Daði Freyr og Gagnamagnið tólftu „á svið“ líkt og síðasti sigurvegari Daði Freyr og Gagnamagnið verða tólftu „á svið“ á úrslitakvöldi Eurovision sem fram fer í Rotterdam í Hollandi annað kvöld. Frá þessu var greint seint í gærkvöldi, en áður hafði verið tilkynnt að Ísland yrði í fyrri helmingi þeirra laga sem flutt verða. Lífið 21. maí 2021 07:39
Útilokað að Daði og Gagnamagnið stígi á svið Daði Freyr Pétursson útilokaði í viðtali eftir Eurovision í kvöld að hann og Gagnamagnið stigju á svið í Rotterdam á laugardaginn. Sama upptaka og var spiluð áðan verður spiluð aftur á laugardaginn, nánar tiltekið í fyrri hálfleik keppninnar. Lífið 20. maí 2021 23:33
Finnar gerðu skýrar kröfur til Íslendinga Finnar létu sitt ekki eftir liggja í umdeildum skilaboðum í kynningarglugga sínum við lok atkvæðagreiðslunnar í Eurovision í kvöld. Þegar kom að þeim drógu þeir skyndilega upp skilti þar sem á stóð: „Play Jaja Ding Dong.“ Lífið 20. maí 2021 22:21
„Bíddu er þetta alltaf svona mikill viðbjóður?“ Aðdáun fólks á Daða og Gagnamagninu leynir sér ekki þegar samfélagsmiðillinn Twitter er opnaður. Sú aðdáun skilaði sér auðvitað í því að Ísland komst áfram úr undankeppninni og tekur því þátt á lokakvöldinu á laugardag. Lífið 20. maí 2021 21:53
Daði og Gagnamagnið komust áfram Ísland er á meðal þeirra þjóða sem komast áfram í lokakeppni Eurovision. Þetta varð ljóst rétt í þessu þegar úrslit atkvæðagreiðslunnar voru kynnt. 10 þjóðir komust áfram af 16 keppendum. Lífið 20. maí 2021 21:00
„Besti endir á Eurovision-atriði frá upphafi“ Daði og Gagnamagnið stigu á svið með æfingamyndbandinu í Eurovision fyrir stundu. Fagnaðarlætin voru brjáluð og fyrir þá sem ekki vissu að um væri að ræða myndband var ekki margt sem gaf til kynna að svo væri. Lífið 20. maí 2021 19:49
Eurovisionvaktin: Meira að segja Daði Freyr er sófakartafla í kvöld Síðara undankvöld Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2021 verður haldið í Ahoy-höllinni í Rotterdam í kvöld og nú er komið að Íslandi. Daði og Gagnamagnið eru áttunda atriðið í kvöld sem reyndar verður spilað af upptöku, sem þó á að vera geggjuð. Lífið 20. maí 2021 17:31
„Ef það er einhver hópur sem getur tekist á við þetta þá eru það við“ Tónlistarmaðurinn Daði Freyr Pétursson segir að þrátt fyrir að það séu vonbrigði að fá annað árið í röð ekki að stíga á stóra sviðið í Eurovision sá séu stærri vandamál í heiminum. Hópurinn ætli að gera það besta úr þessu. Lífið 20. maí 2021 14:43
Rúmlega helmingur spáir Íslandi í einu af tíu efstu sætunum Rúmlega helmingur íslensku þjóðarinnar, 54 prósent, spáir Daða og Gagnamagninu einu af tíu efstu sætunum í Eurovision í ár. Um sjö prósent spáir íslenska framlaginu einu af þremur neðstu sætum keppninnar. Lífið 20. maí 2021 14:28
„Þetta er bara þyngra en tárum taki“ „Við erum að fara keppa í kvöld og hér er verið að undirbúa græna herbergið á hótelinu þar sem að þeir Gagnamagnsmeðlimir sem geta verið geta verið og veifað Evrópu,“ segirFelix Bergsson, fararstjóri íslenska Eurovision hópsins í Rotterdam, í samtali við Ívar Guðmundsson á Bylgjunni í morgun. Lífið 20. maí 2021 13:32
Mikið umstang í kringum græna herbergi Gagnamagnsins Ísland keppir í seinni undanriðlinum í Eurovision í kvöld. Lagið 10 Years er númer átta í röðinni, á eftir Moldóvum og á undan Serbum. Lífið 20. maí 2021 10:30
Enn einn greinist smitaður í Eurovision-búðunum Duncan Laurence, sigurvegari Eurovision árið 2019, hefur greinst smitaður af Covid-19. Laurence sigraði í keppninni fyrir hönd Hollands í Tel Aviv árið 2019 en til stóð að hann stigi á svið á laugardag til þess að flytja sigurlag sitt eins og hefð er fyrir. Lífið 20. maí 2021 10:25
Þakklátur fyrir stuðninginn og pantaði sér indverskan mat í einangruninni Jóhann Sigurður Jóhannsson, liðsmaður Gagnamagnsins sem greindist með kórónuveiruna í gær, segist mjög þakklátur fyrir allan þann stuðning sem hann og aðrir í Gagnamagninu hafi fundið fyrir eftir að ljóst var að sveitin myndi ekki stíga á stóra sviði í Rotterdam vegna kórónuveirusmits Jóhanns. Lífið 20. maí 2021 08:27
Draumur fyrir mann sem komst aldrei í landslið í íþróttum Enginn íslenskur lagahöfundur hefur komist jafn oft í úrslitakeppni Eurovision og Örlygur Smári en hann hefur eins og margir vita samið fjögur framlög Íslands í Eurovision keppninna. Örlygur Smári gaf svo á dögunum út nýtt lag sem heitir Sumardans. Tónlist 20. maí 2021 08:00
Sigurlíkurnar fara þverrandi eftir hörmungar á elleftu stundu Veðbankarnir hafa ekki tekið vel í tíðindin af örlögum íslenska Eurovision-hópsins, sem tilkynnti í dag að hann myndi ekki stíga á svið í keppninni vegna kórónuveirusmits meðlims í hljómsveitinni. Lífið 19. maí 2021 23:25
Flo Rida mætti óvænt til Rotterdam Rapparinn Flo Rida er mættur til Rotterdam og mun koma fram með Senhit fyrir hönd San Marino í Eurovision. Lífið 19. maí 2021 15:30
Meðlimir hópsins líklegast smitast á hótelinu Felix Bergsson fararstjóri í íslenska Eurovision-hópnum segir mikil vonbrigði að íslenski hópurinn muni ekki stíga á svið annað kvöld eftir að Jóhann Sigurður Jóhannsson, einn meðlimur hópsins, greindist með kórónuveiruna. Það verði að koma í ljós hvort hinir meðlimir gagnamagnsins verði í græna herberginu á keppninni á morgun. Innlent 19. maí 2021 14:43
Þrír flóttamenn á sviðinu í Rotterdam Flóttafólk er meðal keppenda í Eurovision. Heimsmarkmiðin 19. maí 2021 13:19
Gagnamagnið mun hvorki stíga á svið á morgun né á laugardaginn Snemma í morgun fóru átta úr íslenska Eurovision-hópnum í Rotterdam í skimun fyrir kórónuveirunni, þar á meðal Daði og Gagnamagnið. Lífið 19. maí 2021 12:56
Gísli Marteinn: Hópurinn farið varlega og sérstaklega Gagnamagnið Gísli Marteinn Baldursson, kynnir Íslands í Eurovision, segir að smit hjá meðlimi Gagnamagnsins hafi komið íslenska hópnum í opna skjöldu. Hópurinn hafi farið einstaklega varlega í Rotterdam en allt hafi komið fyrir ekki. Lífið 19. maí 2021 12:42
Jói í Gagnamagninu segist vera sá smitaði í tilfinningaþrunginni færslu Jóhann Sigurður Jóhannsson segist vera sá liðsmaður Gagnamagsins sem hafi smitast af kórónuveirunni. Hann segist vera í miklu áfalli og að málið sé mikil vonbrigði. Lífið 19. maí 2021 11:39
Daði býst ekki við því að fara á svið annað kvöld „Meðlimur Gagnamagnsins greindist smitaður með Covid-19 í morgun. Þetta þýðir að við munum líklega ekki taka þátt í æfingunni í dag og heldur ekki koma fram í beinni útsendingu annað kvöld,“ segir Daði Freyr í færslu á Facebook. Lífið 19. maí 2021 11:01
Einn í Gagnamagninu með Covid-19 Snemma í morgun fóru átta úr íslenska Eurovision-hópnum í Rotterdam í skimun fyrir kórónuveirunni, þar á meðal Daði og Gagnamagnið. Svo segir í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu. Lífið 19. maí 2021 10:15
Sakar Gísla um pólitískan áróður gegn Ísrael Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, sakaði Gísla Martein Baldursson um pólitískan áróður gegn Ísrael á undankvöldi Söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva í kvöld. Innlent 18. maí 2021 23:05
Þessi komust áfram í úrslit Eurovision Þau tíu ríki sem komust áfram frá fyrra undankvöldi Söngvakvöldi evrópskra sjónvarpsstöðva eru Noregur, Ísrael, Rússland, Aserbaídsjan, Malta, Litháen, Kýpur, Svíþjóð, Belgía og Úkraína. Tónlist 18. maí 2021 21:02
Netverjar bregðast við Eurovision: Norski búningurinn „fullkominn í Fire Saga“ Íslendingar leituðu að venju á Twitter í kvöld til þess að lýsa skoðunum sínum á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision sem fer fram í Rotterdam í kvöld. Lífið 18. maí 2021 19:57
Eurovisionvaktin: Engum hlíft á fyrra undankvöldinu Fyrra undankvöld Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2021 verður haldið í Ahoy-höllinni í Rotterdam í kvöld. Hér í Eurovisionvaktinni, sem finna má neðst í fréttinni, fylgist sérlegur Eurovision-sérfræðingur Vísis með atriðum kvöldsins; rýnir þau, dæmir og setur jafnvel í sögulegt samhengi. Ekkert er henni óviðkomandi - og engum verður hlíft. Lífið 18. maí 2021 17:31
ÍSÍ undrandi á undanþágu Eurovision-faranna Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands fékk ítrekað neikvæð svör frá sóttvarnayfirvöldum við beiðnum um bólusetningar fyrir íslenskt afreksíþróttafólk. Sport 18. maí 2021 17:04
Fer yfir bestu og verstu Eurovision lög sögunnar og Daði kemst á lista Eurovision-keppnin hefur verið haldin frá árinu 1956 eða í 64 ár. Á síðasta ári var keppninni aflýst vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Lífið 18. maí 2021 14:30
Vinsælustu íslensku Eurovision lögin á Google Auglýsingastofan Sahara hefur tekið saman vinsælustu Eurovision-lög okkar Íslendinga ef miðað er við leitarsíðuna Google. Lífið 18. maí 2021 13:31