Fótbolti

Al­fons fer aftur til Hollands

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Alfons Sampsted hefur fá tækifæri fengið hjá Birmingham City. 
Alfons Sampsted hefur fá tækifæri fengið hjá Birmingham City.  Birmingham City

Alfons Sampsted er genginn til liðs við Go Ahead Eagles í hollensku úrvalsdeildinni en hann kemur til félagsins frá Birmingham í ensku Championship deildinni.

Alfons spilaði eitt og hálft tímabil með Birmingham en alls aðeins 31 leik og flesta þeirra sem varamaður. Hann snýr nú aftur til Hollands en Alfons kom til Birmingham frá Twente.

„Ég hef viljað snúa aftur til Hollands í einhvern tíma. Ég naut tímans hjá Birmingham á Englandi og spilaði þar með Willum [Þór Willumssyni], sem ég hef þekkt alla mína ævi. Ég fylgdist vel með honum þegar hann spilaði með Go Ahead Eagles og sá marga leiki með liðinu. Ég hef líka spilað á De Adelaarhorst leikvanginum þannig ég hafði mikinn áhuga á því að koma þegar tækifærið gafst. Ég talaði auðvitað líka við Willum um félagið og leist vel á“ sagði Alfons við undirritun samningsins.

Willum Þór Willumsson er enn á mála hjá Birmingham City en hefur verið orðaður við brottför. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×