Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Framkvæmdir við Fjallaböðin eru í fullum gangi í Þjórsárdal og er uppsteypa á mannvirkinu sjálfu hafin. Stærsti hluti byggingarinnar verður inni í fjalli. Innlent 30.8.2025 09:30
Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Samgöngusafnið á Skógum fær ekki þristinn Gunnfaxa til varðveislu nema það takist að útvega landeigendum Sólheimasands aðra DC 3-flugvél til að sýna ferðamönnum á sandinum. Þetta er meginefni svars sem stjórn Loðmundar, landeigendafélags Ytri-Sólheima, hefur sent Vinum Gunnfaxa, áhugahópi um verndun gamallar Douglas Dakota-flugvélar Flugfélags Íslands. Innlent 28.8.2025 20:40
Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Samgöngustofa hafnar órökstuddum fullyrðingum Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins og fyrrverandi innviðaráðherra, um að stofnunin framfylgi ekki lögum um leigubifreiðaakstur. Þau segja starfsfólk vinna af heilindum og þau taki allri gagnrýni alvarlega. Innlent 27.8.2025 21:52
„Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Saint Paul Edeh er ekki lengur með atvinnuréttindi til að starfa sem leigubílstjóri, samkvæmt vef Samgöngustofu. Myndskeið af honum vakti athygli í síðustu viku þegar hann sást hnakkrífast við ferðamenn. Þegar fréttastofa ræddi við hann fyrr í dag sagðist hann þó ekki vera upplýstur um að hann hafi verið sviptur atvinnuleyfinu. Innlent 20. ágúst 2025 17:30
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Undanfarin misseri hafa sprottið upp myndavélastaurar við ferðamannastaði frá bílastæðafyrirtækjum út um allt land, líkt og skæð farsótt, þar sem fólk er rukkað fyrir að leggja ökutækjunum sínum. Skoðun 19. ágúst 2025 11:31
Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Breytingar hafa verið gerðar á framkvæmdastjórn Arctic Adventures þar sem tveir nýir framkvæmdastjórar hafa tekið til starfa, það Gunnar Hafsteinsson og Lina Zygele. Viðskipti innlent 18. ágúst 2025 14:01
Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Það hefur verið meira en nóg að gera hjá landvörðum á Jökulsárlóni í sumar við að sinna og þjónusta ferðamenn því þangað komu um hundrað þúsund ferðamenn í júlí og reiknað er með svipuðum fjölda nú í ágúst og september. Forvitnir selir á svæðinu vekja alltaf mikla athygli. Innlent 17. ágúst 2025 21:04
Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Eyjólfur Ármannsson samgönguráðherra segir myndefni sem sýnir leigubílstjóra hér á landi hnakkrífast við erlenda ferðamenn hafa komið sér í opna skjöldu. Hann hyggst breyta lögum varðandi leigubíla, og vill meina að leigubílstjórastéttin hafi verið eyðilögð. Innlent 16. ágúst 2025 11:08
Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Í síbreytilegu og oft krefjandi umhverfi ferðaþjónustunnar gegnir öryggismenning lykilhlutverki í að tryggja sem best velferð bæði starfsfólks og gesta. Til að öryggismenning verði lifandi hluti af starfsemi fyrirtækja þarf skýra og stöðuga forystu. Skoðun 15. ágúst 2025 18:01
Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Hjónum á Hellu brá í brún þegar annar ökumaður begyði skyndilega fyrir þau á Suðurlandsvegi. Sjálfstýringin í bílnum þeirra kom þeim til bjargar en litlu mátti muna að árekstur ætti sér stað. Innlent 15. ágúst 2025 13:48
Samstarf í stað sundrungar í ferðaþjónustu Við þurfum meira samstarf í ferðaþjónustunni, ekki að níða skóinn af hver öðru. Þegar við höfum gagnrýnt stjórnvöld fyrir breytingar á sköttum og gjöldum hefur sú gagnrýni fyrst og fremst snúist um skort á fyrirsjáanleika og samtali. Umræðan 15. ágúst 2025 13:04
„Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Ferðamálastjóri segir mál leigubílstjórans Saint Paul Edeh ekki vera fyrsta slíka málið sem hann heyrir af en að það teljist samt til frávika. Yfirgnæfandi meirihluti ferðamanna njóti dvalar sinnar hér á landi. Innlent 14. ágúst 2025 18:05
Ferðaþjónusta til framtíðar byggir á traustum innviðum Ferðaþjónusta á Íslandi hefur eflst og þróast hratt á síðasta áratug og er orðin mikilvægasta atvinnugrein landsins. Ytri aðstæður á borð við heimsfaraldur, óvissu í heimsmálum og þróun efnahags og gjaldmiðla hafa ráðið miklu um gang mál en innlendir þjónustuaðilar hafa sýnt seiglu og sveigjanleika og brugðist vel við síbreytilegum aðstæðum. Umræðan 13. ágúst 2025 09:55
Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 302 þúsund í nýliðnum júlí samkvæmt mælingum Ferðamálastofu, 9,1% fleiri en í júlí 2024. Um þriðjung brottfara má rekja til Bandaríkjamanna. Viðskipti innlent 12. ágúst 2025 15:03
Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Borið hefur á því að gestir Bláa lónsins séu rukkaðir hærra en eðlilegt verð af leigubílstjórum að sögn framkvæmdastjóra hjá fyrirtækinu. Lónið hefur því látið reisa upplýsingaskilti á bílastæðinu til að auka gagnsæi við gjaldtöku. Neytendur 12. ágúst 2025 14:42
Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir, fyrrverandi hótelstjóri og brautryðjandi í uppbyggingu ferðaþjónustu, lést á Landspítalanum í gær, 75 ára að aldri. Innlent 12. ágúst 2025 13:38
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir gullgrafaræði skýra þá þróun sem hefur verið í bílastæðamálum og segir hana græðgisvæðingu sem hafi fengið að ganga allt of langt. Hann skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stigið fastar niður nú þegar. Viðskipti innlent 12. ágúst 2025 12:01
Stækka hótelveldið á Suðurlandi Félagið JAE ehf. hefur gengið frá kaupum á Hótel South Coast, sem er nýlegt hótel staðsett í miðbæ Selfoss. Hótelið er með 74 herbergjum, veitingaaðstöðu, heilsulind, líkamsræktaraðstöðu og fundarrýmum, sem gerir það að eftirsóttum ferðamannastað á Suðurlandi að því er segir í tilkynningu frá JAE ehf. Viðskipti innlent 12. ágúst 2025 10:14
Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra og ráðherra neytendamála, segist ítrekað hafa lent í því að fá rukkun inn á heimabanka frá bílastæðafyrirtækjum sem hún viti ekki hvernig sé tilkomin, líkt og fjölmargir landsmenn. Hanna greindi frá þessu í Hádegisfréttum Bylgjunnar. Innlent 11. ágúst 2025 13:24
Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Fjölskylda í Grafarvogi fékk rukkun upp á tæplega sex þúsund krónur eftir að hafa lagt á bílastæði við Kirkjufell á Snæfellsnesi. Ráðherra segir fjölskylduna ekki hafa áttað sig á því að gjaldskylda væri á bílastæðinu. Neytendur 11. ágúst 2025 11:06
Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Ferðamaðurinn sem lést eftir að hafa stokkið ofan í Vestari-Jökulsá í Skagafirði á föstudaginn var Bandaríkjamaður á sextugsaldri. Innlent 11. ágúst 2025 10:46
Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Langflestir gestir í heitu pottunum í flæðamálinu á Drangsnesi greiða uppsett verð þótt enginn standi vaktina. Heimamenn hafa mætt áföllum í gegnum tíðina af æðruleysi og komast yfirleitt að því að ekki er allt sem sýnist. Innlent 11. ágúst 2025 07:02
Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Rautt ljós mun loga 30 prósent oftar í Reynisfjöru eftir endurmat á hættustigum. Nýju viðvörunarskilti var komið upp í fjörunni á laugardag. Innlent 11. ágúst 2025 06:24
Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Búið er að setja upp skilti við Bláa lónið þar sem ferðamenn eru varaðir við óprúttnum leigubílstjórum. Á skiltinu stendur meðal annars hvert eðlilegt verð er fyrir ferð til Reykjavíkur eða út á flugvöll. Innlent 10. ágúst 2025 11:19