Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Isak með þrennu í stór­sigri New­cast­le

Þremur leikjum er nýlokið í ensku úrvalsdeildinni. Nottingham Forest heldur áfram að gera það gott í efri hluta deildarinnar og þá setti hinn sænski Alexander Isak þrennu í stórsigri Newcastle á Ipswich.

Fótbolti
Fréttamynd

Lengi getur vont versnað hjá Man. City

Aston Villa vann Manchester City í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni í dag og komst um leið upp fyrir Englandsmeistarana City í töflunni. Eymd Englandsmeistarann eykst bara með hverjum leiknum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton

Enski knattspyrnumaðurinn Dele Alli hefur yfirgefið úrvalsdeildarfélagið að Everton að fullu. Samningur hans við félagið rann út í sumar en Alli hefur verið leyft að æfa með liðinu síðan þá. Hann segir hlutina ekki hafa farið eins vel og hann vildi.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram er­lendis

Albert Brynjar Ingason, knattspyrnusérfræðingur og þáttastjórnandi hlaðvarpsins Gula Spjaldið, segir samtöl sín við innanbúðamenn hjá Víkingi gefa sterklega í skyn að umspilsleikur liðsins gegn Panathinaikos í Sambandsdeildinni verði ekki spilaður á Íslandi. Víkingar hafa hingað til fengið undanþágu frá UEFA og spilað á Kópavogsvelli, sem uppfyllir ekki kröfur um flóðlýsingu.

Fótbolti