Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hetja Heimis Hall­gríms var skúrkur um helgina

Troy Parrott skoraði öll fimm mörkin í sigrunum tveimur þegar lærisveinar Heimis Hallgrímssonar í írska landsliðinu tryggðu sér sæti í HM-umspilinu. Hann var engin hetja í hollenska boltanum um helgina heldur þvert á móti.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ég vil ekki vera Lionel Messi“

Lamine Yamal hefur mjög sterk tengsl við Lionel Messi vegna uppkomu sinnar hjá Barcelona og hvernig hann töfrar fram tilþrif eins og ekkert sé auðveldara. Yamal segist þó ekki ætla sér að verða næsti Lionel Messi þar sem þessi hæfileikaríki táningur einbeiti sér að því að feta sína eigin slóð í fótboltanum.

Fótbolti
Fréttamynd

Baðst af­sökunar á hómófóbísku orða­vali á fyrsta fundi

Brasilíski fótboltaþjálfarinn Abel Braga ákvað að snúa aftur í þjálfun um helgina, í von um að bjarga sínu gamla liði Internacional frá falli úr efstu deild Brasilíu. Hann olli hins vegar óánægju með ósmekklegum ummælum um bleikar æfingatreyjur liðsins strax á fyrsta blaðamannafundi.

Fótbolti
Fréttamynd

Undir­býr Liverpool líf án Salah?

Mohamed Salah sat allan leikinn á varamannabekk Liverpool þegar liðið vann langþráðan 2-0 útisigur á West Ham United um helgina. Ákvörðun þjálfarans Arne Slot gæti gefið til kynna að hlutverk Egyptans fari minnkandi.

Enski boltinn
Fréttamynd

Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“

Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari og fyrrverandi þjálfari Íslandsmeistara Víkings í fótbolta, segir Arsenal hafa skorað „dæmigert Víkingsmark“ þegar Mikel Merino jafnaði metin gegn Chelsea í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í gær.

Enski boltinn
Fréttamynd

Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jóla­bónus“

Þátttakendur í fantasy-leik ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta þurfa líkt og leikmenn að glíma við aukið leikjaálag í desember. Næsta umferð hefst strax á morgun. Albert Þór Guðmundsson, annar stjórnenda Fantasýn hlaðvarpsins, er kominn með sitt lið á mikið flug eftir vel heppnað fríspil um helgina.

Enski boltinn
Fréttamynd

Sjáðu allar bestu vörslur um­ferðarinnar

Markmennirnir í enska boltanum voru nokkuð áberandi í leikjum helgarinnar. Jordan Pickford lét klobba sig þegar Everton steinlá gegn Newcastle og Guglielmo Vicario færði Fulham mark á silfurfati með skógarhlaupi.

Fótbolti
Fréttamynd

Ágúst Eð­vald heim í Þór

Þórsarar halda áfram að sækja uppalda leikmenn fyrir baráttuna í Bestu-deild karla næsta sumar en Ágúst Eðvald Hlynsson hefur samið við nýliðana og kemur frá Vestra.

Fótbolti