Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Nákvæmari uppbótartími á Englandi

    Knattspyrnusambandið á Englandi og samtök dómara þar í landi, PGMOL, hafa tilkynnt það að á komandi leiktíð verður tekið harðar á leiktöfum og reynt að hafa það þannig að boltinn verði sem mest í leik. Svipuð nálgun og hefur verið á undanförnum heimsmeistaramótum í knattspyrnu karla og kvenna þannig að þegar ekki er verið að spila fótbolta er þeim tíma bætt við uppbótartímann.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Síminn ó­sam­mála Sam­keppnis­eftir­litinu: Á­skrif­endur Nova fái að­gang að enska boltanum

    Samkeppniseftirlitið gaf í dag frá sér bráðabirgðaákvörðun vegna sennilegs brots símans gegn samkeppnislögum. Með því að synja Nova um heildsölu og dreifingu á sjónvarpsstöðinni Símanum Sport segir eftirlitið sennilegt að samkeppnislög hafi verið brotin. Í yfirlýsingu frá Símanum segir að fyrirtækið sé ósammála ákvörðun eftirlitsins. 

    Viðskipti innlent
    Fréttamynd

    Ældi í handtösku mömmu Grealish og ætlar að kaupa nýja

    Rúben Días, miðvörður Evrópu-, Englands- og bikarmeistara Manchester City, missti sig örlítið í gleðinni eftir að City urðu Evrópumeistarar. Hann missti sig örlítið í gleðinni sem endaði með því að hann ældi í handtösku Karen Grealish, móður Jack Grealish.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Tre­vor Francis látinn

    Enski landsliðsmaðurinn fyrrverandi Trevor Francis er látinn. Hann var á sínum tíma fyrsti leikmaður Bretlandseyja sem keyptur var fyrir eina milljón punda. Hann var aðeins 69 ára gamall.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Hreinsunin byrjuð á Old Traf­ford

    Erik ten Hag er byrjaður að fara „út með ruslið“ ef svo má að orði komast. Það er, Manchester United er byrjað að selja leikmenn sem eiga enga framtíð fyrir sér hjá félaginu.

    Enski boltinn