Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Sex þjóðir bættust í kvöld í hóp þeirra sem tryggt hafa sér sæti á HM karla í fótbolta sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada næsta sumar. Aðeins tuttugu sæti eru enn laus á þessu stærsta heimsmeistaramóti sögunnar. Fótbolti 14.10.2025 22:03
Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Portúgal tókst ekki að landa HM-farseðli í kvöld þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Ungverjaland á heimavelli. Cristiano Ronaldo skoraði bæði mörk liðsins og setti met, og staða Portúgala er áfram góð. Fótbolti 14.10.2025 20:52
Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Írska karlalandsliðið í fótbolta, sem Heimir Hallgrímsson þjálfar, á enn von um að komast á HM eftir torsóttan 1-0 sigur gegn Armeníu í Dublin í kvöld. Fótbolti 14.10.2025 18:17
Jon Dahl rekinn Danski knattspyrnustjórinn Jon Dahl Tomasson hefur verið rekinn sem landsliðsþjálfari Svía en kornið sem fyllti mælinn var tap Svía gegn Kósóvó í undankeppni HM í gær. Fótbolti 14. október 2025 13:14
Sautján ára nýliði í landsliðinu Þrír nýliðar eru í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta sem mætir Norður-Írlandi í tveimur leikjum í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar síðar í þessum mánuði. Meðal þeirra er sautján ára leikmaður FH, Thelma Karen Pálmadóttir. Fótbolti 14. október 2025 13:10
Svona var blaðamannafundur Þorsteins Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem hópur kvennalandsliðsins í fótbolta fyrir næstu leiki þess var tilkynntur. Fótbolti 14. október 2025 12:45
Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Belgar unnu góðan sigur á Wales í undankeppni HM í Cardiff í gærkvöldi og fór leikurinn 4-2. Fótbolti 14. október 2025 12:00
Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Lars Lagerbäck, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands og Svíþjóðar, hefur ekki áhuga á að taka við sem þjálfari heimaþjóðarinnar öðru sinni. Svíar hafa tapað þremur leikjum í röð og staða Danans Jon Dahl Tomassonar í þjálfarasætinu völt. Fótbolti 14. október 2025 11:20
Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Það eru ekki bara sænskir fjölmiðlar og almenningur sem eru ósáttir við Jon Dahl Tomasson, þjálfara karlalandsliðsins í fótbolta, heldur virðast leikmenn þess líka vera orðnir pirraðir á uppleggi hans. Fótbolti 14. október 2025 08:32
Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Ísland og Frakkland gerðu 2-2 jafntefli á Laugardalsvelli í undankeppni HM 2026 í gær. Íslendingar voru öllu sáttari með úrslitin en Frakkar eins og sást á fjölmiðlaumfjöllun þar í landi. Fótbolti 14. október 2025 08:01
Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Stigið sem Ísland vann sér inn gegn næstbesta landsliði heims í gær, með 2-2 jafnteflinu við Frakka, gæti skipt sköpum í baráttunni um að komast á HM í fótbolta næsta sumar. Fótbolti 14. október 2025 07:32
Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Stuðningsmenn og þátttakendur í 2-2 jafntefli Íslands við Frakkland, næstefsta land heimslistans í fótbolta, gleyma sjálfsagt seint því sem á gekk í Laugardalnum í gærkvöld. Fótbolti 14. október 2025 07:01
Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Rúnar Kristinsson og Kjartan Henry Finnbogason gáfu sitt álit á því hverjir hefðu verið bestu leikmenn Íslands í 2-2 jafnteflinu við Frakkland í undankeppni HM í fótbolta í kvöld. Rúnar sagði tvo varnarmenn hafa staðið upp úr en Kjartan leit aðeins framar á völlinn. Fótbolti 13. október 2025 23:02
„Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Franski landsliðsþjálfarinn Didier Deschamps ku hafa verið ósáttur með fyrsta mark Íslands í 2-2 jafntefli gegn Frakklandi og talið að það hafi ekki átt að standa. Arnar Gunnlaugsson var spurður út í málið og sagði það fallegt ljóðrænt réttlæti, eftir að mark var dæmt af Íslandi í fyrri leik liðanna. Fótbolti 13. október 2025 22:26
„Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ Daníel Leó Grétarsson stóð í ströngu í miðri vörn Íslands í leiknum gegn Frakklandi í kvöld. Lokatölur 2-2 og Daníel var að vonum sáttur í leikslok. Fótbolti 13. október 2025 22:11
„Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Ég er bara feginn að við höfum náð að jafna og halda þetta út. Þetta var mjög erfitt“ sagði markaskorarinn Guðlaugur Victor Pálsson eftir 2-2 jafntefli Íslands gegn Frakklandi. Hann hefði viljað hjálp frá kollegum sínum í vörninni í fyrra marki Frakklands. Fótbolti 13. október 2025 21:52
„Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson kvaðst afar stoltur af íslenska liðinu eftir jafnteflið við það franska, 2-2, í undankeppni HM 2026 í kvöld. Hann hrósaði sínum mönnum fyrir mikla baráttu, dugnað og góða leikstjórn. Fótbolti 13. október 2025 21:39
„Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Það er ekki oft sem maður nær í úrslit á móti einu besta liði heims. Þetta er aðeins önnur tilfinning en á föstudaginn“ sagði landsliðsfyrirliðinn Hákon Arnar Haraldsson glaður í bragði eftir 2-2 jafntefli Íslands við Frakkland í undankeppni HM. Fótbolti 13. október 2025 21:37
„Pirraður því við áttum meira skilið“ Eduardo Camavinga, stjörnuleikmaður Real Madrid og franska landsliðsins, fór svekktur af Laugardalsvelli í kvöld og sagði Frakka hafa verðskuldað sigur gegn Íslandi. Fótbolti 13. október 2025 21:37
Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Íslenska karlalandsliðið í fótbolta gerði 2-2 jafntefli við Frakkland á Laugardalsvelli í kvöld og fyrirliðinn Hákon Arnar Haraldsson var maður leiksins, að mati íþróttadeildar Sýnar. Fótbolti 13. október 2025 21:13
Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Svíar, með stjörnuframherjana Alexander Isak og Viktor Gyökeres í fremstu víglínu, töpuðu í annað sinn á rúmum mánuði fyrir Kósovó í kvöld, aftur án þess að skora mark, og hafa svo gott sem kastað HM-draumnum á glæ. Fótbolti 13. október 2025 21:12
Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Tuttugu og sjö árum eftir jafnteflið fræga við heimsmeistara Frakka á Laugardalsvelli gerði íslenska karlalandsliðið í fótbolta annað jafntefli við Frakka á sama velli í kvöld. Lokatölur 2-2. Fótbolti 13. október 2025 21:00
X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar Ísland gerði 2-2 jafntefli við Frakkland í háspennuleik á Laugardalsvelli og landsmenn tjáðu skoðanir sínar á samfélagsmiðlinum X. Fótbolti 13. október 2025 20:58
„Ég vildi bara reyna að setja annað“ „Geggjuð tilfinning. Maður fékk gæsahúð við að sjá boltann í netinu,“ sagði Kristian Hlynsson eftir að hafa skorað jöfnunarmarkið sem tryggði Íslandi stig gegn franska stórliðinu í Laugardalnum í kvöld, í undankeppni HM í fótbolta. Fótbolti 13. október 2025 20:55