Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu

Orri Freyr Þorkelsson átti frábæran leik fyrir Sporting og skoraði átta mörk en það dugði ekki til sigurs í heimsókn liðsins til Berlínar. Þýsku meistararnir Fuchse Berlin fögnuðu 33-29 sigri í 8. umferð Meistaradeildarinnar.

Handbolti
Fréttamynd

Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós

Viku eftir að hafa skrifað pistil um að hann skuldaði Heimi Hallgrímssyni afsökunarbeiðni hefur kjaftagleiði Írinn Eamon Dunphy nú sagt að Heimir eigi ekkert hrós skilið fyrir að Írland hafi komist í HM-umspilið í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugar­dalnum

Íslenskur Toppfótbolti, hagsmunasamtök þeirra félaga sem reka lið í tveimur efstu deildum í knattspyrnu karla og kvenna í knattspyrnu, eru flutt með höfuðstöðvar sínar til KSÍ í Laugardalnum.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ein­stak­lega efni­legur leik­maður“

Sænsku meistararnir í Häcken hafa samið við hina íslensku Thelmu Pálmadóttur, sem kemur frá FH í Hafnarfirði. Þessi sautján ára gamli framherji kemur til liðsins eftir að hafa sprungið út með FH í sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Slógu HM-met Ís­lands en er þetta lítil eyja eða bara úti­bú frá Hollandi?

Karíbahafseyjan Curacao sló HM-met Íslands í vikunni og er nú orðin minnsta þjóð sögunnar til að komast á heimsmeistaramót karla í fótbolta. Íslendingar höfðu átt metið síðan þeir komust á HM í Rússlandi 2018. En var Curacao að tryggja sér sæti á HM eða ætti Ísland að krefjast þess að árangur þeirra verði stjörnumerktur?

Fótbolti
Fréttamynd

Kjána­leg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“

Heimir Hall­gríms­son hefur á skömmum tíma í starfi sem lands­liðsþjálfari Ír­lands upp­lifað bæði strembna og sigursæla tíma. Þegar illa gekk flugu fúkyrði um hann í fjölmiðlum og kald­hæðin skot er beindust að menntun hans grasseruðu, væntan­lega í þeim til­gangi að gera lítið úr honum sem lands­liðsþjálfara.

Fótbolti
Fréttamynd

Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik

Inter tókst ekki að vinna upp eins marks forskot Svíþjóðarmeistara Häcken í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópubikars kvenna í fótbolta. Liðin gerðu markalaust jafntefli í Mílanó í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

„Hefði verið vondur tíma­punktur í allri neikvæðninni“

Heimir Hall­gríms­son segir undan­farna daga hafa verið eina gleði­sprengju, töfrum líkastir og sam­g­leðst hann með írsku þjóðinni eftir að Írland tryggði sér sæti í umspili fyrir HM í fótbotlta. Á svona dögum gleymast erfiðu dagarnir sem höfðu á undan gert vart um sig þegar ekki gekk eins vel.

Fótbolti