Hádramatík í sex marka leik Leeds United og Liverpool skildu jöfn, 3-3, í stórskemmtilegum leik á Elland Road í ensku úrvalsdeildinni. Gestirnir glutruðu niður tveggja marka forystu og fengu á sig jöfnunarmark í blálokin. Enski boltinn 6.12.2025 17:00
Hildur á skotskónum í Barcelona Landsliðskonan Hildur Antonsdóttir skoraði eitt marka Madrid CFF í 5-2 sigri á Espanyol í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Fótbolti 6.12.2025 18:05
Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Andri Lucas Guðjohnsen var að venju í byrjunarliði Blackburn Rovers þegar liðið mætti Sheffield Wednesday í ensku B-deildinni í dag. Ekki tókst að klára leik dagsins. Enski boltinn 6.12.2025 17:02
Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Hinn 16 ára gamli Þorri Ingólfsson gerði sér lítið fyrir og skoraði fernu í dag þegar Íslandsmeistarar Víkings unnu ÍA, 5-3, í fyrsta leik Bose-mótsins í fótbolta. Íslenski boltinn 6. desember 2025 15:40
Emilía skoraði en brekkan var of brött Landsliðskonan Emilía Kiær Ásgeirsdóttir var á skotskónum fyrir Leipzig í þýsku 1. deildinni í fótbolta í dag. Fótbolti 6. desember 2025 14:59
Hádramatík í lokin á Villa Park Aston Villa kom sér upp í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta og varð aðeins annað liðið til að vinna Arsenal á þessari leiktíð, með hádramatískum 2-1 sigri á Villa Park í dag, í fyrsat leik 15. umferðar. Enski boltinn 6. desember 2025 14:15
Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði eina mark Gwangju þegar liðið lék til úrslita um bikarmeistaratitilinn í fótbolta í Suður-Kóreu í dag. Fótbolti 6. desember 2025 11:16
Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Heimir Hallgrímsson er staðráðinn í að stýra Írum inn á HM í fótbolta, í fyrsta sinn frá árinu 2002, og nú er ljóst hvaða lið bíða Írlands í riðlakeppninni komist liðið inn á mótið. Fótbolti 6. desember 2025 10:45
Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Franski framherjinn Kylian Mbappé hefur raðað inn mörkum að undanförnu og nálgast nú óðum markamet hjá Real Madrid. Fótbolti 6. desember 2025 08:00
Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Argentínumenn og Portúgalar voru frekar heppnir með riðil þegar dregið var í riðla á HM í gær. Fótbolti 6. desember 2025 06:32
Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Knattspyrnukonan Ruesha Littlejohn hefur verið dæmd í fimm leikja bann eftir rauða spjaldið sem hún fékk gegn Leicester í enska deildabikarnum á dögunum. Enski boltinn 5. desember 2025 23:16
Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Lille náði Marseille að stigum í þriðja og fjórða sæti frönsku deildarinnar eftir sigur í innbyrðis leik liðanna í kvöld. Fótbolti 5. desember 2025 22:05
Hislop með krabbamein Shaka Hislop, fyrrverandi markvörður Newcastle United og sérfræðingur hjá ESPN, sagði frá því á fimmtudag að hann væri með krabbamein í blöðruhálskirtli. Enski boltinn 5. desember 2025 21:32
Bannar risasamning risastjörnunnar Bandaríski landsliðsframherjinn Trinity Rodman er án efa heitasti bitinn á markaðnum í bandaríska kvennafótboltanum en framkvæmdastjóri NWSL-deildarinnar ákvað að beita neitunarvaldi gegn margra milljóna dollara tilboði Spirit til leikmannsins eftirsótta. Fótbolti 5. desember 2025 17:46
Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Donald Trump Bandaríkjaforseti fékk í kvöld fyrstu Friðarverðlaun FIFA og hann kom upp á svið á HM-drættinum eftir langa lofræðu um hvað hann hefði gert mikið fyrir frið í heiminum. Fótbolti 5. desember 2025 17:46
Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Heimsmeistaramót karla í fótbolta er á dagskránni næsta sumar en í kvöld kom í ljós hvaða lið verða saman í riðli á mótinu sem hefst 11. júní 2026 og lýkur með úrslitaleik 19. júlí. Fótbolti 5. desember 2025 16:54
Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Hollenski framherjinn Emmanuel Emegha hefur verið dæmdur í eins leiks bann af félagi sínu Strasbourg í Frakklandi af heldur kómískum sökum. Umdeild ummæli féllu ekki vel í kramið hjá stjórnendum liðsins. Fótbolti 5. desember 2025 16:30
Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Karlalið Vals í fótbolta hefur dregið sig úr Bose-bikarnum í fótbolta vegna slæmrar stöðu á leikmannahópi liðsins. Mikil meiðsli og veikindi eru í leikmannahópi liðsins í aðdraganda móts sem fer að stærstum hluta fram í desember. Íslenski boltinn 5. desember 2025 15:59
Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Fyrrum leikmaður Man. Utd og enska landsliðsins, Jesse Lingard, er í leit að næsta ævintýri eftir að hafa gert starfslokasamning í Suður-Kóreu. Fótbolti 5. desember 2025 15:48
Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, viðurkennir það að sú staðreynd að Mohamed Salah hafi verið settur á bekkinn í öðrum leiknum í röð ætti að vera áminning um að sæti neins í liðinu sé tryggt. Enski boltinn 5. desember 2025 14:17
Íslandsvinurinn rekinn Bo Henriksen hefur verið vísað úr þjálfarastarfi Mainz í þýsku úrvalsdeildinni. Hann stýrði liðinu í tæp tvö ár. Fótbolti 5. desember 2025 12:01
„Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Þorlákur Árnason var einn gesta í Big Ben á Sýn Sport í gær þar sem hann ræddi meðal annars óvænta brottför sína frá Vestmannaeyjum í vikunni. Þorlákur sagði upp sem þjálfari karlaliðs ÍBV í fótbolta í fyrrakvöld. Íslenski boltinn 5. desember 2025 11:01
Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Það skýrist í dag hvernig riðlarnir munu líta út á HM karla í fótbolta næsta sumar. Óttast er að mikill hiti muni setja svip sinn á mótið sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada í júní og júlí. Fótbolti 5. desember 2025 10:03
Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Ekkert gengur hjá Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og staðan gæti verið miklu verri ef liðið hefði ekki haft ítalska framherjann Federico Chiesa. Enski boltinn 5. desember 2025 09:30