Eurovision

Eurovision

Fréttir af framlagi Íslendinga og annarra þjóða í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.

Fréttamynd

Hvað gerðist í flutningi Hatara?

Hatari með lagið sitt Hatrið mun sigra hefur lokið við að flytja lagið sitt í Expo Tel Aviv höllinni. Atriðið var að stærstum hluta stórkostlegt á sviði en upp úr miðju lagi virtist ekki heyrast í Matthíasi Tryggva Haraldssyni, söngvara Hatara.

Lífið
Fréttamynd

Komin þreyta í íslenska hópinn

Ísland tekur þátt í lokakvöldinu í Eurovision í fyrsta skipti síðan 2014 en Hatari er 17. atriðið sem stígur á sviðið í Expo-höllinni í Tel Aviv.

Lífið
Fréttamynd

Nick Rhodes: Duran Duran aldrei í Eurovision

Hljómsveitin Duran Duran, sem heldur tónleika á Íslandi eftir rúman mánuð, mun aldrei taka þátt í Eurovision. Þetta segir Nick Rhodes, hljómborðsleikari sveitarinnar. Hann segist ekki hafa fylgst með söngvakeppninni í tíu ár hið minnsta.

Innlent
Fréttamynd

Sparkað í heimilislausa

Settur var upp góðgerðarleikur milli heimsmeistaraliðs heimilislausra í Ísrael og íslenskra fjölmiðlamanna. Fréttablaðið og Svikamylla mættu fyrir hönd Íslands og tóku hlutverkið alvarlega.

Lífið
Fréttamynd

Viðtal við Madonnu tekið upp fyrir fram

Söngkonan Madonna kemur fram á Eurovision í Tel Aviv í kvöld. Tilkynnt hefur verið að hún muni flytja tvö lög en ekki lá ljóst fyrir fyrr en á fimmtudaginn að Madonna kom fram vegna ágreinings hennar við skipuleggjendur.

Lífið
Fréttamynd

Ísraelsmenn fagna ekki Hatara

Fyrir tuttugu árum náði Selma Björnsdóttir þeim magnaða árangri að hreppa annað sætið í Eurovision þegar hún söng All Out of Luck. Þá var keppnin haldin í Jerúsalem.

Lífið
Fréttamynd

Spenna í loftinu þegar Hatari kvaddi sína nánustu

Hatari er farinn af stað í lokakaflann á Eurovision-ævintýri sínu. Að loknum morgunverði í morgun skelltu söngvarar, dansarar og fylgdarfólk sér í svörtu og bláu íþróttagallana sína, kvöddu foreldra og maka áður en haldið var upp í rútu áleiðis í Expo Tel Aviv höllina.

Lífið
Fréttamynd

Handhafi dýrmætasta minjagrips Íslands í Eurovision

Englendingurinn Peter Fenner er skilgreiningin á aðdáanda Íslands í Eurovision. Hann hefur fylgt íslenska hópnum eftir allt frá því hann heillaðist af All out of luck í Jerúsalem fyrir tuttugu árum. Enn er hann mættur og með tuttugu ára gamlan minjagrip með sér.

Lífið
Fréttamynd

Ísland skýst upp um tvö sæti að næturlagi

Hatari með lag sitt Hatrið mun sigra situr í sjötta sæti veðbanka að morgni úrslitadags Eurovision í Tel Aviv. Lagið er komið á kunnuglegan stað á ný í sjötta sæti þar sem það sat í um mánuð fram að brottför til Ísrael.

Lífið
Fréttamynd

Öll Eurovision-vötn falla til Hollands

Hollendingar, með Duncan Laurence einan á píanóinu, eru af mörgum taldir sigurstranglegir í Eurovision í kvöld. Veðbankar um allan heim setja þá í fyrsta sæti. Liðsmenn Hatara eru klárir í kvöldið eftir aukaæfingu.

Lífið
Fréttamynd

Afhentu áströlsku söngkonunni heiðurssleggju Hatara

Kate Miller-Heidke, sem flytur framlag Ástralíu í Eurovision þetta árið, er fyrsti handhafi heiðurssleggju Hatara. Matthías Tryggvi Haraldsson, söngvari Hatara, hvatti Kate til að nota sleggjuna til að tortíma andstæðingum sínum á friðsælan hátt.

Lífið