Alderweireld farinn til Katar Belgíski landsliðsmaðurinn Toby Alderweireld er farinn frá Tottenham til Al-Duhail í Katar. Enski boltinn 27. júlí 2021 11:17
Erik Lamela sá seinasti af „hinum stórkostlegu sjö“ til að yfirgefa Tottenham Árið 2013 varð Gareth Bale dýrasti leikmaður sögunnar þegar hann gekk til liðs við Real Madrid frá Tottenham fyrir rúmlega 85 milljónir punda. Lundúnaliðið fór mikinn á leikmannamarkaðnum það sumarið og fjárfesti í sjö leikmönnum sem stundum voru kallaðir „The magnificent seven,“ eða „hinir stórkostlegu sjö.“ Enski boltinn 27. júlí 2021 07:00
Manchester United og Real Madrið sögð hafa náð samkomulagi um kaupverðið á Varane Raphaël Varane er við það að ganga í raðir Manchester United frá Real Madrid. Kaupverðið er sagt vera 41 milljón punda. Enski boltinn 26. júlí 2021 22:01
Virgil van Dijk gæti snúið aftur á fimmtudaginn Virgil van Dijk, miðvörður enska knattspyrnufélagsins Liverpool, gæti snúið aftur á knattspyrnuvöllinn næsta fimmtudag þegar að liðið mætir Herthu Berlín í æfingaleik. Van Dijk hefur verið frá vegna meiðsla í níu mánuði. Enski boltinn 26. júlí 2021 19:30
Tottenham fær spænskan landsliðsmann Enska knattspyrnufélagið Tottenham Hotspur hefur samið við spænska landsliðsmannin Bryan Gil. Hann kemur til félagsins frá Sevilla og skrifar undir fimm ára samning. Enski boltinn 26. júlí 2021 18:01
Tímaspursmál hvenær Varane fer til United Aðeins tímaspursmál er hvenær franski varnarmaðurinn Raphaël Varane gengur í raðir Manchester United frá Real Madrid. Enski boltinn 26. júlí 2021 13:30
Ný sönnunargögn í máli Man. City - Átt í stappi við úrvalsdeildina bakvið tjöldin í tvö ár Fregnir frá Englandi herma að mál Englandsmeistara Manchester City vegna brota á reglum um fjárhagslega háttvísi kunni að verða tekið upp að nýju og að ný sönnunargögn um meint brot félagsins séu fyrir hendi. City var sýknað af brotum fyrir Alþjóðaíþróttadómstólnum í fyrra. Fótbolti 26. júlí 2021 07:01
Skiptin til Everton tefjast vegna Brexit Nýjar atvinnuleyfisreglur á Bretlandi eftir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu hafa sett strik í reikninginn fyrir félagsskipti landsliðsmarkvarðarins Cecilíu Ránar Rúnarsdóttur til enska úrvalsdeildarfélagsins Everton. Fótbolti 25. júlí 2021 11:31
Tottenham fær ítalskan markvörð Tottenham Hotspur hefur fengið ítalska markvörðinn Pierluigi Gollini að láni frá Atalanta. Enski boltinn 24. júlí 2021 17:30
Solskjær framlengir við Manchester United Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við félagið. United gaf út tilkynningu þess efnis í dag. Fótbolti 24. júlí 2021 11:30
35 milljón punda maður sem enginn vill Danny Drinkwater var eftirsóttur sumarið 2017 eftir frambærilega frammistöðu á miðju Leicester City sem hafði þá tekið þátt í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn í sögu félagsins og unnið Englandsmeistaratitilinn ári áður. Hið sama er ekki hægt að segja um sumarið 2021. Fótbolti 23. júlí 2021 23:15
United hefur keypt fjóra dýrustu leikmenn í sögu úrvalsdeildarinnar Enska stórliðið Manchester United gekk í dag frá kaupum á enska kantmanninum Jadon Sancho frá þýska liðinu Borussia Dortmund. Sancho er talinn hafa kostað um 85 milljónir evra sem gerir hann að þriðja dýrasta leikmanni ensku deildarinnar frá upphafi. Fótbolti 23. júlí 2021 21:00
Stjóralaust lið Man. Utd. missir sinn besta leikmann Englandsmeistarar Chelsea hafa gengið frá kaupunum á framherjanum Lauren James frá Manchester United. Hún skrifaði undir fjögurra ára samning við Chelsea. Enski boltinn 23. júlí 2021 18:00
Man. Utd. staðfestir komu Sanchos Manchester United hefur loksins staðfest komu Jadons Sancho frá Borussia Dortmund. Enski boltinn 23. júlí 2021 12:18
Liðsmenn Everton sagðir vilja að Gylfi verði nafngreindur Liðsmenn knattspyrnufélagsins Everton hafa kallað eftir því að liðsfélagi þeirra, sem handtekinn var fyrir viku grunaður um kynferðisbrot gegn barni og heimildir Vísis staðfesta að sé Gylfi Þór Sigurðsson, verði nefndur á nafn. Innlent 23. júlí 2021 09:35
Gæti orðið dýrasti leikmaður Man City frá upphafi Framtíð enska landsliðsframherjans Harry Kane virðist enn í lausu lofti. Spurning hversu lengi Tottenham Hotspur geti staðist gylliboð Manchester City en talið er að Englandsmeistararnir gætu boðið allt að 160 milljónir punda til að fá Kane í sínar raðir. Enski boltinn 23. júlí 2021 09:30
Eiður Smári meðal þeirra sem eru nefndir til sögunnar hjá Swansea Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarlandsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er meðal þeirra sem er orðaður við stjórastöðuna hjá Swansea City sem spilar í ensku B-deildinni. Enski boltinn 23. júlí 2021 07:31
Smith-Rowe framlengir við Arsenal Emile Smith-Rowe skrifaði í dag undir nýjan samning við Arsenal. Þessi tvítugi sóknarsinnaði miðjumaður skuldbindur sig Lundúnaliðinu til ársins 2026. Enski boltinn 22. júlí 2021 23:31
Delph sagður æfur vegna yfirlýsingar Everton Fabian Delph, liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar, hjá enska knattspyrnuliðinu Everton er sagður vera æfur yfir því að yfirlýsing liðsins vegna máls Gylfa hafi ekki verið afdráttarlausari en svo að Delph var bendlaður við málið á samfélagsmiðlum. Sport 22. júlí 2021 21:28
Óvænt hættur 17 dögum fyrir mót Steve Cooper gekk frá þjálfarastarfi sínu hjá Swansea City í dag eftir tveggja ára starf, þegar aðeins 17 dagar eru þar til keppni fer af stað í Championship-deildinni. Hinn 41 árs gamli Walesverji var nálægt því að stýra liðinu upp í úrvalsdeildina í vor. Fótbolti 21. júlí 2021 23:01
Kominn til Everton eftir stutt stopp í Þýskalandi Demarai Gray er í þann mund að semja við enska úrvalsdeildarfélagið Everton eftir einkar stutt stopp hjá Bayer Leverkusen í Þýskalandi. Talið er að Brasilíumaðurinn Bernard sé á förum frá félaginu. Enski boltinn 21. júlí 2021 17:45
Gylfi sagður neita sök Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton í ensku deildinni og landsliðsmaður, er sagður harðneita þeim ásökunum sem bornar eru á hann. Hann er grunaður um kynferðisbrot gegn barni og var handtekinn á föstudaginn í Manchester í Englandi. Innlent 21. júlí 2021 10:50
Delph ekki með Everton í æfingaferð og ranglega sagður hafa verið handtekinn Enska knattspyrnufélagið Everton hefur staðfest að Fabien Delph muni ekki fara með liðinu til Bandaríkjanna í æfingaferð þar sem hann er í sóttkví. Einnig var fjöldi skilaboða á samfélagsmiðlum sem hélt því ranglega fram að leikmaðurinn hefði verið handtekinn. Enski boltinn 21. júlí 2021 08:35
Andros Townsend og Asmir Begovic til Everton Andros Townsend og Asmir Begovic eru gengnir til liðs við Everton. Townsend, sem er þrítugur kantmaður, skrifar undir tveggja ára samning, en Begovic, sem er 34 ára markvörður, skrifar undir eins árs samning, með möguleika á framlengingu um eitt ár. Enski boltinn 20. júlí 2021 23:01
Veiran setur strik í reikninginn á undirbúningstímabili Arsenal Enska knattspyrnufélagði Arsenal neyðist til að hætta við æfingaferð sína til Bandaríkjanna þar sem að kórónuveirusmit hefur komið upp í hópnum. Enski boltinn 20. júlí 2021 22:30
Íslendingalið Brentford sækir leikmann frá Íslendingaliði Midtjylland Brentford, nýliðar í ensku úrvalsdeildinni, hefur fjárfest í nígeríska miðjumanninum Frank Onyeka, miðjumanni danska félagsins Midtjylland. Segja má að félögin séu venslafélög. Enski boltinn 20. júlí 2021 15:45
Gylfi Þór sá sem var handtekinn Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsmaður í knattspyrnu er sá leikmaður hjá enska knattspyrnuliðinu Everton sem lögregla í Manchester handtók á föstudag í tengslum við kynferðisbrot gagnvart ólögráða stúlku, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Everton greindi frá því í gær að um væri að ræða leikmann liðsins. Innlent 20. júlí 2021 13:52
Innflytjandinn ákveðið að fjarlægja allt markaðsefni með Gylfa Þór Innflytjandi orkudrykkjarins State Energy hefur ákveðið að taka niður allt auglýsingaefni með Gylfa Þór Sigurðssyni, fótboltamanni Everton og landsliðsmanni, sem mátti finna í Hagkaup og fleiri verslunum. Innlent 20. júlí 2021 13:27
Spilaði síðustu þrjá leikina á EM rifbeinsbrotinn Enski varnarmaðurinn Luke Shaw spilaði síðustu þrjá leiki Evrópumótsins í knattspyrnu rifbeinsbrotinn. Hann brotnaði gegn Þýskalandi í 16-liða úrslitum mótsins. The Telegraph greindi fyrst frá í Englandi. Enski boltinn 20. júlí 2021 13:01
Tilbúnir með plan b ef Håland kemur ekki Chelsea er tilbúið með plan b ef liðinu tekst ekki að kaupa Erling Håland frá Borussia Dortmund. Enski boltinn 20. júlí 2021 10:45