Tæknivandamál á æfingu fyrir seinna undankvöldið Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. maí 2022 15:06 Rúmenía keppir annað kvöld. EBU Löndin sem keppa á seinna undankvöldi Eurovision annað kvöld æfa nú í höllinni. Þetta er síðasta æfing keppenda fyrir dómararennslið í kvöld en eins og fram hefur komið er það einstaklega mikilvægt. Nauðsynlegt var að gera nokkurra mínútna hlé á æfingunni vegna tæknivandamála. Alessandro Cattelan einn af þremur kynnum Eurovision í ár kom fram á sviðið og tilkynnti blaðamönnum í áhorfendasalnum að einhverjar útvarpsbylgjur væru að trufla tíðnina og það væri að eyðileggja hljóðið fyrir keppendur. Æfingin er nú að hefjast á ný og atriði Rúmeníu hafið aftur. Pólland fær líka að æfa atriði sitt aftur á sviðinu, enn er óljóst hvort fleiri fái að endurtaka æfingu dagsins. Allt virðist eðlilegt núna en ekki er ljóst hvort þetta verður allt örugglega komið í lag fyrir rennslið fyrir dómnefndirnar í kvöld. Tæknivandamál höfðu áhrif á æfingu íslenska hópsins í fyrradag og í viðtali við Júrógarðinn sögðu systur að þetta væri „martröð“ fyrir tónlistarfólks, að heyra ekki í tónlistinni. Hugsanlega er um sama tæknivandamál að ræða í þetta skipti. Strangar reglur eru um búnað blaðamanna á svæðinu. Þráðlausir hljóðnemar geta haft áhrif og því eru fjölmiðlar látnir sýna búnaðinn á leið inn á keppnissvæðið. Viðtalið við Systur um tæknivandræðin sem þau lentu í má sjá hér fyrir neðan. Hér fyrir neðan má svo sjá viðbrögð systkinana fyrir utan keppnishöllina í nótt eftir að ljóst var að þau væru komin í úrslit Eurovision. Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir eru fulltrúar fréttastofunnar á Eurovision í Tórínó á Ítalíu. Munu þær birta fréttir, viðtöl, hlaðvörp og auðvitað líka reglulega þætti af Júrógarðinum. Alla umfjöllun okkar um Eurovision keppnina má finna HÉR á Lífinu á Vísi. Eurovision Júrógarðurinn Tengdar fréttir Systkinin hrærð og stolt: „Gefur okkur tilgang“ Systkinin Elín, Beta, Sigga og Eyþór Eyþórsbörn voru í skýjunum eftir blaðamannafundinn í PalaOlimpico-höllinni í Tórínó. 10. maí 2022 23:11 Íslandi spáð 23. sæti á úrslitakvöldinu Systurnar Sigga, Beta og Elín munu stíga á svið í seinni hluta á úrslitakvöldi Eurovision sem fer fram í Tórínó á Ítalíu á laugardag. Þær tryggðu Íslandi sæti í úrslitunum í gærkvöldi þvert á slæma spá. 11. maí 2022 12:30 Systur um dómararennslið: „Ákveðin martröð tónlistarmanna“ „Við neglum þetta í kvöld“ sagði hljómsveitin Systur þegar blaðamenn hittu á þau á hótelinu þeirra fyrir brottför í Pala Alpitour höllina rétt í þessu. 10. maí 2022 11:51 Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Nauðsynlegt var að gera nokkurra mínútna hlé á æfingunni vegna tæknivandamála. Alessandro Cattelan einn af þremur kynnum Eurovision í ár kom fram á sviðið og tilkynnti blaðamönnum í áhorfendasalnum að einhverjar útvarpsbylgjur væru að trufla tíðnina og það væri að eyðileggja hljóðið fyrir keppendur. Æfingin er nú að hefjast á ný og atriði Rúmeníu hafið aftur. Pólland fær líka að æfa atriði sitt aftur á sviðinu, enn er óljóst hvort fleiri fái að endurtaka æfingu dagsins. Allt virðist eðlilegt núna en ekki er ljóst hvort þetta verður allt örugglega komið í lag fyrir rennslið fyrir dómnefndirnar í kvöld. Tæknivandamál höfðu áhrif á æfingu íslenska hópsins í fyrradag og í viðtali við Júrógarðinn sögðu systur að þetta væri „martröð“ fyrir tónlistarfólks, að heyra ekki í tónlistinni. Hugsanlega er um sama tæknivandamál að ræða í þetta skipti. Strangar reglur eru um búnað blaðamanna á svæðinu. Þráðlausir hljóðnemar geta haft áhrif og því eru fjölmiðlar látnir sýna búnaðinn á leið inn á keppnissvæðið. Viðtalið við Systur um tæknivandræðin sem þau lentu í má sjá hér fyrir neðan. Hér fyrir neðan má svo sjá viðbrögð systkinana fyrir utan keppnishöllina í nótt eftir að ljóst var að þau væru komin í úrslit Eurovision. Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir eru fulltrúar fréttastofunnar á Eurovision í Tórínó á Ítalíu. Munu þær birta fréttir, viðtöl, hlaðvörp og auðvitað líka reglulega þætti af Júrógarðinum. Alla umfjöllun okkar um Eurovision keppnina má finna HÉR á Lífinu á Vísi.
Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir eru fulltrúar fréttastofunnar á Eurovision í Tórínó á Ítalíu. Munu þær birta fréttir, viðtöl, hlaðvörp og auðvitað líka reglulega þætti af Júrógarðinum. Alla umfjöllun okkar um Eurovision keppnina má finna HÉR á Lífinu á Vísi.
Eurovision Júrógarðurinn Tengdar fréttir Systkinin hrærð og stolt: „Gefur okkur tilgang“ Systkinin Elín, Beta, Sigga og Eyþór Eyþórsbörn voru í skýjunum eftir blaðamannafundinn í PalaOlimpico-höllinni í Tórínó. 10. maí 2022 23:11 Íslandi spáð 23. sæti á úrslitakvöldinu Systurnar Sigga, Beta og Elín munu stíga á svið í seinni hluta á úrslitakvöldi Eurovision sem fer fram í Tórínó á Ítalíu á laugardag. Þær tryggðu Íslandi sæti í úrslitunum í gærkvöldi þvert á slæma spá. 11. maí 2022 12:30 Systur um dómararennslið: „Ákveðin martröð tónlistarmanna“ „Við neglum þetta í kvöld“ sagði hljómsveitin Systur þegar blaðamenn hittu á þau á hótelinu þeirra fyrir brottför í Pala Alpitour höllina rétt í þessu. 10. maí 2022 11:51 Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Systkinin hrærð og stolt: „Gefur okkur tilgang“ Systkinin Elín, Beta, Sigga og Eyþór Eyþórsbörn voru í skýjunum eftir blaðamannafundinn í PalaOlimpico-höllinni í Tórínó. 10. maí 2022 23:11
Íslandi spáð 23. sæti á úrslitakvöldinu Systurnar Sigga, Beta og Elín munu stíga á svið í seinni hluta á úrslitakvöldi Eurovision sem fer fram í Tórínó á Ítalíu á laugardag. Þær tryggðu Íslandi sæti í úrslitunum í gærkvöldi þvert á slæma spá. 11. maí 2022 12:30
Systur um dómararennslið: „Ákveðin martröð tónlistarmanna“ „Við neglum þetta í kvöld“ sagði hljómsveitin Systur þegar blaðamenn hittu á þau á hótelinu þeirra fyrir brottför í Pala Alpitour höllina rétt í þessu. 10. maí 2022 11:51