Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Loks búið að ganga frá sölu Everton

    Eftir rúmlega tveggja ára söluferli hefur Farhad Moshiri loks losnað undan eignarhaldi á enska úrvalsdeildarfélaginu Everton. Bandaríkjamaðurinn Dan Friedkin hefur fest kaup á 99,5 prósenta hlut, sem talið er að hann greiði rúmar fjögur hundruð milljónir punda fyrir.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Barton á­kærður

    Joey Barton, fyrrverandi leikmaður Manchester City, Newcastle United og fleiri liða, hefur verið ákærður fyrir að senda tveimur einstaklingum ljót skilaboð á samfélagsmiðlum.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Rashford til í að fara: „Til­búinn í nýja á­skorun“

    Marcus Rashford, leikmaður Manchester United, nýtti frídag í gær til að heimsækja gamla grunnskólann sinn og færa 420 börnum jólagjöf. Í leiðinni fór hann í viðtal og viðurkenndi að hann væri „tilbúinn í nýja áskorun“ eftir fréttir af því að United vilji selja hann.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Ekkert lið fengið færri stig en City

    Margur klórar sér í kollinum yfir agalegu gengi Englandsmeistara Manchester City sem töpuðu enn einum leiknum, 2-1 fyrir Manchester United á Etihad-vellinum í gær. Ekkert lið hefur safnað færri stigum frá 1. nóvember.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Þórir vildi Haaland í hand­boltann

    Þórir Hergeirsson vann sinn sjötta Evróputitil með Noregi í gær á sama tíma og Erling Haaland þurfti að sætta sig við tap í Manchesterslag í ensku úrvalsdeildinni. Þórir reyndi að sannfæra Haaland um að velja handboltann framyfir fótboltann á sínum tíma.

    Enski boltinn