Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Virgil van Dijk gæti snúið aftur á fimmtudaginn

    Virgil van Dijk, miðvörður enska knattspyrnufélagsins Liverpool, gæti snúið aftur á knattspyrnuvöllinn næsta fimmtudag þegar að liðið mætir Herthu Berlín í æfingaleik. Van Dijk hefur verið frá vegna meiðsla í níu mánuði.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Skiptin til Everton tefjast vegna Brexit

    Nýjar atvinnuleyfisreglur á Bretlandi eftir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu hafa sett strik í reikninginn fyrir félagsskipti landsliðsmarkvarðarins Cecilíu Ránar Rúnarsdóttur til enska úrvalsdeildarfélagsins Everton.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    35 milljón punda maður sem enginn vill

    Danny Drinkwater var eftirsóttur sumarið 2017 eftir frambærilega frammistöðu á miðju Leicester City sem hafði þá tekið þátt í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn í sögu félagsins og unnið Englandsmeistaratitilinn ári áður. Hið sama er ekki hægt að segja um sumarið 2021.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Delph sagður æfur vegna yfirlýsingar Everton

    Fabian Delph, liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar, hjá enska knattspyrnuliðinu Everton er sagður vera æfur yfir því að yfirlýsing liðsins vegna máls Gylfa hafi ekki verið afdráttarlausari en svo að Delph var bendlaður við málið á samfélagsmiðlum.

    Sport
    Fréttamynd

    Óvænt hættur 17 dögum fyrir mót

    Steve Cooper gekk frá þjálfarastarfi sínu hjá Swansea City í dag eftir tveggja ára starf, þegar aðeins 17 dagar eru þar til keppni fer af stað í Championship-deildinni. Hinn 41 árs gamli Walesverji var nálægt því að stýra liðinu upp í úrvalsdeildina í vor.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Gylfi sagður neita sök

    Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton í ensku deildinni og landsliðsmaður, er sagður harðneita þeim ásökunum sem bornar eru á hann. Hann er grunaður um kynferðisbrot gegn barni og var handtekinn á föstudaginn í Manchester í Englandi.

    Innlent
    Fréttamynd

    Andros Townsend og Asmir Begovic til Everton

    Andros Townsend og Asmir Begovic eru gengnir til liðs við Everton. Townsend, sem er þrítugur kantmaður, skrifar undir tveggja ára samning, en Begovic, sem er 34 ára markvörður, skrifar undir eins árs samning, með möguleika á framlengingu um eitt ár.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Gylfi Þór sá sem var hand­tekinn

    Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsmaður í knattspyrnu er sá leikmaður hjá enska knattspyrnuliðinu Everton sem lögregla í Manchester handtók á föstudag í tengslum við kynferðisbrot gagnvart ólögráða stúlku, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Everton greindi frá því í gær að um væri að ræða leikmann liðsins.

    Innlent