Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Conte sækir enn einn leikmanninn til Tottenham

    Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham Hotspur heldur áfram að bæta við sig leikmönnum í félagsskiptaglugganum sem nú er tæplega hálfnaður. Djed Spence er kominn til liðsins frá Middlesbrough, en hann er sjötti leikmaðurinn sem kemur til liðsins í sumar.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Zinchen­ko á leiðinni til Arsenal

    Skytturnar halda áfram að kaupa varamenn af Englandsmeisturum Manchester City. Næstur inn er hinn fjölhæfi Oleksandr Zinchenko. Hann mun kosta 30 milljónir punda en heildarkaupverðið gæti numið 32 milljónum þegar fram líða stundir.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Bálreiður út í Arteta

    Ungstirnið Marcelo Flores, leikmaður Arsenal, er fúll og reiður út í knattspyrnustjórann Mikel Arteta fyrir að skilja sig útundan úr 33 manna leikmannahóp Arsenal sem fór til Bandaríkjanna í undirbúningstímabilið sitt þar sem Arsenal leikur þrjá leiki.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Bólusetning skiptir máli þegar Tuchel skoðar nýja leikmenn

    Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, er án tveggja miðjumanna á undirbúningstímabili Chelsea í Bandaríkjunum, þeirra N’Golo Kante og Ruben Loftus-Cheek, vegna þess að leikmennirnir eru ekki bólusettir fyrir Covid-19. Óbólusettir mega ekki ferðast til Bandaríkjanna.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Villareal sækist eftir kröftum Cavani

    Spænska félagið Villareal hefur áhuga á Edinson Cavani sem yfirgaf Manchester United í júní eftir samningur hans rann út. Framherjin gæti því endurnýjað kynni sín við knattspyrnustjórann Unai Emery hjá Villareal.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Eriksen orðinn leikmaður Man United

    Það er ekki nóg með að Manchester United raði inn mörkum í æfingaleikjum heldur er félagið líka byrjað að sækja leikmenn. Rétt í þessu var staðfest að Christian Eriksen væri genginn í raðir félagsins.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Raphinha genginn í raðir Barcelona

    Þrátt fyrir að því virðist að eiga engan pening heldur spænska knattspyrnuliðið Barcelona áfram að festa kaup á nýjum leikmönnum. Nýjasta viðbótin er brasilíski vængmaðurinn Raphinha. 

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Segir leik­menn Man Utd í betra standi en áður

    Marcus Rashford segir leikmenn Manchester United í betra standi eftir að Erik ten Hag tók við sem þjálfari liðsins. Rashford vonast til að koma inn í tímabilið á fleygiferð en framherjinn átti vægast sagt erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Ron­aldo með ris­a­til­boð frá Sádi-Arabíu

    Portúgalski framherjinn Cristiano Ronaldo vill komast frá Manchester United. Hann vill spila í Meistaradeild Evrópu en gæti freistast til að taka gylliboði frá Sádi-Arabíu þar sem talið er að hann fengi rúmlega 105 milljónir punda á ári.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Roon­ey mættur aftur til Banda­ríkjanna

    Wayne Rooney er mættur til Bandaríkjanna en hann verður tilkynntur sem nýr þjálfari DC United í MLS-deildinni í fótbolta hvað á hverju. Hann lék með liðinu árin 2018 og 2019 og mun nú mæta til leiks sem þjálfari.

    Fótbolti