Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Fréttamynd

Úr fimm bílum í tvö þúsund

Magnús Sverrir Þorsteinsson stofnaði Blue Car Rental árið 2010 ásamt eiginkonu sinni, Guðrúnu Sædal Björgvinsdóttur. Þau fóru af stað með aðeins fimm bílaleigubíla en í dag telur bílaflotinn yfir tvö þúsund bíla.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Erlendur er verndari eins af neðansjávarundrum heims

Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, sýndi áhorfendum inn í ævintýraheim undirdjúpanna í Eyjafirði í þættinum "Um land allt“ á Stöð 2. Þar er að finna hinar mögnuðu hverastrýtur sem voru friðlýstar sem náttúruvætti árið 2001.

Lífið
Fréttamynd

Segjast þurfa að hætta rekstri

Jón Heiðar Guðjónsson hjá Ferðaþjónustunni Reykjanesi við Ísafjarðardjúp sendi bæjarstjórn Ísafjarðar bréf vegna nýtingar á jarðhitaréttindum og nýlegs úrskurðar þess efnis.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sala Arion á TravelCo er á lokametrunum 

Einkaviðræður standa yfir við erlendan aðila um kaup á ferðaskrifstofusamstæðunni af Arion banka. Kaupin gætu klárast í þessum mánuði en óvíst er hvort íslensku eignirnar, Heimsferðir og Terra Nova, verða með í kaupunum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sam­keppnis­hæfni flugs og upp­bygging flug­valla

Í samgönguáætlun sem lögð hefur verið fram er gert ráð fyrir því að nauðsynleg uppbygging varaflugvalla til að tryggja flugöryggi verði greidd af flugrekendum með nýju gjaldi, svonefndu "hóflegu varaflugvallargjaldi“.

Skoðun
Fréttamynd

Kveikt á skjá númer hundrað

Kveikt var á hundraðasta upplýsingaskjá Safetravel-verkefnisins við hátíðlega athöfn á Akureyri í gær. Formaður slysavarnafélagsins Landsbjargar telur að verkefnið hafi skilað sér í færri óhöppum.

Innlent
Fréttamynd

Innkoma Play jákvæð en þó ekki úrslitaatriði

"Eitt nýtt flugfélag með tvær þotur og sex áfangastaði er náttúrulega ekki "make or brake“ fyrir íslenska ferðaþjónustu en við fögnum að sjálfsögðu alltaf öllum sem hafa trú á áfangastaðnum,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Áttu fótum fjör að launa þegar klakastífla brast

Myndband sem birt var á Vísi í vikunni þar sem sjá mátti klakastíflu bresta í Víðidalsá með þeim afleiðingum að áin steypti sér ofan í Kolugil hefur vakið mikla athygli. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áin brýtur niður klakastíflu.

Innlent
Fréttamynd

Einn milljarður geti orðið að tíu

Það að engu fjármagni sé áætlað til uppbyggingu Akureyrarflugvallar sem millilandaflugvallar í drögum að samgönguáætlun næstu fimm ára gengur þvert gegn yfirlýstri stefnu stjórnvalda. Þetta er mat framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands.

Innlent
Fréttamynd

Aufúsugestir að austan

Arnar Steinn Þorsteinsson fjallar um kínverska ferðamenn á Íslandi. Hann telur núning og jafnvel pirring út í þá munu hverfa, enda séu þeir oft byggðir á misskilningi og ákveðnu þekkingar- og reynsluleysi í samskiptum við Kínverja.

Skoðun
Fréttamynd

Skítblankur á túristavertíð

Fyrir tveimur árum brotlenti rithöfundurinn Þórarinn Leifsson á Íslandi, fráskilinn og svo blankur að hann fór á ferðaþjónustuvertíð. Við Gullfoss rumskaði svo rithöfundurinn og í nýrri bók gerir hann upp heilt ár af Gullhringjum.

Lífið
Fréttamynd

Vilja koma Hrísey á kortið

Stefnt er að því að blása til sóknar til þess að markaðssetja Hrísey sem áfangastað fyrir innlenda ferðamenn. Ný könnun sýnir að margir Íslendingar sjá ekki neina ástæðu til þess að heimsækja eyjuna.

Innlent