Úrvinda í viku eftir tækniklúðrið í Söngvakeppninni Stefán Árni Pálsson skrifar 22. mars 2020 10:00 Björg Magnúsdóttir hefur verið að gera frábæra hluti í sjónvarpi og útvarpi undanfarin ár. vísir/vilhelm Fjölmiðlakonan og rithöfundurinn Björg Magnúsdóttir hefur slegið í gegn á skjánum undanfarin ár og farið mikinn í beinum útsendingum í Söngvakeppninni og í þáttunum Kappsmál. Hún starfar einnig á Rás 2 og skrifaði handritið að þáttunum Ráðherrann. Björg, sem stundum er kölluð Bjöllan, er gestur vikunnar í Einkalífinu. Björg var meðal þeirra sem stýrði lokakvöldinu í Söngvakeppninni ásamt Fannari Sveinssyni og Benedikt Valssyni. Upp kom sú staða í beinni útsendingu fyrir framan alþjóð að tæknin var að stríða framleiðendum sýningarinnar og varð Björg til að mynda að teygja lopann töluvert í viðtölum á sviðinu, til að vinna tíma fyrir tæknimenn RÚV. Eftir lokakvöldið var tala um fátt annað í íslensku samfélagi en umrætt tækniklúður og tók það sinn toll á sjónvarpskonuna. „Manni líður ótrúlega skringilega. Þú ert með pródúsent í eyranu og heyrir raddir þar. Þú ert að reyna að frjósa ekki og þú verður að segja eitthvað og getur ekki bara staðið kyrr á sviðinu,“ segir Björg og heldur áfram. „Þetta er allt einhvern veginn að berjast innra með þér á sama tíma og þá kallar maður bara á hund,“ segir Björg en athygli vakti þegar Björg fékk einmitt hund á sviðið í beinni útsendingu. „Mér bara datt ekkert annað í hug og þarna var mjög óljóst hversu mikið væri eftir af viðgerðartímanum. Þetta getur bara gerst, adrenalínið er botni, það eru allir að horfa og þú verður bara að komast í gegnum þetta. Ég er ekki að segja að ég hafi haft eitthvað gaman af þessu en það er ekkert hægt að verða eitthvað brjálaður, þetta er hluti af þessu.“ Hún segist hafa verið alveg uppgefin eftir þetta kvöld. „Ég var bara búin og sagði bara strax, hvar er bjórinn. Ég var bara sprungin blaðra og svo bara gerði ég ekki neitt í viku og las þrjár bækur. Maður er alveg útkeyrður eftir svona langt álagsferli.“ Í þættinum hér að ofan var einnig rætt um upphaf Bjargar í fjölmiðlum, um söguna á bakvið nafnið Bjöllan, um það hvernig sé að vera kona í fjölmiðlum, um tækniklúðrir á úrslitakvöldi Eurovision, um skilnað sem hún gekk í gegnum á síðasta ári um handritagerð hennar fyrir Ráðherrann og margt fleira. Einkalífið Eurovision Tengdar fréttir Konur eiga ekki að bera sig saman við aðrar konur fyrir launaviðtal Athafnarkonan Tobba Marinósdóttir stofnaði á dögunum nýtt fyrirtæki sem ber heitið Náttúrulega gott og framleiðir hún handgert granóla ásamt móður sinni Guðbjörgu Birkisdóttur. 17. mars 2020 12:32 Ætlaði alltaf að verða frægur Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, hefur síðustu tuttugu ár verið einn vinsælasti sjónvarpsmaður landsins. 8. mars 2020 10:00 Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Fleiri fréttir „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Sjá meira
Fjölmiðlakonan og rithöfundurinn Björg Magnúsdóttir hefur slegið í gegn á skjánum undanfarin ár og farið mikinn í beinum útsendingum í Söngvakeppninni og í þáttunum Kappsmál. Hún starfar einnig á Rás 2 og skrifaði handritið að þáttunum Ráðherrann. Björg, sem stundum er kölluð Bjöllan, er gestur vikunnar í Einkalífinu. Björg var meðal þeirra sem stýrði lokakvöldinu í Söngvakeppninni ásamt Fannari Sveinssyni og Benedikt Valssyni. Upp kom sú staða í beinni útsendingu fyrir framan alþjóð að tæknin var að stríða framleiðendum sýningarinnar og varð Björg til að mynda að teygja lopann töluvert í viðtölum á sviðinu, til að vinna tíma fyrir tæknimenn RÚV. Eftir lokakvöldið var tala um fátt annað í íslensku samfélagi en umrætt tækniklúður og tók það sinn toll á sjónvarpskonuna. „Manni líður ótrúlega skringilega. Þú ert með pródúsent í eyranu og heyrir raddir þar. Þú ert að reyna að frjósa ekki og þú verður að segja eitthvað og getur ekki bara staðið kyrr á sviðinu,“ segir Björg og heldur áfram. „Þetta er allt einhvern veginn að berjast innra með þér á sama tíma og þá kallar maður bara á hund,“ segir Björg en athygli vakti þegar Björg fékk einmitt hund á sviðið í beinni útsendingu. „Mér bara datt ekkert annað í hug og þarna var mjög óljóst hversu mikið væri eftir af viðgerðartímanum. Þetta getur bara gerst, adrenalínið er botni, það eru allir að horfa og þú verður bara að komast í gegnum þetta. Ég er ekki að segja að ég hafi haft eitthvað gaman af þessu en það er ekkert hægt að verða eitthvað brjálaður, þetta er hluti af þessu.“ Hún segist hafa verið alveg uppgefin eftir þetta kvöld. „Ég var bara búin og sagði bara strax, hvar er bjórinn. Ég var bara sprungin blaðra og svo bara gerði ég ekki neitt í viku og las þrjár bækur. Maður er alveg útkeyrður eftir svona langt álagsferli.“ Í þættinum hér að ofan var einnig rætt um upphaf Bjargar í fjölmiðlum, um söguna á bakvið nafnið Bjöllan, um það hvernig sé að vera kona í fjölmiðlum, um tækniklúðrir á úrslitakvöldi Eurovision, um skilnað sem hún gekk í gegnum á síðasta ári um handritagerð hennar fyrir Ráðherrann og margt fleira.
Einkalífið Eurovision Tengdar fréttir Konur eiga ekki að bera sig saman við aðrar konur fyrir launaviðtal Athafnarkonan Tobba Marinósdóttir stofnaði á dögunum nýtt fyrirtæki sem ber heitið Náttúrulega gott og framleiðir hún handgert granóla ásamt móður sinni Guðbjörgu Birkisdóttur. 17. mars 2020 12:32 Ætlaði alltaf að verða frægur Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, hefur síðustu tuttugu ár verið einn vinsælasti sjónvarpsmaður landsins. 8. mars 2020 10:00 Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Fleiri fréttir „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Sjá meira
Konur eiga ekki að bera sig saman við aðrar konur fyrir launaviðtal Athafnarkonan Tobba Marinósdóttir stofnaði á dögunum nýtt fyrirtæki sem ber heitið Náttúrulega gott og framleiðir hún handgert granóla ásamt móður sinni Guðbjörgu Birkisdóttur. 17. mars 2020 12:32
Ætlaði alltaf að verða frægur Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, hefur síðustu tuttugu ár verið einn vinsælasti sjónvarpsmaður landsins. 8. mars 2020 10:00