Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Hamingjusöm og umburðarlynd

Síðustu misseri hafa tveir prófessorar á vinstri væng, Stefán Ólafsson og Þorvaldur Gylfason, málað hér skrattann á vegginn. Stefán kveður ríkisstjórnina hafa aukið ójöfnuð hraðar en herforingjastjórn Pinochets í Chile. Þorvaldur líkir Davíð Oddssyni við Kim Il Sung í Norður-Kóreu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Samtaka nú

Nú er dollarinn alveg fáránlega lágur. 66 krónur, þegar þetta er skrifað. Í fyrravor fór hann yfir 80-kall og allt fór til fjandans. Verslanir hækkuðu verð, bíómiðinn hækkaði og bensínið náttúrlega. Allt útaf háu gengi dollarans. Það var míníkreppa í fyrravor.

Bakþankar
Fréttamynd

Ójöfnuður í samhengi

Allar helztu upplýsingar, sem fyrir liggja um aukinn ójöfnuð á Íslandi síðan 1995, eru komnar frá fjármálaráðuneytinu og ríkisskattstjóraembættinu. Eins og ég rakti á þessum stað fyrir viku, lagði Geir Haarde, þáverandi fjármálaráðherra, fram á Alþingi snemma árs 2005 tölur, sem sýndu, að ójöfnuður í skiptingu ráðstöfunartekna milli manna jókst mjög frá 1995 til 2003.

Fastir pennar
Fréttamynd

Okkar 11. september

Rík er sú tilhneiging hjá ráðamönnum að bregðast við aðsteðjandi vanda með því að skerða mannréttindi borgaranna. Fyrsta hugsunin þegar áföll dynja á er að pakka í vörn, gefast upp fyrir heilbrigðri skynsemi, hugsa að nóg sé komið af hinu hræðilega frelsi og að það - þ.e. fólkið sem við kusum í ábyrgðarstöður - sé eitt fært um að hugsa fyrir heildina og leysa málin.

Bakþankar
Fréttamynd

Billjónsdagbók 28.2

ICEX 7.432, þegar ég fór í sturtu, og Nasdaq 2.454 þegar ég skrúfaði fyrir. Var lengi að laga kaffi. Kann ekkert á sjálfvirkar kaffivélar. Hvaða sjálfvirkni er það eiginlega þar sem ekkert virkar af sjálfu sér. Ég veit hvað er raunveruleg sjálfvirkni. Ég er til dæmis fullur af sjálfvirkni. Þess vegna er ég sökksessfúll fjárfestir og alltaf glaður í bragði.

Bakþankar
Fréttamynd

Lært af reynslunni

Stöku dýrlingur mun eiga svo viturt hjarta að vera laus við ranghugmyndir. Þær eiga hinsvegar ekki bara heima í huga vændiskaupandi kalla sem trúa því að konan vilji þá líka borgunarlaust, eða hjá þeim sjúku ófétum sem segja að barnið hafi átt frumkvæðið. Nei, margar ranghugmyndir eru hversdagslegar eða jafnvel hagnýtar og geta snúist um dálitla staðbundna galla.

Bakþankar
Fréttamynd

Vinstri grænt sækir á

Fram til þessa hefur mynd komandi kosningabaráttu um margt verið óskýr. Fleiri pólitísk spurningamerki hafa verið á lofti en oftast áður á sama tíma í aðdraganda kosninga.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hergagnaframleiðsla í dýraríkinu

Í síðustu viku bárust skuggalegar fréttir úr myrkviðum Senegals. Dýra- og mannfræðingar sem voru þar að njósna um lifnaðarhætti sjimpansa komust að því að þessir frændur okkar eru ekki jafnsaklausir og þeir vilja vera láta. Með földum myndavélum tókst vísindamönnunum að festa á filmu að það sem hingað til hefur verið talið saklaust föndur eða leikur með trjágreinar er í raun og veru stórfelld framleiðsla á hergögnum sem aparnir nota í árásarskyni.

Bakþankar
Fréttamynd

Pólitískar hreingerningar

Könnun Fréttablaðsins í gær sýndi eins og flestar kannanir síðustu mánaða að núverandi ríkisstjórn er töluvert fjarri því að halda velli.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hvers vegna ekki?

Ég játa að sem mikill unnandi alls þess sem franskt er, til dæmis fallaxarinnar og Tour de France, hlakka ég óður og uppvægur til að berja augum allt það nýjasta og kúltíveraðasta frá Frans á listahátíðinni Pourquoi pas?, sem útleggst víst á íslensku sem Hvers vegna ekki? Ekki minnkaði eftirvæntingin þegar ég frétti að frá þeim sömu og færðu okkur Peugeot-inn væri komið ELDORGELIÐ.

Bakþankar
Fréttamynd

Læti á Laugavegi

Það fór sem fór: lóðaspekúlantar og verktakar voru í viðbragðsstöðu þegar svokölluð sáttanefnd með Árna Þór Sigurðsson og Bolla Kristinsson kaupmann í meirihluta blessaði rif á stórum hluta gamalla íbúða- og verslunarhúsa við Laugaveg.

Fastir pennar
Fréttamynd

Bið eftir kynjajafnrétti

Nú á dögum líta flestallir Íslendingar á sig sem jafnréttissinna. Sú sjálfsmynd er þó ekki endilega byggð á gildum rökum. Það er a.m.k. þversögn að mörgum af hinum meintu jafnréttissinnum finnst allt í himnalagi í samfélagi þar sem misrétti kynjanna er viðhaldið með kerfisbundnum hætti.

Fastir pennar
Fréttamynd

Um Scott

Ég er ekkert sérstaklega hrifinn af því – svo vægt sé til orða tekið - að stjórnmálaflokkar á Alþingi og í borgarstjórn skuli álykta sérstaklega um það hvaða hópar þeir telji að séu velkomnir til landsins og hverjir ekki, eins og gerðist nú í vikunni í tilviki boðaðrar ráðstefnu fólks í klámiðnaði. Ég sé því ekki betur en að ég, á mínum fyrstu metrum í pólitík, sé þar með ósammála í afmörkuðu máli öllum flokkum á Alþingi, því hér myndaðist jú þverpólitísk samstaða.

Bakþankar
Fréttamynd

Stefán og Hannes í Silfrinu

Prófessorarnir Stefán Ólafsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson verða sérstakir gestir í Silfri Egils á sunnudag. Þeir munu ræða um ójöfnuð í íslensku samfélagi, fátækt, skatta og sitthvað í þeim dúr...

Fastir pennar
Fréttamynd

Tilvistarkreppa álitsgjafa

Í samræmi við þá hugmynd mína að hlutverk álitsgjafa og pistlahöfunda sé fyrst og fremst að amast við því sem miður fer í þjóðfélaginu, og skipta sér af öllu milli himins og jarðar þó þeir hafi ekki minnsta vit á því, gerði ég dauðaleit að einhverju til að amast við áður en ég skrifaði þennan pistil.

Bakþankar
Fréttamynd

Maó var norskur

Hér er fjallað um klámhátíðina miklu sem ekki verður haldin í Reykjavík, norsk áhrif á hugmyndir íslenskra vinstrimanna og femínista, leðurheteró, framboðsmál Vinstri grænna og Samfylkingarinnar og loks er spurt hvað Jón Baldvin ætli að gera...

Fastir pennar
Fréttamynd

Skallafordómar

Söngkonan Britney Spears hefur verið í sviðsljósinu síðustu mánuðina. Hegðun hennar, meðal annars stíft sukk með forhertustu pjásum hins svokallaða skemmtanalífs, hefur bent til þess að ekki sé allt með felldu. Þegar nýjustu fréttirnar flæddu yfir heimsbyggðina má segja að tappann hafi fyrst tekið úr: Britney var búin að snoða sig.

Bakþankar
Fréttamynd

Andlitslaus samskipti á netinu

Tilkoma netsins er líklega umfangsmesta bylting í daglegu lífi sem orðið hefur um margra áratuga skeið, kannski frá því að síminn kom. Netið er vettvangur samskipta, tjáningar, upplýsingaleitar og alls kyns afþreyingar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Stóriðjunni ofaukið

Það voru athyglisverðar tölur sem birtust á dögunum um flutninga Íslendinga innanlands milli landshluta. Þar kom í ljós að eftir viðamestu og dýrustu byggðaaðgerðir í sögu þjóðarinnar og einstakan uppgangstíma höfðu 45 fleiri Íslendingar flutt úr Austfjarðakjördæmi en flutt höfðu sig þangað.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ráðast gaddaskötur bara á merkilega menn?

Í síðustu viku kom upp sérkennileg deila á Morgunblaðinu sem þrír blaðamenn þar á bæ flæktust inn í. Upphafið má rekja til greinar sem einn þeirra skrifaði um lát fyrirsætunnar Önnu Nicole Smith og birtist undir fyrirsögninni Dauðinn og stúlkan.

Bakþankar
Fréttamynd

Forsetalóðin

Í athyglisverðu viðtali á Stöð 2 liðinn sunnudag tók forseti Íslands af skarið um sýn hans frá tröppum Bessastaða. Þar koma þrjú atriði einkum til skoðunar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Einmana börn

Íslensk börn eru einmana og sakna aukinna samskipta við foreldra og fjölskyldu. Nýlegar rannsóknir segja okkur að samskipti foreldra og barna skipti höfuðmáli þegar kemur að líðan barna og áhættu varðandi neyslu og hvers konar óreglu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Dirty weekend in Reykjavik

Nú stendur fyrir dyrum ráðstefna í Reykjavík þar sem þátttakendur eru stórir framleiðendur klámefnis á netinu. Hvorki eru skráðir fyrirlestrar né pallborðsumræður í dagskrá á heimasíðu ráðstefnunnar. Ástæðan er sennilega ekki sú að klámframleiðendum sé lagnara að rýta og rymja en halda ræður, þótt óneitanlega sé það fyrsta hugsun.

Bakþankar