Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Það er ekki þörf á mér lengur“

Gunn­hildur Yrsa Jóns­dóttir, styrktarþjálfari ís­lenska kvenna­lands­liðsins í fót­bolta, er til staðar fyrir þá leik­menn sem vilja leita til hennar en segir mikilvægt að vera ekki yfir­þyrmandi. Gunn­hildur nýtur sín sem þjálfari í teymi lands­liðsins og segir það ekki kitla að sprikla með á æfingum.

Fótbolti
Fréttamynd

Cecilía og Svein­dís mynda gott grín­par: „Hún er létt­klikkuð“

„Cecilía og Sveindís mynda gott teymi saman í að hlæja og fíflast, en eru um leið mjög einbeittar,“ segir Ólafur Pétursson markmannsþjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta. Hann var skiljanlega ánægður með það sem hann sá frá Cecilíu Rán Rúnarsdóttur í marki Íslands í fyrsta leik á EM í Sviss.

Fótbolti
Fréttamynd

Skrið­drekar á ferð við æfingasvæði Ís­lands

Íslenska landsliðið í fótbolta mætti aftur til æfinga í dag á EM í Sviss eftir svekkjandi tap gegn Finnlandi í fyrstu umferð riðlakeppninnar í gær. Æfingasvæði liðsins er við herstöð og sjá mátti skriðdreka á ferð hjá í morgun. 

Fótbolti
Fréttamynd

Fótboltaheimurinn syrgir fallna fé­laga

Portúgölsku bræðurnir og knattspyrnumennirnir Diogo Jota og André Silva létust í bílslysi á Spáni í nótt. Fótboltamenn og fleira íþróttafólk, alls staðar að úr heiminum, syrgir fallna félaga sem létust langt fyrir aldur fram. Liverpool fána er flaggað í hálfa stöng fyrir utan Anfield leikvanginn og stórstjörnur senda fjölskyldunni samúðarkveðjur.

Fótbolti
Fréttamynd

Varð full­orðinn úti

Óskar Borgþórsson segist vera spenntur fyrir komandi tímum hjá Víkingi. Hann segist hafa lært að verða fullorðinn úti í Noregi þegar hann var í atvinnumennskunni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Glódís mætti ekki á æfingu

Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir hefur ekki jafnað sig af magakveisunni sem neyddi hana af velli í gær og mætti ekki á æfingu íslenska landsliðsins í morgun.

Fótbolti
Fréttamynd

Diogo Jota lést í bíl­slysi

Diogo Jota, leikmaður Liverpool í ensku úrvalsdeildinni, er látinn eftir að hafa lent í bílslysi í nótt á Spáni. Bróðir hans var með honum í bílnum og lést einnig. 

Fótbolti
Fréttamynd

Mynda­syrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta fékk góðan stuðning úr stúkunni en þurfti að sætta sig við svekkjandi 1-0 tap í fyrsta leik gegn Finnlandi á Evrópumótinu í Sviss. Anton Brink, ljósmyndari Vísis, var á vellinum og fangaði stemninguna. 

Fótbolti