Íslensk ferðaþjónusta á tímamótum Björn Ragnarsson skrifar 5. mars 2019 10:05 Það hefur ekki farið fram hjá neinum að mikill vöxtur hefur verið í íslenskri ferðaþjónustu á undanförnum árum. Á 10 ára tímabili frá 2007 til 2017 fimmfaldaðist fjöldi erlendra ferðamanna og sem gerði það að verkum að við unnum okkur mun hraðar út úr hruninu. Til að geta tekið á móti þessum mikla fjölda þá þurftu fyrirtækja að fjárfesta gríðarlega í innviðum og starfsfólki í greininni fjölgaði mikið. Á sama tíma hafa raunlaun hækkað mikið og hlutdeild launa af tekjum fyrirtækja aldrei verið hærra. Nú hefur hins vegar dregið hratt úr fjölgun ferðamanna og í fyrsta skiptið frá 2010 er gert ráð fyrir fækkun ferðamanna á þessu ári auk þess sem dvalartími hefur styst. Ástæður þessa samdráttar eru styrking krónunnar og hækkandi verðlag í ferðaþjónustu sem má m.a. rekja til launahækkana undanfarinna ára. Rekstur margra ferðaþjónustufyrirtækja hefur því verið afar þungur síðustu tvö ár. Nú stöndum við frammi fyrir harðvítugum kjaradeilum þar sem verkalýðsfélögin beina aðgerðum sínum gegn ferðaþjónustunni með tilheyrandi áhrifum á bókanir til landsins og miklum skaða fyrir þau fyrirtæki sem aðgerðirnar snúa að. Á hverjum degi eru ferðamenn að skila 1.500 milljónum í gjaldeyristekjur og eru þeir jafnframt stærstu skattgreiðendur Íslands. Ef gengið verður að kröfum verkalýðsfélaganna verða ferðaþjónustufyrirtæki að hækka verð enda fer rúmlega helmingur tekna í laun. Verðskrárhækkanir ferðaþjónustufyrirtækja mun gera samkeppnisstöðu okkar enn verri og hafa óbætanleg áhrif á fjölda ferðamanna til landsins á komandi árum. Nú þegar erum við í samkeppni við erlenda aðila sem greiða ekki laun eftir íslenskum kjarasamningum. Á Íslandi starfa milli 25-30 þúsund erlendir ríkisborgarar og hefur þeim fjölgað um 74% síðustu 10 ár. Stór hluti útlendinga á vinnumarkaði starfa í ferðaþjónustu . Án þeirra hefðum við ekki getað mætt þessum aukna fjölda ferðamanna til landsins. Hjá Kynnisferðum starfar fjöldi erlendra starfsmanna af mörgum þjóðernum. En hvers vegna velja þessir starfsmenn að koma til Íslands að vinna ef launakjörin hér eru svona slæm? Staðreyndin er sú að við greiðum ein hæstu lágmarkslaun í Evrópu og framfærslugeta á Íslandi er einnig með því hæsta. Í samtölum mínum við starfsfólk heyri ég að þau hafa gríðarlegar áhyggjur af stöðunni og starfsöryggi sínu. Auðvitað vilja allir hærri laun en fólk áttar sig líka á því að geta fyrirtækja til að hækka laun um tugi prósenta á stuttum tíma er ekki til staðar. Framundan er því áframhaldandi hagræðing í rekstri og fækkun starfsmanna ef ekki verður samið um hóflegar launahækkanir. Stjórnvöld hafa kynnt aðgerðir sem bæta hag þeirra sem eru með lægri laun og unnið er að aðgerðum í fasteignamálum við að bæta hag þeirra sem eru á leigumarkaði. Ég vona því að verkalýðsleiðtogarnir hugsi af alvöru um hagsmuni okkar starfsmanna og komi að samningaborðinu með hóflegar væntingar sem skili okkur áframhaldandi hagvexti, auknum kaupmætti og hóflegum vexti í ferðaþjónustu.Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða – Reykjavik Excursions Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það hefur ekki farið fram hjá neinum að mikill vöxtur hefur verið í íslenskri ferðaþjónustu á undanförnum árum. Á 10 ára tímabili frá 2007 til 2017 fimmfaldaðist fjöldi erlendra ferðamanna og sem gerði það að verkum að við unnum okkur mun hraðar út úr hruninu. Til að geta tekið á móti þessum mikla fjölda þá þurftu fyrirtækja að fjárfesta gríðarlega í innviðum og starfsfólki í greininni fjölgaði mikið. Á sama tíma hafa raunlaun hækkað mikið og hlutdeild launa af tekjum fyrirtækja aldrei verið hærra. Nú hefur hins vegar dregið hratt úr fjölgun ferðamanna og í fyrsta skiptið frá 2010 er gert ráð fyrir fækkun ferðamanna á þessu ári auk þess sem dvalartími hefur styst. Ástæður þessa samdráttar eru styrking krónunnar og hækkandi verðlag í ferðaþjónustu sem má m.a. rekja til launahækkana undanfarinna ára. Rekstur margra ferðaþjónustufyrirtækja hefur því verið afar þungur síðustu tvö ár. Nú stöndum við frammi fyrir harðvítugum kjaradeilum þar sem verkalýðsfélögin beina aðgerðum sínum gegn ferðaþjónustunni með tilheyrandi áhrifum á bókanir til landsins og miklum skaða fyrir þau fyrirtæki sem aðgerðirnar snúa að. Á hverjum degi eru ferðamenn að skila 1.500 milljónum í gjaldeyristekjur og eru þeir jafnframt stærstu skattgreiðendur Íslands. Ef gengið verður að kröfum verkalýðsfélaganna verða ferðaþjónustufyrirtæki að hækka verð enda fer rúmlega helmingur tekna í laun. Verðskrárhækkanir ferðaþjónustufyrirtækja mun gera samkeppnisstöðu okkar enn verri og hafa óbætanleg áhrif á fjölda ferðamanna til landsins á komandi árum. Nú þegar erum við í samkeppni við erlenda aðila sem greiða ekki laun eftir íslenskum kjarasamningum. Á Íslandi starfa milli 25-30 þúsund erlendir ríkisborgarar og hefur þeim fjölgað um 74% síðustu 10 ár. Stór hluti útlendinga á vinnumarkaði starfa í ferðaþjónustu . Án þeirra hefðum við ekki getað mætt þessum aukna fjölda ferðamanna til landsins. Hjá Kynnisferðum starfar fjöldi erlendra starfsmanna af mörgum þjóðernum. En hvers vegna velja þessir starfsmenn að koma til Íslands að vinna ef launakjörin hér eru svona slæm? Staðreyndin er sú að við greiðum ein hæstu lágmarkslaun í Evrópu og framfærslugeta á Íslandi er einnig með því hæsta. Í samtölum mínum við starfsfólk heyri ég að þau hafa gríðarlegar áhyggjur af stöðunni og starfsöryggi sínu. Auðvitað vilja allir hærri laun en fólk áttar sig líka á því að geta fyrirtækja til að hækka laun um tugi prósenta á stuttum tíma er ekki til staðar. Framundan er því áframhaldandi hagræðing í rekstri og fækkun starfsmanna ef ekki verður samið um hóflegar launahækkanir. Stjórnvöld hafa kynnt aðgerðir sem bæta hag þeirra sem eru með lægri laun og unnið er að aðgerðum í fasteignamálum við að bæta hag þeirra sem eru á leigumarkaði. Ég vona því að verkalýðsleiðtogarnir hugsi af alvöru um hagsmuni okkar starfsmanna og komi að samningaborðinu með hóflegar væntingar sem skili okkur áframhaldandi hagvexti, auknum kaupmætti og hóflegum vexti í ferðaþjónustu.Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða – Reykjavik Excursions
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun