Solskjær ánægður með að Man Utd hafi loks unnið á eigin forsendum Ole Gunnar Solskjær var hæstánægður með 3-2 sigur sinna manna gegn Liverpool í FA-bikarnum í dag. Enski boltinn 24. janúar 2021 21:15
Liverpool aðeins einu sinni komist í 16-liða úrslit FA-bikarsins síðan Klopp tók við Englandsmeistarar Liverpool töpuðu 3-2 gegn Manchester United í fjórðu umferð FA-bikarsins [32-liða úrslitum] í dag. Það þýðir að Liverpool hefur aðeins einu sinni komist í 16-liða úrslit keppninnar á þeim sex árum sem Jürgen Klopp hefur stýrt liðinu. Enski boltinn 24. janúar 2021 20:00
Bruno Fernandes skaut Man United áfram | Sjáðu mörkin Manchester United vann 3-2 sigur á erkifjendum sínum í Liverpool er liðin mættust á Old Trafford í 4. umferð FA-bikarsins í dag. Varamaðurinn Bruno Fernandes reyndist hetja heimamanna í mögnuðum fótboltaleik. Enski boltinn 24. janúar 2021 19:00
Burnley og Leicester áfram í bikarnum Jóhann Berg Guðmundsson spilaði allan leikinn þegar Burnley vann 3-0 sigur á Fulham í FA-bikarnum á Englandi. Leicester vann á sama tíma 3-1 sigur á Brentford. Enski boltinn 24. janúar 2021 16:30
Þrenna Tammy Abraham dugði til að koma Chelsea í 16-liða úrslit Chelsea komst í 16-liða úrslit ensku bikarkeppninnar í dag. Liðið vann Luton úr B-deild 3-1 á Stamford Bridge. Enski boltinn 24. janúar 2021 14:00
Erkifjendurnir mætast í annað sinn á viku og bjóða vonandi upp á betri leik en síðast Erkifjendurnir Manchester United og Liverpool mætast í annað sinn á viku þegar þeir eigast við í 4. umferð ensku bikarkeppninnar í dag. Enski boltinn 24. janúar 2021 09:01
Dagskráin í dag: Stórleikur á Old Trafford, undanúrslit í NFL-deildinni og fjöldi leikja hér heima Það er nóg um að vera í dag. Stórveldaslagur í enska FA-bikarnum, undanúrslit NFL-deildarinnar ásamt fjöldi leikja í hand- og körfubolta. Alls eru 16 beinar útsendingar á dagskrá Stöðvar 2 Sport í dag. Sport 24. janúar 2021 06:01
Newcastle sogast nær fallsætunum eftir tap á Villa Park Aston Villa vann 2-0 sigur á Newcastle United í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 23. janúar 2021 22:30
Man City áfram eftir torsóttan sigur á Celtenham Town Manchester City vann 3-1 sigur á Cheltenham Town í enska FA-bikarnum í síðasta leik dagsins. Öll mörk City komu á síðustu níu mínútum leiksins. Enski boltinn 23. janúar 2021 19:50
Stórsigur hjá lærisveinum Gerrard og Rooney með mikilvægan sigur Tveir af dáðustu sonum enskrar knattspyrnu – Steven Gerrard og Wayne Rooney – stýrðu liðum sínum til sigurs í dag. Rangers lagði Ross County 5-0 í Skotlandi og Derby County vann QPR 0-1 á útivelli. Fótbolti 23. janúar 2021 17:16
Enski bikarinn: Öll úrvalsdeildarliðin áfram Sex leikjum er lokið í ensku bikarkeppninni á Englandi. Enski boltinn 23. janúar 2021 17:01
Bikarmeistararnir dottnir úr leik Southampton og ríkjandi bikarmeistarar Arsenal mættust í fyrsta leik dagsins í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar í fótbolta. Enski boltinn 23. janúar 2021 14:10
Barcelona hefur áhuga á Aguero og Alaba Spænska stórveldið Barcelona hefur áhuga á að semja við Sergio Aguero og David Alaba sem verða báðir samningslausir í sumar. Enski boltinn 23. janúar 2021 13:06
Wolves fær Willian Jose á láni Wolves er sagt hafa gengið frá því að fá sóknarmanninn Willian Jose á láni frá Real Sociedad út tímabilið. Enski boltinn 23. janúar 2021 11:00
Meistararnir ríða á vaðið um mikla bikarhelgi Þó að risaleikur Manchester United og Liverpool á morgun standi upp úr er fullt af öðrum athyglisverðum leikjum í 4. umferð ensku bikarkeppninnar í fótbolta nú um helgina. Enski boltinn 23. janúar 2021 10:00
Sjö leikmenn eftir í leikmannahópi Liverpool síðan liðið tapaði síðast deildarleik á Anfield Tapleikur Liverpool gegn Burnley í ensku úrvalsdeildinni á fimmtudaginn var fyrsti tapleikur Englandsmeistaranna á Anfield – heimavelli sínum – frá því liðið tapaði 2-1 gegn Crystal Palace þann 23. apríl 2017. Alls lék liðið 69 leiki án taps á Anfield. Enski boltinn 23. janúar 2021 08:00
Dagskráin í dag: Kevin Durant, Zlatan, Olís og Dominos-deildir kvenna og FA-ikarinn Við sýnum beint frá Evrópumótaröðinni og PGA-mótaröðinni í golfi, enska FA-bikarnum, ítölsku og spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta, Olís-deild kvenna í handbolta, Dominos-deild kvenna sem og NBA-deildinni í körfubolta. Sport 23. janúar 2021 06:01
Varnarmaður sem Chelsea hafði ekki not fyrir farinn á láni til toppliðs Ítalíu Oluwafikayomi Oluwadamilola - eða einfaldlega Fikayo - Tomori er genginn í raðir AC Milan á láni frá Chelsea út tímabilið. Að láninu loknu getur Mílanó-liðið fest kaup á varnarmanninum fyrir 25 milljónir punda. Fótbolti 22. janúar 2021 22:45
Sjáðu markið sem tryggði Wolves sigur á utandeildarliði Chorley Enska úrvalsdeildarliðið Wolves marði utandeildarlið Chorley í enska FA-bikarnum í kvöld. Chorley gerði sér lítið fyrir og vann B-deildarlið Derby County 2-0 í síðustu umferð. Enski boltinn 22. janúar 2021 22:00
Er Pogba bara að auglýsa sig? „Er hann að auglýsa sig eða ætlar hann að vera í United í framtíðinni? Ég held að það sé það fyrra,“ sagði Rikki G um Paul Pogba sem blómstrað hefur í liði Manchester United í síðustu leikjum. Enski boltinn 22. janúar 2021 16:01
Mikið áfall fyrir Manchester City Manchester City þarf að spjara sig án síns besta leikmanns, Kevin De Bruyne, næsta mánuðinn að minnsta kosti. Enski boltinn 22. janúar 2021 14:14
Arsenal fær markvörð sem missti sætið sitt hjá Brighton Arsenal hefur fengið markvörðinn Mat Ryan á láni frá Brighton út tímabilið. Rúnar Alex Rúnarsson færist því væntanlega neðar í goggunarröðina hjá Arsenal. Enski boltinn 22. janúar 2021 11:32
Hlutirnir hafa algjörlega snúist við hjá United og Liverpool á 80 dögum Phileas Fogg ætlaði að fara í kringum jörðina á 80 dögum í heimsfrægri sögu Jules Verne en einmitt á þeim tíma hefur staða erkifjendanna Manchester United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni snúist alveg við. Enski boltinn 22. janúar 2021 11:31
María orðin leikmaður Man. Utd. Norska landsliðskonan María Þórisdóttir er gengin í raðir Manchester United. Hún skrifaði undir samning við félagið til 2023 með möguleika á eins árs framlengingu. Enski boltinn 22. janúar 2021 10:36
Aguero í COVID-kapphlaupi um að ná Liverpool leiknum Argentínski framherjinn Sergio Agüero hefur ekki verið mikið með Manchester City á þessu tímabili og nú lengist biðin enn eftir honum. Enski boltinn 22. janúar 2021 10:31
Liverpool hefur ekki skorað deildarmark síðan Thiago kom aftur úr meiðslum Liverpool liðið hefur ekki skorað í meira en sjö klukkutíma í ensku úrvalsdeildinni og lærisveinar Jürgen Klopp eru enn markalausir á árinu 2021. Enski boltinn 22. janúar 2021 09:21
Klopp: Eins og lítið blóm sem augljóslega einhver hefur trampað á Jürgen Klopp sagði að það væri bjánalegt að honum að tala um einhverja titilbaráttu eftir að hans menn töpuðu á heimavelli á móti Burnley í gær og hafa þar með aðeins fengið samtals þrjú stig af fimmtán mögulegum í síðustu fimm leikjum. Enski boltinn 22. janúar 2021 08:00
Dagskrá dagsins: Suðurnesjaslagur, tekst Chorley hið ómögulega í annað sinn og nóg af körfubolta Það má með sanni segja að það sé nóg um að vera á rásum Stöð 2 Sport á þessum líka fína föstudegi. Við sýnum beint frá golfi, körfubolta og fótbolta í dag. Sport 22. janúar 2021 06:00
Burnley batt enda á ótrúlegt gengi Liverpool á heimavelli Burnley vann Englandsmeistara Liverpool 1-0 í kvöld er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni. Þar með varð Burnley fyrsta liðið til að leggja Liverpool af velli á Anfield síðan 23. apríl árið 2017. Enski boltinn 21. janúar 2021 22:00
Nýi United strákurinn fær stuðning frá Bruno, hrós frá Ole og horfir á Ronaldo Það þekkja flestir sögu Cristiano Ronaldo hjá Manchester United og núna er annar táningur að vekja athygli á æfingasvæði félagsins. Enski boltinn 21. janúar 2021 09:00