Jack Albion heitir stuðningsmaðurinn sem er annar tveggja sem urðu fyrir árás sex grímuklæddra manna. Mennirnir voru svartklæddir með lambúshettur og eiga að hafa læðst aftan að tvímenningunum og stungið þá.
Albion lét það ekki stöðva sig frá því að mæta í stúkuna og styðja sína menn. Eftir að búið var að sauma í hann tíu spor mætti hann galvaskur á völlinn með hækju og hlaut góðar viðtökur stuðningsmanna Brighton líkt og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði.
The reception that #BHAFC fan @Jackalbion96 received upon his entrance to the Stadio Olimpico after he was stabbed by a Roma fan last night. pic.twitter.com/QkiGAJpBnB
— Paddy Gladman (@paddyg18_) March 7, 2024
Raunum Albion var þó ekki lokið þar sem stuðningsmenn Brighton þurftu ekki aðeins að finna fyrir rigningu kveikjara, smápeninga, bjórflaska og allskyns smáhluta frá stuðningsmönnum Roma heldur þurftu þeir að horfa upp á liðið sitt tapa leiknum sannfærandi 4-0.
Brighton hefur tilkynnt ólæti stuðningsmannana til UEFA og er það mál til skoðunar. Lögreglan í Róm rannsakar hnífaárasina.
After being stabbed in Rome last night, Brighton fan @Jackalbion96 has made it to the Stadio Olympico to watch the game tonight.
— Football Away Days (@FBAwayDays) March 7, 2024
He needed 10 stitches, so glad he s up on his feet and ok. pic.twitter.com/SdSxd7FczC