnar. Fótbolti 31. desember 2025 11:04
„Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Damir Muminovic sá öðruvísi endalok fyrir sér á ferlinum hjá Breiðabliki en skilur sáttur við félagið sem hann elskar af öllu sínu hjarta. Hann var líka snöggur að finna sér nýjan samastað. Íslenski boltinn 31. desember 2025 10:31
Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Síðustu leikir ársins í ensku úrvalsdeildinni fóru fram í gær. Arsenal sýndi styrk sinn gegn Aston Villa en leikmenn Manchester United voru púaðir af velli eftir jafntefli við botnlið Wolves á heimavelli. Enski boltinn 31. desember 2025 08:01
Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Guðrún Arnardóttir, landsliðskona í fótbolta, hefur yfirgefið Braga eftir einungis hálft ár í herbúðum portúgalska liðsins. Fótbolti 30. desember 2025 23:42
Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Ruben Amorim sagði að Manchester United hefði verið í vandræðum allan tímann gegn botnliði Wolves á Old Trafford í kvöld. Enski boltinn 30. desember 2025 22:58
Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Wolves fékk aðeins sitt þriðja stig í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu þegar liðið sótti Manchester United heim í kvöld. Lokatölur 1-1. Enski boltinn 30. desember 2025 22:10
Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Eftir ellefu sigra í röð í öllum keppnum var Aston Villa skellt hressilega niður á jörðina af Arsenal í kvöld. Skytturnar unnu 4-1 sigur og náðu fimm stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn 30. desember 2025 22:10
Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Þrjár vítaspyrnur voru dæmdar í 2-2 jafntefli West Ham United og Brighton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Newcastle United og Everton unnu sína leiki. Enski boltinn 30. desember 2025 21:45
Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Antoine Semenyo kom mikið við sögu í mögulegum kveðjuleik sínum fyrir Bournemouth sem gerði 2-2 jafntefli við Chelsea á Stamford Bridge í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Enski boltinn 30. desember 2025 21:30
Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Sadio Mané og félagar í Senegal unnu 0-3 sigur á Benín í lokaleik sínum í D-riðli Afríkumótsins. Í hinum leik kvöldsins sigraði Lýðstjórnarlýðveldið Kongó Botsvana, 0-3. Fótbolti 30. desember 2025 21:11
Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús Keppni í C-riðli Afríkumótsins í fótbolta lauk í dag. Nígería vann öruggan sigur á Úganda, 1-3, á meðan Tansanía og Túnis skildu jöfn, 1-1. Fótbolti 30. desember 2025 18:08
„Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Manchester City skoraði sigurmark gegn Nottingham Forest sem virtist koma beint af æfingasvæðinu. Í Sunnudagsmessunni fékk City-liðið hrós og menn voru ánægðir með að dómari leiksins skyldi ekki falla fyrir „rebbabragði“ Morgan Gibbs-White. Enski boltinn 30. desember 2025 15:45
Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Japaninn Kazuyoshi Miura, sem á sínum tíma skoraði 55 mörk í 89 landsleikjum, verður 59 ára gamall í febrúar en lætur það ekki stoppa sig í að halda áfram ferli sínum sem atvinnumaður í fótbolta. Fótbolti 30. desember 2025 15:02
Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Það er loksins farið að rofa til hjá landsliðsfyrirliðanum Orra Steini Óskarssyni sem misst hefur af öllu haustinu vegna meiðsla. Hann gæti snúið aftur til leiks á sunnudaginn, gegn Atlético Madrid, undir stjórn nýs þjálfara Real Sociedad í spænsku 1. deildinni í fótbolta. Fótbolti 30. desember 2025 14:15
Liðið sem gerir stólpagrín að xG Arsenal tekur á móti Aston Villa í sannkölluðum stórleik í kvöld í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Villa-menn hafa gert ótrúlega hluti varðandi vænt mörk (xG eða Excpected Goals) í leikjum sínum og geta með sigri í kvöld jafnað Arsenal að stigum á toppnum. Enski boltinn 30. desember 2025 12:46