Andlitslaus samskipti á netinu 21. febrúar 2007 14:30 Tilkoma netsins er líklega umfangsmesta bylting í daglegu lífi sem orðið hefur um margra áratuga skeið, kannski frá því að síminn kom. Netið er vettvangur samskipta, tjáningar, upplýsingaleitar og alls kyns afþreyingar. Það hefur einfaldað ýmsa hluti sem voru mun flóknari áður en það hefur líka flækt sumt sem áður var einfalt. Samskipti á netinu hafa haft gríðarleg áhrif og í þeim breytta heimi er ekki bara hægt að hafa andlitslaus samskipti heldur einnig samskipti undir fölsku flaggi. Þannig getur hver sem er farið inn á samskiptasíðu eins og einkamal.is og þóst vera hver sem er, annar en hann er, til dæmis 14 ára barn að bjóða fram blíðu. Umræðan um kynferðislegt ofbeldi á börnum hefur verið mikil í samfélaginu undanfarin misseri. Sú umræða á vitanlega að eiga sér stað enda hefur þetta ofbeldi meðal annars lifað í skjóli þagnarinnar frá örófi. Frétt af tveimur drengjum sem lokkuðu eldri karlmenn með tálbeituaðferð er áminning um þær hættur sem geta leynst á netinu. Í ljósi umræðunnar í samfélaginu er í sjálfu sér ekkert skrítið að einhverjum framtakssömum ungmennum detti í hug að veiða kynferðisofbeldismenn í gildru í skjóli netsins, eins auðvelt og það virðist vera. Hér kemur til kasta uppalendanna að upplýsa börnin bæði um hættuna sem hægt er að skapa sér með svona gerðum og einnig þá ábyrgð sem fylgir þeim. Sömuleiðis verða uppalendur að fylgjast með og að einhverju leyti vera þátttakendur í því sem börn þeirra aðhafast á netinu. Þeir sem halda úti síðum sem hafa að markmiði að hafa milligöngu um kynni milli fólks verða einnig að axla ábyrgð. Rúna Sif Harðardóttir, þjónustustjóri D3, sem annast umsjón vefsíðunnar einkamál.is, segir í frétt hér í blaðinu að nauðsynlegt þyki að efla ritskoðun á samskiptavefjum á borð við einkamál.is. Rétt væri einnig að skoða hvort kröfur um að fólk geri grein fyrir sér með óyggjandi hætti á samskiptavefjum sem þessum séu nægilegar. Í áðurnefndri frétt kemur fram að aðgerðaráætlun fyrir vefinn einkamal.is sé í vinnslu. Fréttin af drengjunum tveimur ýtir vonandi við fleirum að gera slíkar áætlanir. SAFT-verkefnið hefur þann tilgang að vinna að öruggari netnotkun barna og unglinga. Auglýsingaherferðir á vegum þess verkefnis hafa beinst beint gegn börnunum sjálfum og verið áhrifaríkar. Sömuleiðis er vefsíðan saft.is hafsjór fróðleiks fyrir uppalendur sem vilja stuðla að öruggri umgengni barna sinna við netið. Barnaklám er ein mesta skuggahlið netsins. Það vita börnin sjálf. Það er hlutverk uppalenda að gera börnunum grein fyrir því að það er ekki í þeirra höndum að uppræta þennan óhugnað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun
Tilkoma netsins er líklega umfangsmesta bylting í daglegu lífi sem orðið hefur um margra áratuga skeið, kannski frá því að síminn kom. Netið er vettvangur samskipta, tjáningar, upplýsingaleitar og alls kyns afþreyingar. Það hefur einfaldað ýmsa hluti sem voru mun flóknari áður en það hefur líka flækt sumt sem áður var einfalt. Samskipti á netinu hafa haft gríðarleg áhrif og í þeim breytta heimi er ekki bara hægt að hafa andlitslaus samskipti heldur einnig samskipti undir fölsku flaggi. Þannig getur hver sem er farið inn á samskiptasíðu eins og einkamal.is og þóst vera hver sem er, annar en hann er, til dæmis 14 ára barn að bjóða fram blíðu. Umræðan um kynferðislegt ofbeldi á börnum hefur verið mikil í samfélaginu undanfarin misseri. Sú umræða á vitanlega að eiga sér stað enda hefur þetta ofbeldi meðal annars lifað í skjóli þagnarinnar frá örófi. Frétt af tveimur drengjum sem lokkuðu eldri karlmenn með tálbeituaðferð er áminning um þær hættur sem geta leynst á netinu. Í ljósi umræðunnar í samfélaginu er í sjálfu sér ekkert skrítið að einhverjum framtakssömum ungmennum detti í hug að veiða kynferðisofbeldismenn í gildru í skjóli netsins, eins auðvelt og það virðist vera. Hér kemur til kasta uppalendanna að upplýsa börnin bæði um hættuna sem hægt er að skapa sér með svona gerðum og einnig þá ábyrgð sem fylgir þeim. Sömuleiðis verða uppalendur að fylgjast með og að einhverju leyti vera þátttakendur í því sem börn þeirra aðhafast á netinu. Þeir sem halda úti síðum sem hafa að markmiði að hafa milligöngu um kynni milli fólks verða einnig að axla ábyrgð. Rúna Sif Harðardóttir, þjónustustjóri D3, sem annast umsjón vefsíðunnar einkamál.is, segir í frétt hér í blaðinu að nauðsynlegt þyki að efla ritskoðun á samskiptavefjum á borð við einkamál.is. Rétt væri einnig að skoða hvort kröfur um að fólk geri grein fyrir sér með óyggjandi hætti á samskiptavefjum sem þessum séu nægilegar. Í áðurnefndri frétt kemur fram að aðgerðaráætlun fyrir vefinn einkamal.is sé í vinnslu. Fréttin af drengjunum tveimur ýtir vonandi við fleirum að gera slíkar áætlanir. SAFT-verkefnið hefur þann tilgang að vinna að öruggari netnotkun barna og unglinga. Auglýsingaherferðir á vegum þess verkefnis hafa beinst beint gegn börnunum sjálfum og verið áhrifaríkar. Sömuleiðis er vefsíðan saft.is hafsjór fróðleiks fyrir uppalendur sem vilja stuðla að öruggri umgengni barna sinna við netið. Barnaklám er ein mesta skuggahlið netsins. Það vita börnin sjálf. Það er hlutverk uppalenda að gera börnunum grein fyrir því að það er ekki í þeirra höndum að uppræta þennan óhugnað.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun