Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Fréttamynd

Mesti vöxturinn er í Airbnb

Vöxtur ferðaþjónustunnar er aðallega í deilihagkerfinu gegnum Airbnb samkvæmt nýrri skýrslu Íslandsbanka. Airbnb er með fjórðung af gistimarkaðnum. Teymi bankans á sviði ferðaþjónustu reiknar með minni fjárfestingu í hótelum á næstu fjórum árum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Segja aðra flugvelli en í Keflavík vera vanrækta

Vinna þarf að markvissari stýringu á dreifingu ferðmanna til að verja náttúruna, bæta upplifun gesta og heimamanna og skapa atvinnugreininni skýrari ramma. Fjölgun flugferða um aðra flugvelli en Keflavík er mikilvæg að mati þingmanna.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri tekjuháir nýta sér Airbnb

Tekjuháir ferðamenn nýta sér leiguvefinn Airbnb í síauknum mæli. Fyrir fáeinum árum gistu aðallega tekjulægri ferðamenn í Airbnb-íbúðum. Viðsnúningurinn hefur verið hraður, að sögn hagfræðings.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Óheft íbúðaleiga á Airbnb grefur undan ferðaþjónustunni

Til eru þeir sem halda að íbúðaleiga til ferðamanna gegnum Airbnb og ámóta leigumiðlanir hafi "bjargað“ ferðaþjónustunni. Annars hefði ekki fengist gisting fyrir alla þessa nýju ferðamenn. Þetta sýni dásemdir hins "litla og krúttlega“ deilihagkerfis.

Skoðun
Fréttamynd

Engin komugjöld á þessu ári

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála segir að formlegar viðræður við ferðaþjónustuna séu ekki hafnar, greiningarvinna fari nú fram í ráðuneytinu.

Innlent