Conte sækir enn einn leikmanninn til Tottenham Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham Hotspur heldur áfram að bæta við sig leikmönnum í félagsskiptaglugganum sem nú er tæplega hálfnaður. Djed Spence er kominn til liðsins frá Middlesbrough, en hann er sjötti leikmaðurinn sem kemur til liðsins í sumar. Enski boltinn 19. júlí 2022 18:07
Martial nýtur sín vel undir stjórn Erik ten Hag Manchester United hefur gengið vel á undirbúningstímabilinu en liðið hafði í dag betur gegn Crystal Palace í æfingaleik liðanna sem spilaður var í Melbourne í Ástralíu. Fótbolti 19. júlí 2022 17:26
Zinchenko á leiðinni til Arsenal Skytturnar halda áfram að kaupa varamenn af Englandsmeisturum Manchester City. Næstur inn er hinn fjölhæfi Oleksandr Zinchenko. Hann mun kosta 30 milljónir punda en heildarkaupverðið gæti numið 32 milljónum þegar fram líða stundir. Enski boltinn 18. júlí 2022 20:01
Bayern dreymir um Kane til að taka við af Lewandowski Nú þegar pólska markamaskínan Robert Lewandowski er að ganga í raðir Barcelona frá Bayern München eru forráðamenn félagsins sagðir dreyma um enska framherjann Harry Kane til að fylla í skarðið. Enski boltinn 18. júlí 2022 14:02
Tjá sig ekki fyrr en Gylfi verður ákærður eða laus allra mála Lögreglan í Manchester ætlar ekki að tjá sig frekar um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar, fyrr en hann verður ákærður eða laus allra mála. Farbann Gylfa rann út á laugardaginn en ekki hafa fengist svör um hvort það hafi verið eða verði yfir höfuð framlengt. Innlent 18. júlí 2022 12:51
Bálreiður út í Arteta Ungstirnið Marcelo Flores, leikmaður Arsenal, er fúll og reiður út í knattspyrnustjórann Mikel Arteta fyrir að skilja sig útundan úr 33 manna leikmannahóp Arsenal sem fór til Bandaríkjanna í undirbúningstímabilið sitt þar sem Arsenal leikur þrjá leiki. Enski boltinn 17. júlí 2022 13:30
Bólusetning skiptir máli þegar Tuchel skoðar nýja leikmenn Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, er án tveggja miðjumanna á undirbúningstímabili Chelsea í Bandaríkjunum, þeirra N’Golo Kante og Ruben Loftus-Cheek, vegna þess að leikmennirnir eru ekki bólusettir fyrir Covid-19. Óbólusettir mega ekki ferðast til Bandaríkjanna. Fótbolti 17. júlí 2022 10:31
Villareal sækist eftir kröftum Cavani Spænska félagið Villareal hefur áhuga á Edinson Cavani sem yfirgaf Manchester United í júní eftir samningur hans rann út. Framherjin gæti því endurnýjað kynni sín við knattspyrnustjórann Unai Emery hjá Villareal. Fótbolti 17. júlí 2022 08:01
Arsenal og City ná samkomulagi um kaupverð á Zinchenko Arsenal ætlar að sér að kaupa annan leikmann frá Manchester City en hinn úkraínski Oleksandr Zinchenko gæti verið á leið til Lundúna. Enski boltinn 16. júlí 2022 19:15
De Jong í æfingahóp sem fór til Miami | Fimm leikmenn ásamt knattspyrnustjóranum Xavi eftir í Barcelona Frenkie de Jong, leikmaður Barcelona, fór með liðinu á undirbúningstímabil þeirra í Bandaríkjunum. Telja einhverjir þetta vera vísbendingu að hann muni þá ekki yfirgefa Barcelona fyrir Manchester United eftir allt saman. Knattspyrnustjórinn Xavi varð hins vegar eftir í Katalóníu. Fótbolti 16. júlí 2022 16:00
Chelsea staðfestir komu Koulibaly Senegalski miðvörðurinn Kalidou Koulibaly er formlega orðinn leikmaður Chelsea eftir að félagið tilkynnti um komu leikmannsins frá Napoli fyrr í morgun. Enski boltinn 16. júlí 2022 09:30
BBC biðst afsökunar á myndbirtingu vegna kynferðisafbrotamáls Breska ríkisútvarpið BBC hefur formlega beðist afsökunar að hafa birt mynd af Raheem Sterling þegar miðillinn greindi frá handtöku leikmanns í ensku úrvalsdeildarinnar vegna gruns um kynferðisafbrot. Enski boltinn 15. júlí 2022 22:31
Lukaku: Mistök að fara til Chelsea Romelu Lukaku, leikmaður Inter Milan, segir það hafa verið mistök að yfirgefa Inter til að ganga til liðs við Chelsea síðasta sumar. Fótbolti 15. júlí 2022 18:15
Eriksen orðinn leikmaður Man United Það er ekki nóg með að Manchester United raði inn mörkum í æfingaleikjum heldur er félagið líka byrjað að sækja leikmenn. Rétt í þessu var staðfest að Christian Eriksen væri genginn í raðir félagsins. Enski boltinn 15. júlí 2022 14:18
Raphinha genginn í raðir Barcelona Þrátt fyrir að því virðist að eiga engan pening heldur spænska knattspyrnuliðið Barcelona áfram að festa kaup á nýjum leikmönnum. Nýjasta viðbótin er brasilíski vængmaðurinn Raphinha. Fótbolti 15. júlí 2022 14:10
Segir leikmenn Man Utd í betra standi en áður Marcus Rashford segir leikmenn Manchester United í betra standi eftir að Erik ten Hag tók við sem þjálfari liðsins. Rashford vonast til að koma inn í tímabilið á fleygiferð en framherjinn átti vægast sagt erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð. Enski boltinn 14. júlí 2022 16:46
Segir að samkomulag um De Jong sé í höfn en leikmaðurinn vilji ekki fara Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano segir frá því á Twitter-síðu sinni að Manchester United og Barcelona hafi komist að samkomulagi um kaupverðið á miðjumanninum Frenkie de Jong. Enn eigi þó eftir að ganga frá samningum við leikmanninn sem vill halda kyrru fyrir hjá Börsungum. Enski boltinn 14. júlí 2022 13:31
Ronaldo með risatilboð frá Sádi-Arabíu Portúgalski framherjinn Cristiano Ronaldo vill komast frá Manchester United. Hann vill spila í Meistaradeild Evrópu en gæti freistast til að taka gylliboði frá Sádi-Arabíu þar sem talið er að hann fengi rúmlega 105 milljónir punda á ári. Fótbolti 14. júlí 2022 10:02
Everton styrkir fórnarlömb stríðsins í Úkraínu með góðgerðarleik Everton mun spila vináttuleik við úkraínska liðið Dynamo Kyiv þann 29. júlí næstkomandi í undirbúningi sínum fyrir komandi leiktímabil. Enski boltinn 14. júlí 2022 08:30
Klopp telur að titilbaráttan á næsta ári verði ekki bara á milli Liverpool og City Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir það af og frá að Liverpool og Manchester City séu einu tvö liðin sem munu skara frammúr í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Enski boltinn 14. júlí 2022 07:30
Chelsea staðfestir komu Sterling Raheem Sterling er formlega orðinn leikmaður Chelsea en Sterling er fyrsti leikmaðurinn sem nýju eigendur Chelsea kaupa. Enski boltinn 13. júlí 2022 16:30
Leikmaðurinn sem ásakaður er um nauðgun fær áfram að æfa Félag leikmannsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu sem ásakaður er um þrjár nauðganir segir að leikmaðurinn muni áfram æfa með liðinu. Enski boltinn 13. júlí 2022 14:20
Sterling kveður City: „Þvílíkt ferðalag“ Knattspyrnumaðurinn Raheem Sterling hefur sent Englandsmeisturum Manchester City skilaboð þar sem hann kveður félagið og stuðningsmenn þess, en Sterling er á leið til Chelsea. Enski boltinn 13. júlí 2022 13:30
Pogba segist vera kominn heim en hafa orðið að manni í Manchester „Stundum tekur maður ákvarðanir sem falla ekki með manni en ég er ánægður með árin mín í Manchester, þar ólst ég upp, þar lærði ég og þar varð ég að manni,“ segir Paul Pogba en hann samdi á dögunum við Juventus eftir að samningur hans við Manchester United rann út. Fótbolti 13. júlí 2022 10:01
Ajax og Man.Utd funda um félagaskipti Martinez Forsvarsmenn Ajax og Manchester United munu að sögn blaðamannsins Fabrizio Romano setjast að samningaborðinu í dag og ræða vistaskipti Lisandro Martínez frá Amsterdam til Manchester-borgar. Fótbolti 13. júlí 2022 07:01
Koulibaly í sigtinu hjá Chelsea Forráðamenn Chelsea eru að sögn enskra fjölmiðla í viðræðum við kollega sína hjá Napoli um kaup á senegalska varnarmanninum Kalidou Koulibaly. Enski boltinn 12. júlí 2022 23:37
Segja Raphinha munu enda í Katalóníu Brasilíski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Raphinha, er á leið frá Leeds United til Barcelona. Spænskir fjölmiðlar greina frá þessu. Fótbolti 12. júlí 2022 23:02
Man Utd valtaði yfir Liverpool í fyrsta leik Erik ten Hag Manchester United vann 4-0 sigur á Liverpool er liðin mættust í vináttuleik í Bangok í Tælandi. Var þetta fyrsti leikur Man United undir stjórn nýs þjálfara. Enski boltinn 12. júlí 2022 15:00
Bayern hefur áhuga á Kane en Tottenham telur hann ósnertanlegan Þýska stórveldið Bayern München er sagt hafa áhuga á því að fá Harry Kane, stjörnuframherja Tottenham, í sínar raðir ef Robert Lewandowski yfirgefur þýsku meistarana. Enski boltinn 11. júlí 2022 14:31
Rooney mættur aftur til Bandaríkjanna Wayne Rooney er mættur til Bandaríkjanna en hann verður tilkynntur sem nýr þjálfari DC United í MLS-deildinni í fótbolta hvað á hverju. Hann lék með liðinu árin 2018 og 2019 og mun nú mæta til leiks sem þjálfari. Fótbolti 11. júlí 2022 13:00