Gæti valið Albert að nýju: „Verð að treysta leikmanninum“ Albert Guðmundsson getur að óbreyttu á ný spilað fyrir Íslands hönd þegar liðið mætir Ísrael eftir þrjár vikur, í umspili um sæti á EM í fótbolta. Åge Hareide landsliðsþjálfari segir Albert hafa fullan hug á því að snúa aftur í liðið, eftir hálfs árs fjarveru, í kjölfar þess að kynferðisbrotamál gegn honum var látið niður falla. Fótbolti 29. febrúar 2024 08:00
Frambjóðendur um Ísraelsleikinn: „Undir UEFA komið að taka þessa ákvörðun“ Frambjóðendur til formanns KSÍ eru á því að Ísland eigi að spila leikinn gegn Ísrael í umspili um sæti á EM í Þýskalandi í næsta mánuði. Fótbolti 23. febrúar 2024 09:01
Kroos snýr aftur í landsliðið Toni Kroos, leikmaður Real Madrid, hefur ákveðið að gefa kost á sér í þýska landsliðið á nýjan leik. Hann varð við ósk landsliðsþjálfarans Julians Nagelsmann. Fótbolti 22. febrúar 2024 17:01
Segir að Toni Kroos sé Federer fótboltans Argentínska knattspyrnugoðsögnin Juan Román Riquelme er mikill aðdáandi þýska miðjumannsins Toni Kroos og hann er alls ekki sá eini. Fótbolti 16. febrúar 2024 11:01
Gylfi í góðum gír á Spáni og vonast til að spila um EM-sæti Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson sinnir nú endurhæfingu sinni eftir meiðsli, á Spáni, með aðstoð sjúkraþjálfarans Friðriks Ellerts Jónssonar sem áður var sjúkraþjálfari íslenska landsliðsins. Fótbolti 15. febrúar 2024 15:10
Ákall um að FIFA og UEFA banni Ísrael að spila við Ísland FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, og UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hafa verið hvött til að banna Ísrael frá allri keppni í fótbolta vegna hörmunganna á Gasa. Slíkt bann hefði mikil áhrif á Ísland. Fótbolti 2. febrúar 2024 08:31
Íhugar endurkomu í landsliðið fyrir EM á heimavelli Toni Kroos er að íhuga að taka landsliðsskóna fram á nýjan leik og spila með þýska landsliðinu á Evrópumótinu í sumar. Kroos lék síðasta landsleik sinn á Evrópumótinu sumarið 2021. Fótbolti 31. janúar 2024 17:06
Mæta Ísrael í Ungverjalandi Leikur Íslands og Ísraels í umspili um sæti á EM í Þýskalandi verður leikinn í Búdapest í Ungverjalandi. Fótbolti 25. janúar 2024 11:35
Lars fylgist grannt með íslenska landsliðinu Þrátt fyrir að nokkur ár séu liðin frá því Lars Lagerbäck starfaði sem landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, fylgist hann enn grannt með gengi liðsins. Íslenska landsliðið hefur gengið í gegnum brösótta tíma í ár. Þjálfaraskipti urðu hjá liðinu um mitt ár þegar að Age Hareide var ráðinn inn í stað Arnars Þórs Viðarssonar. Fótbolti 14. desember 2023 11:01
Boltinn á EM muni stytta tímann sem VAR tekur í ákvarðanir Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, segir að boltinn sem notaður verður á EM í Þýskalandi næsta sumar muni hjálpa til við að stytta tímann sem það tekur VAR að taka ákvarðanir um rangstöður og hendi. Fótbolti 6. desember 2023 07:01
Stunur trufluðu dráttinn Dráttur í riðla Evrópumeistaramótsins 2024 í Hamborg í dag var truflaður af kynferðislegum stunum. Stunurnar heyrðust fyrst eftir að Sviss hafði dregist í riðil með Skotlandi, Ungverjalandi og gestgjöfunum, Þýskalandi. Sport 2. desember 2023 21:01
EM 2024: Ísland myndi vera með Belgíu, Slóvakíu og Rúmeníu í riðli Búið er að draga í riðla fyrir Evrópumót karla í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi sumarið 2024. Komist Ísland á mótið munu strákarnir vera í E-riðli ásamt Belgíu, Slóvakíu og Rúmeníu. Fótbolti 2. desember 2023 18:05
Ræðst á morgun hvort strákanna bíður draumur eða martröð komist þeir á EM Evrópumótið í fótbolta fer fram í Þýskalandi næsta sumar og þrátt fyrir að það séu enn laus þrjú sæti á mótinu þá verður dregið í riðla á morgun. Fótbolti 1. desember 2023 14:00
Versta staða íslenska landsliðsins á FIFA listanum í meira en áratug Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hrundi niður um fjögur sæti á styrkleika Alþjóða knattspyrnusambandsins sem var opinberaður í gær. Fótbolti 1. desember 2023 10:31
Þýsk goðsgögn vill lækka Nagelsmann í tign Þýska fótboltalandsliðið er ekki að spila vel og ekki að byrja vel undir stjórn Julian Nagelsmann. Berti Vogts er með lausnina og er hún heldur róttæk. Hann segir að þjálfarinn ætti að vera aðstoðarþjálfari liðsins á komandi Evrópumóti. Fótbolti 30. nóvember 2023 17:00
Utan vallar: Ísland og hin heimilislausu liðin drógust saman í umspili EM Íslenska karlalandsliðið er nú aðeins tveimur sigurleikjum frá því að tryggja sér sæti á Evrópumótinu í Þýskalandi næsta sumar. Fótbolti 24. nóvember 2023 10:01
Litlar sem engar líkur taldar á EM sæti Íslands Tölfræðiveitan Football Meets Data hefur reiknað út líkur þeirra liða, sem taka þátt í umspili um laust sæti á EM 2024 í fótbolta, á að tryggja sér sæti á EM í gegnum umspilið. Ísland er á meðal þátttökuþjóða í umspilinu. Fótbolti 23. nóvember 2023 23:30
Åge hefur trú á Íslandi í umspilinu: „Í fótbolta er ekkert ómögulegt“ Age Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta lýst vel á möguleika liðsins í umspili fyrir EM. Ísland mætir Ísrael í undanúrslitum umspilsins og hefur Hareide trú á því að liðið geti tryggt sér sæti á EM. Hann vonast til að allir bestu og reyndustu leikmenn Íslands verði klárir í baráttuna í mars. Fótbolti 23. nóvember 2023 15:27
„Leikur gegn Ísrael mjög álitlegur kostur fyrir okkur“ Jóhannes Karl Guðjónsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir leið liðsins að EM sæti í gegnum umspil í mars á næsta ári vera leið sem hægt sé að sætta sig við. Ísland mun mæta Ísrael í undanúrslitum umspilsins. Fótbolti 23. nóvember 2023 12:47
Jón Dagur meðal efstu manna í stoðsendingum í undankeppni EM Jón Dagur Þorsteinsson lagði upp flest mörk fyrir íslenska landsliðið í undankeppni EM en riðlakeppninni lauk á þriðjudagskvöldið. Fótbolti 23. nóvember 2023 12:31
Þurfum söguleg úrslit: Ísland hefur aldrei unnið Ísrael Íslenska karlalandsliðið þarf að brjóta blað í sögunni til þess að tryggja sér sæti í úrslitum EM-umspilsins í mars á næsta ári. Liðið leikur undanúrslitaleik við Ísrael í mars. Fótbolti 23. nóvember 2023 11:44
Mæta Ísrael í umspilinu Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Ísrael í undanúrslitum umspils um sæti á EM 2024. Fótbolti 23. nóvember 2023 11:15
Meistararnir í neðsta styrkleikaflokki Nokkuð ljóst virðist vera hvaða andstæðinga úr neðsta styrkleikaflokki liðin vilja forðast þegar dregið verður í riðla á EM 2024 í fótbolta karla. Fótbolti 22. nóvember 2023 17:01
Potter hafði ekki áhuga á því að taka við sænska landsliðinu Svíar eru að leita sér að nýjum þjálfara fyrir karlalandsliðið sitt í fótbolta en Janne Andersson hætti með liðið eftir að Svíum mistókst að tryggja sér sæti á Evrópumótinu næsta sumar. Fótbolti 22. nóvember 2023 12:00
Grikkir tóku stig af Frökkum og Tyrkir tóku toppsætið Alls fóru sjö leikir fram í undankeppni EM í kvöld er riðlakeppninni lauk áður en umspil tekur við í vor. Úrslitin voru þegar ráðin í flestum riðlum, en þrátt fyrir það var boðið upp á nokkur áhugaverð úrslit. Fótbolti 21. nóvember 2023 21:52
Stór áfangi hjá San Marinó: Búnir að skora í þremur leikjum í röð Þrátt fyrir að San Marinó hafi enn og aftur ekki tekist að vinna leik var undankeppni EM 2024 eftirminnileg fyrir smáríkið. Fótbolti 21. nóvember 2023 14:30
FIFA þarf að greiða Barcelona þrjár milljónir á dag vegna meiðsla Gavis Meiðslin alvarlegu sem spænski miðjumaðurinn Gavi varð fyrir í leiknum gegn Georgíu í fyrradag kosta FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandið, skildinginn. Fótbolti 21. nóvember 2023 14:00
Rændi Manzano Úkraínumenn víti og EM-sætinu? Úkraínumenn töldu sig svikna um vítaspyrnu í uppbótartíma gegn Ítalíu í hreinum úrslitaleik um sæti á EM í Þýskalandi á næsta ári. Fótbolti 21. nóvember 2023 11:27
Hætti mínútum eftir að hafa komið Tékkum á EM og Íslandi í umspilið Tékkar tryggðu sér sæti á Evrópumótinu í fótbolta í gærkvöldi og það ætti að vera rík ástæða þar á bæ til að fagna þessum góða árangri. Þjálfari tékkneska liðsins ákvað hins vegar að hætta með liðið strax eftir leik. Fótbolti 21. nóvember 2023 07:30
Svona gæti umspilið fyrir EM litið út Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er komið í umspil um sæti á EM 2024 sem fram fer í Þýskaland. Vinna þarf tvo umspilsleiki til að verða ein af þjóðunum 24 sem tekur þátt í mótinu. Fótbolti 20. nóvember 2023 22:25