Innlit í framtíðina hjá Liverpool Útlitið var svart hjá Liverpool fyrir aðeins nokkrum vikum síðan en í dag svífa stuðningsmenn félagsins um á bleiku skýi eftir að Liverpool skaut erkifjendurna í Manchester United niður á jörðina með sjö núll stórsigri á Anfeld í gær. Enski boltinn 6. mars 2023 09:16
Svona litu ensku blöðin út í morgun: Sjö og helvíti Sögulegur stórsigur Liverpool á Manchester United átti auðvitað sviðið á forsíðum ensku blaðanna í morgun. Enski boltinn 6. mars 2023 08:33
Gary Neville: Leikmenn Manchester United voru étnir lifandi Fyrrum fyrirliði Manchester United sparaði ekki stóru orðin þegar hann gagnrýndi liðið eftir 7-0 tap á móti Liverpool á Anfield í gær. Þetta er stærsta tap United í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og það á móti erkifjendunum í Liverpool. Enski boltinn 6. mars 2023 07:31
Reiði á meðal enskra úrvalsdeildarliða vegna nýrra gagna Ensk úrvalsdeildarlið hafa brugðist ókvæða við og krefjast skýringa eftir að Yasir al-Rumayyan, stjórnarformanni Newcastle United, var lýst sem sitjandi ráðherra í ríkisstjórn Sádi-Arabíu í skjali fyrir bandarískum dómstólum. Mannréttindasamtökin Amnesty International kalla eftir endurskoðun á mati ensku úrvalsdeildar á eignarhaldi Newcastle. Enski boltinn 6. mars 2023 07:00
Frammistaðan í kvöld sú versta á árinu: „Ég skammast mín“ Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, var vægast sagt súr eftir heimsókn liðsins á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Manchester United mátti þola sitt stærsta tap frá því að enska úrvalsdeildin var sett á laggirnar, lokatölur 7-0 Liverpool í vil. Fótbolti 5. mars 2023 23:31
Arsenal kom til baka og vann sinn fyrsta titil í fjögur ár Arsenal vann 3-1 sigur gegn Chelsea í úrslitum enska deildarbikarsins í dag og tryggði sér þar með sinn fyrsta titil í fjögur ár. Fótbolti 5. mars 2023 18:47
Algjör niðurlæging United gegn erkifjendunum Liverpool vann sannkallaðan risasigur er liðið tók á móti erkifjendum sínum í Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Eftir fjörugan fyrri hálfleik þar sem aðeins eitt mark leit dagsins ljós lék Liverpool á alls oddi í síðari hálfleik og vann að lokum 7-0 sigur. Enski boltinn 5. mars 2023 18:23
Forest og Everton skiptu stigunum á milli sín Nýliðar Nottingham Forest og Everton skiptu stigunum á milli sín er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur 2-2, en bæði lið þurfa sárlega á stigum að halda í fallbaráttunni. Fótbolti 5. mars 2023 16:22
Man United áfram á toppnum Manchester United styrkti stöðu sína á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 5-1 sigri á Leicester City í dag. María Þórisdóttir var ekki í leikmannahóp Man United. Sömu sögu er að segja af Dagnýju Brynjarsdóttir, fyrirliða West Ham United, en Hamrarnir töpuðu fyrir Reading á útivelli. Enski boltinn 5. mars 2023 16:01
Arsenal skorað flest sigurmörk í uppbótartíma á leiktíðinni Topplið ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, Arsenal, er það lið deildarinnar sem hefur skorað flest sigurmörk á yfirstandandi tímabili eftir að venjulegum leiktíma er lokið. Arsenal hefur alls skorað þrjú slík og eitt þeirra kom í gær þegar Skytturnar komu til baka gegn Bournemouth. Enski boltinn 5. mars 2023 14:31
Íhugar að fara í mál vegna ummæla í hlaðvarpsþætti Dómarinn fyrrverandi Mark Clattenburg íhugar nú hvort hann eigi að fara í mál við Danny Simspon vegna ummæla sem sá síðarnefndi lét falla í hlaðvarpsþætti á dögunum. Þar sagði hann að Clattenburg hefði sleppt því að reka leikmann af velli því hann vildi að Leicester City yrði Englandsmeistari. Enski boltinn 5. mars 2023 10:30
Ten Hag og Klopp biðja stuðningsfólk um að hætta að syngja um harmleiki Erik ten Hag og Jürgen Klopp, knattspyrnustjórar erkifjendanna Manchester United og Liverpool, hafa sent frá sér sameiginlega tilkynningu þar sem þeir biðla til stuðningsfólks um að hætta að syngja ákveðna söngva um harmleiki á leikjum liðanna. Fótbolti 5. mars 2023 08:00
Botnliðið nældi í mikilvæg stig í fallbaráttunni Southampton, botnlið ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, nældi sér í mikilvæg þrjú stig er liðið vann 1-0 sigur gegn Leicester í kvöld. Fótbolti 4. mars 2023 19:28
Fyrsti sigur Chelsea í 59 daga Chelsea hefur byrjað nýtt ár skelfilega og fyrir daginn í dag hafði liðið aðeins unnið einn leik í öllum keppnum síðan nýtt ár gekk í garð. Liðið vann þó loksins langþráðan 1-0 sigur gegn Leeds í ensku úrvalsdeildinni í dag. Enski boltinn 4. mars 2023 17:36
Úlfarnir fjarlægjast fallsvæðið eftir sigur gegn Tottenham | Brighton valtaði yfir West Ham Wolves vann virkilega sterkan 1-0 sigur er liðið tók á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Þá vann Brighton afar öruggan 4-0 sigur gegn West Ham á sama tíma og Aston Villa lagði Crystal Palace, 1-0. Fótbolti 4. mars 2023 17:19
Varamaðurinn Nelson hetja Arsenal í dramatískum sigri Topplið Arsenal vann vægast sagt dramatískan 3-2 sigur á Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag. Gestirnir frá Bournemouth komust tveimur mörkum yfir en varamaðurinn Reiss Nelson sá til þess að Skytturnar sneru dæminu við og nældu í dýrmæt þrjú stig. Enski boltinn 4. mars 2023 17:00
Vilja að stuðningsmenn liða sinna hætti níðsöngvum um München, Hillsborough og Heysel Liverpool og Manchester United mætast á morgun, sunnudag, í ensku úrvalsdeildinni. Stjórar liðanna, Jürgen Klopp og Erik ten Hag, hafa biðlað til stuðningsfólks liðanna að hætta níðsöngvum sem snúa að harmleik félaganna. Enski boltinn 4. mars 2023 15:00
Í beinni: Wolves - Tottenham | Conte snýr aftur Antonio Conte mun stýra Tottenham liðinu á ný þegar það heimsækir Úlfann í ensku þurvalsdeildinni en hann hefur misst af mörgum leikjum að undanförnu vegna veikinda. Enski boltinn 4. mars 2023 14:31
Vægðarlaust lið Man City lagði Newcastle Englandsmeistarar Manchester City lögðu Newcastle United 2-0 í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Segja má að Man City hafi verið vægðarlaust en liðið átti þrjú skot á markið í leik dagsins, tvö þeirra enduðu í netinu. Enski boltinn 4. mars 2023 14:30
Pirraður á að vera ekki valinn í landsliðið Brasilíumaðurinn Gabriel Magalhães, miðvörður Arsenal, var vægast sagt ósáttur með að vera ekki valinn í brasilíska landsliðshópinn á dögunum. Grínaðist hann með að vera orðinn körfuboltamaður á samfélagsmiðlum áður en hann eyddi færslunni. Enski boltinn 4. mars 2023 13:15
Hamrarnir horfa hýru auga til Manchester Talið er að West Ham United girnist þrjá leikmenn Manchester United í sumar. Allir þrír eru meðal þeirra leikmanna sem talið er að Erik ten Hag, þjálfari Rauðu djöflanna, sé tilbúinn að selja. Enski boltinn 4. mars 2023 11:30
Stuðningsmaður Chelsea fær þriggja ára bann fyrir kynþáttaníð í garð Son Thomas Burchell, stuðningsmaður Chelsea, hefur verið dæmdur í þriggja ára bann frá öllum knattspyrnuleikjum á Englandi eftir að hafa beitt Son Heung-Min, leikmann Tottenham Hotspur, kynþáttaníði í leik liðanna þann 14. ágúst síðastliðinn. Enski boltinn 4. mars 2023 11:01
Firmino yfirgefur Liverpool í sumar Brasilíski framherjinn Roberto Firmino mun yfirgefa herbúðir Liverpool þegar samningur hans við félagið rennur út í sumar eftir átta ára veru hjá félaginu. Fótbolti 3. mars 2023 18:00
Segir að Kompany sé ætlað að stýra Manchester City einn daginn Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að það sé skrifað í skýin að fyrrverandi fyrirliði liðsins, Vincent Kompany, muni taka við sem knattspyrnustjóri Englandsmeistaranna einn daginn. Fótbolti 3. mars 2023 17:31
Erfitt að vera Pool-ari að leika stuðningsmann United Ólafur Ásgeirsson er einn handritshöfunda og leikara leikritsins Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar sem frumsýnt var í Tjarnarbíó í gær. Hann er mikill stuðningsmaður Liverpool og segir það erfitt að leika stuðningsmann erkifjendanna Manchester United. Söngvarinn Valdimar Guðmundsson fer einnig með hlutverk í leikritinu. Lífið 3. mars 2023 14:37
Klopp virkilega ánægður fyrir hönd Marcus Rashford Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool viðurkennir að það gleðji hann að sjá Marcus Rashford koma svo sterkan til baka eftir erfiða tíma hjá Manchester United. Enski boltinn 3. mars 2023 14:01
Umboðsmaður Haalands segir Real Madrid vera draum hvers leikmanns Rafaela Pimenta, umboðsmaður framherjans Erlings Braut Haaland, segir að það sé draumur hvers leikmanns að fara til spænska stórveldisins Real Madrid. Fótbolti 3. mars 2023 06:02
Sjáðu mörkin sem komu Man. United áfram og markið sem sló út Tottenham Deildabikarmeistarar Manchester United eiga enn möguleika á fernunni á þessu tímabili eftir endurkomu sigur á móti West Ham í enska bikarnum í gærkvöldi. Enski boltinn 2. mars 2023 14:01
Erfitt fyrir Katrínu forsætisráðherra að búa með Man. United aðdáendum Katrín Jakobsdóttir stendur með Jürgen Klopp og Liverpool liðinu sínu í mótlætinu þrátt fyrir að lífið heima hafi orðið erfiðara eftir uppkomu Manchester United og fall Liverpool. Enski boltinn 2. mars 2023 09:30
Búist við að Toney fái að minnsta kosti sex mánaða bann Ivan Toney, framherji enska úrvalsdeildarfélagsins Brentford, á yfir sér í það minnsta sex mánaða bann frá knattspyrnu fyrir brot á veðmálareglum enska knattspyrnusambandsins. Fótbolti 2. mars 2023 07:00
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti