Enski boltinn

Belgíska undra­barnið Doku á að fylla skarð Mahrez

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jérémy Doku er á leið til Manchester City.
Jérémy Doku er á leið til Manchester City. Isosport/Getty Images

Belgíski landsliðsmaðurinn Jérémy Doku er á leið til Englands- og Evrópumeistara Manchester City frá franska liðinu Rennes. Frá þessu greinir ítalski „skúbbarinn“ Fabrizio Romano.

Hinn 21 árs gamli Doku hefur verið á nær öllum listum yfir efnilegustu leikmenn Evrópu undanfarin ár. Hann hóf ferilinn með Anderlecht árið 2018 en var seldur til Rennes á 26 milljónir evra, auk árangurstengdra greiðslna, árið 2020.

Hinn öskufljóti Doku er mjög góður þegar kemur að knattraki og að halda í boltann, eiginleikar sem Pep Guardiola – þjálfari Manchester City – metur mikils hjá vængmönnum sínum. Talið er að Man City borgi rúmar 60 milljónir evra, rúma átta og hálfan milljarð króna, fyrir þjónustu Doku.

Alls spilaði Doku 92 leiki fyrir Rennes í öllum keppnum. Í þeim skoraði hann 12 mörk og gaf 10 stoðsendingar. Þá hefur hann spilað 14 A-landsleiki og skorað í þeim tvö mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×